þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Kristján B. Jónasson birtir nokkuð sérkennileg eftirmæli um Geirlaug Magnússon í Lesbókinni um helgina, grein sem hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Kristján heldur því blákalt fram í greininni að verk Geirlaugs síðustu árin, þ.e. fram yfir ákveðið tímabil (útgáfutímabil hans hjá Máli og menningu) hafi verið lítils virði og maðurinn sjálfur orðinn útbrunnið skar á þeim tíma.
Sjálfur man ég að ein besta bók Geirlaugs, Nýund, kom út í vonlausri útgáfu hjá Valdimar Tómassyni árið 2000 og er hvergi fáanleg.

Engu er líkara en Kristján sé að réttlæta hafnanir sínar á höfundinum með þessari grein. Það er óþarfi. Það er ekki freistandi fyrir bókaútgefendur að gefa út ljóðabækur vegna þess að þær seljast ekki neitt, jafnvel ekki ljóð eftir góða höfunda eins og Geirlaug, og bókaútgáfur á borð við Eddu eru fyrirtæki sem þurfa að borga fólki laun. Þess vegna er ekkert að því að smærri útgáfur sem ekki eru reknar á atvinnumannabasis, sjái um slíkt. Óþarfi er að skrifa vafasöm minningarorð um höfund til að réttlæta þetta.

Ég efast líka um að mönnum þyki þær ljóðabækur sem Benni hefur gefið út eftir karlinn vera eitthvert rugl úr útbrunnum drykkjumanni þó að ég ítreki að mér finnst týnda bókin, Nýund, vera best.

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

En ljóð Benna sjálfs?

NM

4:49 e.h., nóvember 22, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þau eru auðvitað skelfileg og koma þessu ekkert við.

4:51 e.h., nóvember 22, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nýund er fáanleg í þónokkrum útibúum Borgarbókasafnsins, sem og í Þjóðarbókhlöðunni og í Bókasafni Kópavogs.

Og þessi grein var hörmung. Alger hörmung. Ég var hálf eftir mig þegar ég var búinn með hana.

5:57 e.h., nóvember 22, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Benni gefur þetta út sjálfur. Efniskostnaður er minnsta málið, það er dreifing og PR sem öllu skiptir. Hef ekki séð Benna i Kastljósi eða Í Silfri Egils nýlega...

7:19 e.h., nóvember 22, 2005  
Blogger Tinna Kirsuber said...

Sammála! Þessi grein er uppspuni frá rótum og er best geymd uppí rassgatinu á höfundinum, þaðan sem hún upphaflega kom!!!

7:30 e.h., nóvember 22, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Dýra líf er líka flott bók, mm bækurnar ekkert öðruvísi en hinar. Þessi grein er kyndug. er það ekki kyndugt líka og óforskammað að fúlsa við bókum geirlaugs og skrifa svo eftirmæli um hvað hann hafi verið gott skáld en drykkjusjúkur?

11:41 e.h., nóvember 22, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst, ert þú fyrirmyndin af Bödda í Roklandi?

12:07 f.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

þegiðu nafni

12:17 f.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Aldrei bjóst ég við að þurfa að verja Kristján B. - en maður veit aldrei. Nenni samt ekki að gera það hérna líka ...

6:29 e.h., nóvember 23, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvar varðirðu hann? Vísaðu mér á þetta vinsamlegast.

6:30 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hérna: http://www.kommunan.is/asgeir/archives/2005/11/oskrifu_minning.html#comments

10:01 e.h., nóvember 23, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þekkti Geirlaug persónulega. Grein Kristjáns Bjarka er ömurleg, svo ekki sé meira sagt. Í fyrsta lagi notar hann þennan vettvang, eins og svo margir PM bókmenntafræðingar til að hasla sér völl sjálfur sem skáld. Pathetic. Ætlar einhver í alvörunni að segja mér að hann hafi botnað eitthvað í þessu flúryrta þrugli sem var uppistaða greinarinnar. Í öðru lagi, og það sem er sýnu alvarlegast, er að Kristján Bjarki þekkti Geirlaug ekki rassgat en það er grátlega augljóst að nú, þegar maðurinn er látinn, er um að gera að slá um sig með því að gera lýðum opinbert að hann hafi nú þegið kaffi hjá stórskáldinu. Þetta er allt svo pínlega smáborgaralegt. Geirlaugur reykti EKKI filterslausar sígarettur og að ætla að mála upp einhverja Bukowskimynd af honum er bara fáránlegt. Þeir sem hafa LESIÐ greinina ættu að sjá að KB er að hampa sjálfum sér, fremur en hann sé að mála upp sannferðuga mynd af hinum ágæta manni Geirlaugi. Þeir sem í alvöru sjá eitthvað gott við greinina eiga greinilega við einhverja KB klemmu að stríða sjálfir.

6:09 e.h., nóvember 24, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

3:52 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

4:20 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

4:29 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
pandora jewelry
polo ralph lauren
polo homme pas chère
san antonio spurs jerseys
nike air max 2017
michael kors outlet online
ecco outlet
moncler online
salomom shoes
michael kors outlet

3:42 f.h., júní 12, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home