sunnudagur, júní 04, 2006

Bankarán

Á fimmtudagskvöldið ætlaði ég að taka út peninga úr hraðbanka. Allt ferlið var með eðlilegum hætti allt þar til eftir tilmælin: Taktu peningana þína. - Það komu engir peningar og eftir töluverða bið kom upp melding um bilun í kerfinu.

Stuttu síðar tékkaði ég á einkabankanum á netinu og þar kom færslan ekki fram. Mér var létt.

En í dag kom hins vegar í ljós að færslan hafði skráðst daginn eftir. Í augnablikinu er ég því 20 þúsund krónum fátækari, þ.e. reikningurinn sýnir úttekt á peningum sem ég hef aldrei fengið.

Aldrei hefur mig órað fyrir því að ekki væri hægt að treysta hraðbönkum á Íslandi.

Ég þarf því að hringja í þjónustuverið á þriðjudaginn og fá botn í málið.

Hefur einhver lent í viðlíka? Getur einhver ráðið í framhaldið?

24 Comments:

Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég spái því reyndar að þetta leiðréttist af sjálfu sér þegar umræddur hraðbanki er gerður upp. Engu að síður finnst mér að þetta eigi ekki að geta gerst. - Hvað ef í hlut ætti túristi sem væri staddur hérna í nokkra daga? Er ekki hægt að fyrirbyggja svona?

2:30 f.h., júní 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

4:30 e.h., júní 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

6:40 e.h., júní 05, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég vil bara fá praktísk svör hérna, ekki bull eða fílósóferingar. Þetta er þannig færsla og þannig spurning.

6:47 e.h., júní 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki allt filmað ? Annars er þetta galli kerfinu hjá þeim.

7:02 e.h., júní 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða pirringur er þetta Gústi?

7:14 e.h., júní 05, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ef þetta er filmað þá sýnir vélin að ég fór ekki burt með neina peninga. En ég treysti frekar á uppgjör kassans, það á ekki að stemma. En eins og ég ýja að, þá hef ég engar rosalegar persónulegar áhyggjur af þessu, mér finnst bara að þetta eigi ekki að geta skeð. Hvað ef ég væri túristi? Hvað ef ég væri tvítugur námsmaður og þetta hefðu verið einu peningarnir mínir?

7:58 e.h., júní 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Praktískt svar: Ekki treysta á hraðbanka! Enn og aftur sannar gamla aðferðin gildi sitt: Það jafnast ekkert á við gamaldags stimpil frá gjaldkera af holdi og blóði.

Bara orðið eitt og sér: Hraðbanki. Vekur það öryggiskennd? Mér dettur a.m.k. bara í hug eitthvað fum og fát - og svona helvítis klúður sem þú ert að lýsa.

St.

11:30 e.h., júní 05, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gott og vel. En svona hefur aldrei komið fyrir mig áður, í 10 ár.

11:31 e.h., júní 05, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég lenti í svipuðu dæmi fyrir mörgum árum í London. Skömmu áður en ég fór út var veskinu mínu stolið með kortum og öllu saman. Ég tilkynnti það og fékk nýtt kort með hraði. En fyrir einhver leiðindamistök var nýja kortið með sama númeri og það gamla. Og hvað þýddi það svo aftur? Ég í fyrstu búðinni í London og kortið mitt er klippt í sundur fyrir framan nefið á mér.

St.

11:40 e.h., júní 05, 2006  
Blogger bjarney said...

Bara að hringja (í rólegheitum og engan æsing) strax í fyrramálið í bankann og þessu verður eflaust kippt í liðinn. Ég hef lent í alls konar veseni í hraðbönkum og það hefur alltaf reddast.

1:02 f.h., júní 06, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, takk, gott að heyra. Nei, engan æsing, ég er alltaf mjög ljúfur í síma, annað en á prenti.

1:05 f.h., júní 06, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, gott að þetta er kunnuglegt. Skrýtið að færslan skyldi ekki koma fram fyrr en daginn eftir, það var hins vegar síðasti verkdagurinn fram að þessu. - Leitt með Skagamennina, ég fíla ekki að hafa þá á botninum.

1:54 f.h., júní 06, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Við Óli öskrum bara í kór: "Koma þessum helvítis boltum inn í teig!"

Ég er búinn að hringja og málið komið í athugun.

12:47 e.h., júní 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannski ætti Óli að öskra minna.

3:45 e.h., júní 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Er hægt ad tala um bankaran thegar madur er rændur af banka ?

5:25 e.h., júní 06, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þegar maður vill skrifa góðar fyrirsagnir er eitt gott ráð að snúa út úr hefðbundinni merkingu orða og orðasambanda.

5:27 e.h., júní 06, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikid rett.

5:32 e.h., júní 06, 2006  
Blogger HTB said...

Akkúrat það gagnstæða gerðist hjá mér. Ég fór í hraðbanka og bað um 10.000 kr., tók svo kortið en gleymdi alveg að taka peningana! Ég fattaði hvað gerðist eftir 5 mín. eða svo en þá voru peningarnir farnir. Ég hafði samband við bankann og mér var sagt að ef peningarnir eru ekki teknir eftir 30 sek. gleypir vélin aftir við þá og reikningurinn er lagfærður í vikulok þegar kassinn er gerður upp.

1:33 e.h., júní 10, 2006  
Blogger HTB said...

Akkúrat það gagnstæða gerðist hjá mér. Ég fór í hraðbanka og bað um 10.000 kr., tók svo kortið en gleymdi alveg að taka peningana! Ég fattaði hvað gerðist eftir 5 mín. eða svo en þá voru peningarnir farnir. Ég hafði samband við bankann og mér var sagt að ef peningarnir eru ekki teknir eftir 30 sek. gleypir vélin aftir við þá og reikningurinn er lagfærður í vikulok þegar kassinn er gerður upp.

1:34 e.h., júní 10, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:32 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:56 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger yanmaneee said...

birkin bag
steph curry shoes
curry 6 shoes
balenciaga
giannis antetokounmpo shoes
yeezy boost 350 v2
bape hoodie
supreme hoodie
off white
kobe shoes

1:33 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home