mánudagur, janúar 23, 2006

Ég tek ofan fyrir Páli Valssyni og sköruglegum ummælum hans um stöðu tungumálsins. Lausnin er m.a. sú að berja lestri og bókmenntum inn í ungviðið í skólum landsins og gera þar bara stólpakröfur. Og vakni áhuginn ekki þá blasir bara fallhættan við, það ætti ekki að verða erfiðara fyrir ungana að ná tökum á málinu en t.d. stærðfræði sem er sífelldur höfuðverkur margra.

Annars er sérstætt hvernig málvöndunarmenn rjúka skyndilega upp núna og það af miklum krafti. Einhvern veginn hefur málvöndun verið á undanhaldi undanfarin ár og ekki þótt fínt að bera upp áhyggjur af tungumálinu. Ég held almennt að póstmódernisminn muni eitthvað víkja á næstu árum og klassískt viðhorf í fagurfræði mun snúa aftur í kjölfar málræktunarinnar. Það mun því ekki nægja að lesa bara Arnald Indriðason til að komast í gegnum önn í bókmenntum í framhaldsskóla eins og er nú um stundir. Með fullri virðingu fyrir Arnaldi og til stuðnings fjölbreytninni vil ég segja að það gangi ekki, látið börnin líka berja sig í gegnum smásögur Gyrðis og ÁBS og síðan allt hitt gott, vinsælt og óvinsælt.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Stólpakröfur ???

Kemur þú úr kaþólskum skóla þar sem þú varst látinn strjúka stólpann á kennaranum? Það myndi skýra hversu skemmdur þú ert.

Þú ert meira orðhöfundur en nokkrusinni rithöfundur en samt mest bara undur.

9:03 f.h., janúar 24, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki viltu gera æsku landsins það að vera skylduð til að lesa ÁBS?
Fyrir utan það að það myndi síst auka vinsældir höfundar. Allir vita að börn alast upp til að fyrirlíta flest það sem þeim er gert að lesa í skóla.

10:50 f.h., janúar 24, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Skylda þau til að lesa þetta og ekkert múður, Eyvindur. Ekkert Catcher in the Rye hérna.

11:45 f.h., janúar 24, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Pez, það sem ég skil ekki er hvað svona fólk er að káfa upp á mig og hvernig það yfirleitt veit af þessari síðu.

11:46 f.h., janúar 24, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu mig!
Allir verða að lesa Catcher in the Rye!
Fólk sem ekki hefur lesið þá bók er fátækara fyrir vikið.
En það má svo sem skikka það til að lesa ÁBS líka, mín vegna. Vona bara að enginn verði skikkaður til að lesa EK...

12:39 e.h., janúar 24, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er innilega sammála Eyvindi, með lestur í skóla.

Þekki það af eigin reynslu. Það eru svo oft mjög leiðinlegar bækur sem þau eru að lesa.
Enda nota þau bókasafnið mikið og lesa sér til gamans. Svo auðvitað sínar eigin bækur, þau eiga svo margar.
KV.
A.

7:30 e.h., janúar 24, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:28 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:02 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home