sunnudagur, febrúar 19, 2006

Konan var örg í m0rgun. Ég var reyndar búinn að færa henni morgunverð og Fréttablaðið í rúmið, en hún þurfti að minna mig á það. Ergelsið stafaði af öðru: annarhvor krakkinn hafði hellt einhverju klístri ofan í hnífaparaskúffuna og mín þurfti að rífa hana úr og spúla allt saman. Hún sagði að hér biðu allir eftir því að hún gerði allt og enginn lyfti fingri. Ég benti henni á að ég hefði skúrað í gær og þvegið í óteljandi vélar. Hún sagði að ég tæki bara að mér afmörkuð verkefni, hennar biði alltaf að laga það sem aflaga færi. Ég vissi upp á mig sökina. En hún hafði hvorki sett upp á sér hárið né málað sig heldur stóð þarna hrá og fertug og berfætt og úrill fyrir framan sig. Geðvond kona verður í það minnsta að vera falleg. Ég áræddi ekki að nefna þetta en sagði þó ansi ósvífinn: "Ef þú hefur of lítið að gera þá ferðu bara að hugsa um að eiga fleiri börn. Og þá verður draslið og vesenið ennþá meira." Nú hló hún, það mátti hún eiga, en sagði síðan: "Láttu ekki eins og þú sért alltaf að gera eitthvað merkilegra en aðrir í þínum frítíma." - Þarna hitti hún á veikari blett en hún gerði sér grein fyrir. Hún gat ekki vitað að ég er aftur kominn með óbragð af sögunni og þykir hún bæði andlaus og endurtekningasöm. En það þýðir ekki annað en að vinna sig inn í galdurinn eins og maður hefur svo sem gert áður. Þegar við kvöddumst áðan sagði hún síðan: "Ertu að fara að gifta þig? Hvers vegna ertu í teinóttum jakkafötum?" - "Hvers vegna ekki?" svaraði ég. "Venjulegt fólk klæðir sig ekki svona að tilefnislausu", sagði hún. "Ég hef ekki áhuga á að vera eins og venjulegt fólk", svaraði ég nokkuð ungæðislega. En undir niðri veit ég að ég er alveg eins og aðrir. Common as muck. Það hafa bara allir sín tilbrigði.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skrambi góð færsla. Það var eitthvað líf í henni sem maður saknar hjá öðrum bloggurum. Raunveruleiki og bítandi sjálfsháð af bestu gerð. Satt að segja bráðfyndinn kafli. Það eru svona skráargöt inn í líf fólks sem maður sér of lítið af í netheimum. Og þó eru allir með dyrnar opnar upp á gátt. Ef skáldsagan er eitthvað lík þessu broti, þá er von á góðu.

5:36 e.h., febrúar 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábær færsla - við hjónin vorum bæði hrifin :)

5:41 e.h., febrúar 19, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þakka þér fyrir. Gallinn er sá að þennan neista vantar í skáldsöguna enn sem komið er.

5:42 e.h., febrúar 19, 2006  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Ég hvet þig eindregið til að eyða skáldsöguhandritinu og skrifa leikrit með samtölum ykkar Erlu.

6:14 e.h., febrúar 19, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Við getum byrjað á pistli. Sjáum hvað setur.

6:16 e.h., febrúar 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var stórskemmtileg færsla.

6:33 e.h., febrúar 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ér er mjög forvitinn að vita hvað þið eigið margar? þú talar um þetta að þú hafir: þvegið í óteljandi vélar.

Svo var konudagurinn í dag, kannski færir þú henni morgunmatinn og blöð í rúmið á hverjum morgni?
Þú átt greinilega góða konu.

Grátbroslega fyndið...eða!?
Er þetta kannski skáldskapur?!

9:06 e.h., febrúar 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mjög sammála. Með betri færlsum. Gaman þegar fólk er opiðskátt - í raun og veru nauðsynlegt fyrir gott blogg.

9:07 e.h., febrúar 19, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ALgerlega frábært Ágúst. Ég fékk svona vellíðunarhroll þegar ég las þetta. Svona þarf skáldsagan að vera. Hárbeitt, raunsönn, trúverðug, laða fram bros, krimt ...

12:32 f.h., febrúar 20, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er viturlega mælt, Hildur. En þetta er erfitt.

12:47 f.h., febrúar 20, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þetta var sannarlega góð lesning...

Og svo er ekki til neitt sem heitir „venjulegt fólk.“

3:08 e.h., febrúar 20, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:29 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:53 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home