þriðjudagur, maí 16, 2006

Eyþór Arnalds er slyngur. Eftir að hafa komið sér í vægast sagt vonda og vandræðalega stöðu eru öll viðbrögð hans úthugsuð, skynsamleg og já, líklega heiðarleg. En mikið má hann samt vera ergilegur, maðurinn stefndi í að verða bæjarstjóri.

Það styttist heldur betur í München, við fljúgum til Friedrichshaven á laugardagsmorguninn (gaman verður að sjá þá borg) og tökum lestina þaðan samdægurs. Það er gott veður þarna eins og hér, bara hlýrra. Við hlökkum mikið til bæði enda skipar München sérstakan sess í ævisögu minni eins og ég hef áður greint frá. Erla kvíðir hins vegar líka fyrir fluginu. Það geri ég nú ekki enda flughræðsla mér óskiljanleg rétt eins og ofátssýki er henni óskiljanleg.

Mig langar síðan að fara til Bonn eða Ulm í júlí og sá The Who live! en það er dálítið erfitt að fá fararleyfi, ekki síst þar sem ég hef tekið illa í landsbyggðarferð í júlí eða ágúst vegna þess að ég hef möguleika á að klára bókina fyrir haustið ef ég held mig að verki.

18 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hann Eyþór já. Eins og pabbi minn orðaði það einu sinni: Það detta allir á rassgatið einhverntímann. Þá er bara að standa upp.

St.

1:39 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Thad er Kennedybragur a honum Eythori. Skynsamleg vidbrogd hja honum midad vid adstædur, hræddur um ad margir karlmenn a hans reki eigi vid sama vandamal ad strida.

2:16 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

41 árs gamall maður sem ekur fullur á ljósastaur og fær fulla kærustu sína til að taka við stýrinu þegar þau stinga af á ekkert erindi í bæjarstjórastól. Þannig draumar eru sennilega einnig afleiðing ofdrykkju og skertrar dómgreindar.

2:23 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta ekki full mikil dómharka? Hver er með fullu viti fullur?

St.

2:54 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er allt í lagi þótt menn brjóti af sér, svo fremi að þeir skaði engan. En ef þeir komast ekki upp með það geta þeir sjálfum sér um kennt.

2:55 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Æi, Ágúst, maður lýsir ekki yfir aðdáun á svona skítseiðum opinberlega. Ekki frekar en maður reynir að verja gjörðir þeirra.

Lastu yfirlýsinguna hans? Hún var svo illa stíluð og illa orðuð að það var hörmung á að heyra. Og ekki var innihaldið betra - "Ægilega leiðinlegt að hafa náðst."

Lýsir því svo yfir að hann ætli í meðferð. Phta. Þetta eru eitthvað svo amerísk viðbrögð - að ætla að laga ímyndina með því að fara opinberlega í meðferð. Er svo ekki sagt að það eina sem geti fengið menn til að hætta að drekka sé að þeir ákveði það sjálfir að þeir vilji það? Þetta er bara ímyndarútspil. Og frekar klúðurslegt sem slíkt.

Þessi "lausn" sem flokksforystan býður upp á er líka hræðilega ódýr. Ætla að taka hann úr umferð í kosningabaráttunni svo að fólk þurfi ekki að vera minnt á að það er að kjósa hann og svo kemur hann og tekur sæti að þessu loknu! Guðminngóður, þetta lið er algjörlega siðblint.

Og St.? Eyþór er búinn að vera á rassinum árum saman.

Lalage

2:56 e.h., maí 16, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er vissulega götótt, Lalage, en það mun virka. Sannaðu til.

2:58 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Einmitt, það mun virka. Sem segir mest um íslensku þjóðina...

3:13 e.h., maí 16, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Og þess vegna segi ég að hann sé slyngur.

3:17 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Lalage. Það detta allir á rassgatið einhvern tímann. Það er almenna reglan. Ef ég ætla að fara að úttala mig um fólk - nafngreinda einstaklinga - þá geri ég það undir nafni.

St.

3:43 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi, segðu okkur meira um þessa ferð þína til Þýskalands og minna um Eyþór.

4:04 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Detta á rassgatið já... En það á við um mistök. Ölvunarakstur er heimska. (Tek það fram að ég hef sjálfur verið tekinn við ölvunarakstur, og lít á það sem heimsku af minni hálfu, ekkert annað).

4:25 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ölvunarakstur er annað og meira en heimska.

En er eitthvað ,,amerískt'' við það að menn ætli sér að setja stopp við eigin drykkju, eftir að vera búinn að fokka upp rækilega eigin framtíðarplönum og markmiðum í lífinu sökum drykkju?

Tja, ef að hremmingar Eyþórs fá hann ekki til að vilja hætta að drekka, hvað þá?

Að segja að ,,þetta lið'' sé algjörlega siðblint er síðan bara brandari! Það eru kosningar eftir tvær vikur og þá getur fólk kosið eitthvað annað, en sleppt þessu helvítis væli og skítkasti útum allt.

Kiddi

6:08 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Einmitt, hann staðnæmist ekki og iðrast fyrr en athæfið skaðar hann sjálfan. Það heitir sjálfsvorkun en ekki iðrun.

7:27 e.h., maí 16, 2006  
Blogger Magnús said...

Slyngur en heiðarlegur. Bráðskemmtilegt kombó það.

11:27 e.h., maí 16, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Eyvindur. Fyrir utan það að vera hörmuleg geta mistök verið herfileg, heimskuleg eða herfilega heimskuleg.

St.

12:17 e.h., maí 17, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:31 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:07 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home