sunnudagur, júní 11, 2006

Ég á 12 ára brúðkaupsafmæli í dag, sunnudag. Er það ekki silki? Við giftum okkur 11. júní 1994 í Neskirkju (Sr. Frank Halldórsson) og veislan var í Skólabæ við Tjarnagötu. Erla var mjög falleg þennan dag og við vorum ung, það sést á myndunum. Ég var 32 ára. Freyja var komin í magann á Erlu en það sá ekki á henni. Ég var innan við 95 kíló. - KR vann bikarinn þetta sumar undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Í hálfleik, í bikarúrslitaleiknum (KR-Grindavík 2-0) stóð ég fyrir uppákomu, vítaspyrnukeppni á vegum símaþjónustu sem ég stóð að. Keppnin var algjör katastrófa og það tókst ekki einu sinni að klára hana. - Þetta sumar reyndum við árangurslaust að taka þátt í 50 ára lýðveldisafmælinu á Þingvöllum en snerum til baka eftir langa bið í bílalest. Mér tókst hins vegar að koma smásögu inn í smásagnakeppni sem útvarpið stóð fyrir í tilefni afmælisins. - Ég vann niðri í Miðlun við Ægisgötu, Erla vann í gamla símahúsinu við Austurvöll. Við vorum ung og spræk og erum það eiginlega ennþá. Þetta líf er stanslaus leið upp á við. - Ég var ennþá nánast óþekktur, hafði varla gefið út bækur og ekki skrifað svona mikið af greinum, þannig að það hefur breyst töluvert. - Þetta sumar var líka HM, í Bandaríkjunum. Brasilía varð heimsmeistari, Þýskaland datt úr í 8-liða úrlitum. Þeir höfðu reyndar titil að verja.

12 ár. Mér finnst eins og þau séu sirka fimm.

Mestu munar að eiga börnin. Ekki slefandi handóða óvita sem halda fyrir manni vöku, heldur stóra og skemmtilega krakka.

8 Comments:

Blogger Gunnsan said...

Til hamingju með daginn bæði tvö. 12 ár, jú það er slatti. En hvað má ég þá segja. 28 ár. Er sko ekki alveg að fatta þetta. Börnin að verða eldri en ég sjálf.
Kveðja Gunna Didda....

3:05 f.h., júní 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvers eðlis var sú símaþjónusta?

1:07 e.h., júní 11, 2006  
Blogger Ljúfa said...

Til hamingju með daginn!

8:15 e.h., júní 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn! Mitt brúðkaupsafmæli er á morgun, 12. júní, og árin orðin tvö :)

11:17 e.h., júní 11, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þakka kveðjurnar og til hamingju, Lalage. Já, 28 ár er ansi mikið, Gunna, en við höfum reyndar verið í sambúð í 20 sem er slatti.

12:54 f.h., júní 12, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þökk, herra.

12:41 e.h., júní 12, 2006  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:57 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:07 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home