Ég fór út í Gróttuvita í dag með hluta af stórfjölskyldunni. Þangað lá stríður straumur fólks. Ég er annars merkilega lítill náttúruunnandi, galli sem e.t.v. stendur mér fyrir þrifum, og hef lítið um ferðina að segja.
Í gær fór ég með Kjartan á æfingaleik KR og Grindavíkur (2-0) í Egilshöllinni. Ég man ekki almennilega eftir veturinn hversu slakur eða góður íslenskur fótbolti er og því finnst mér erfitt að meta KR-liðið eftir þennan leik. Mínir menn voru vissulega betri aðilinn en knattspyrnan var ekkert sérstök. Mér finnst eins og KR hafi ekki enn jafnað sig eftir brotthvarf Veigar Páls og þó að hann hafi verið framherji finnst mér alltaf eins og það skarð þurfi að fylla með betur spilandi miðjumanni en finnst í liðinu núna. Ég held að meiri varnartaktík myndi henta liðinu eins og það er samsett núna, en þó ber að hafa í huga að ég hef þrátt fyrir allt ekkert vit á fótbolta. Man hins vegar að Atli Eðvaldsson lét liðið pakka í vörn 1998 og vann út frá því. Árangurinn var eftirminnilegur.
Á Fálkagötunni áðan hitti ég Eirík Guðmundsson sem var að bóna bílinn sinn. Ég hafði orð á því að á 8. áratugnum hefði maður í hans stöðu ekki komist upp með slíka iðju. Hann samsinnti því en benti á að tímarnir væru breyttir. Um það vorum við sammála. Við ræddum síðan stuttlega um stjörnuþýðandann Rúnar Helga sem líklega fer að birtast reglulega í Séð og heyrt úr þessu.
Ég er enn dálítið hugsi yfir brotthvarfi DV. Þó að óneitanlega sé það léttir fyrir hinn almenna borgara að eiga ekki á hættu að lenda á forsíðu blaðsins vegna sjálfsfróunar eða þess að eiga í peningadeilum við einhvern þá minnist ég líka forsíðufrétta um handrukkara, svefnnauðgara og heimilishrotta, glæpa sem nú munu hugsanlega aftur liggja að mestu í þagnargildi.
7 Comments:
HA?!?!? Er DV hætt? Alveg hefur það þá farið framhjá mér... En "good riddance" segi ég nú bara ef sú er staðan.
Bara helgarblaðið hér eftir.
Verður helgarblaðið ekki bara stærra, og þá greint frá þessum glæpum án þess að slá þeim upp á forsíðu í æsifréttastíl? Það þætti mér mun faglegra og skemmtilegra.
Góður punktur. Það væri óskandi að bestu eiginleikar blaðsins héldu sér í helgarútgáfunni en þeir slæmu hyrfu.
Krossleggjum fingur.
jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet
pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max
Skrifa ummæli
<< Home