fimmtudagur, júlí 27, 2006

Ég er að verða búinn með fyrsta hluta af þremur í bókinni margnefndu. Þá er ég að meina allt að því útgáfuhæfa versjón. Þessi bókarhluti gæti staðið sjálfstætt sem löng smásaga en það mun tæplega geta átt við um hina hlutana tvo. Í einhverjum skilningi er ég því að verða búinn með tæplega 15000 orða smásögu, fyrstu velheppnuðu söguna sem ég hef skrifað síðan ég kláraði síðustu bók fyrir tveimur árum. Ég held að hinir tveir hlutarnir verði styttri þannig að ekki verður þetta löng bók og stóð aldrei til.

Ég var búinn að semja alla bókina einu sinni en sú útgáfa var rosalega misheppnuð. Það var samt nauðsynlegt að skrifa hana. Ég endursamdi líka helminginn af þeim hluta en það var líka misheppnað. Það var ekki fyrr en ég hætti að segja frá aðalpersónunum til skiptis eins og tíðkast venjulega í skáldsögum, klauf þetta sundur í þrjá hluta að hætti smásagnahöfundarins, sem þetta fór að ganga vel. En þetta er samt skáldsaga, engum mun finnast þetta vera smásagnasafn. Þetta tengist allt saman.

Ég vinn þetta rosalega hægt. En jafnt og þétt. Þetta verður að vera þannig. Það er búið að taka mig frá páskum að hnoða þessu saman. Ég byrjaði á þessari versjón þá. En ég hef líka verið að gera svo margt annað á meðan, t.d. horfa á HM, vinna á auglýsingastofu, blogga og hengja upp úr þvottavélinni.

Lengsta sagan í síðustu bókinni minni heitir Eftir sumarhúsið. Ég var allt sumarið 2003 að skrifa hana og fram á haust, samtals 4 mánuði. Samt er hún aðeins rúmlega 8000 orð. Stundum hef ég hins vegar verið fljótur, Fyrsti dagur fjórðu viku sem birtist í ensku bókinni í haust, tók að mig minnir bara nokkra daga að semja.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú þarft að fá þér eina af þessum þvottavélum sem hengir þvottinn út sjálf.

10:49 e.h., júlí 27, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Um leið og þú kemur inn eftir skokkið áttu að setjast niður og skrifa.
Ekki fara í bað strax. Ekki hengja upp þvottinn...

11:49 e.h., júlí 27, 2006  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Jú, auðvitað á hann að hengja upp þvottinn. Það skrifar enginn neitt sem lifir ekki neitt.

1:12 e.h., júlí 28, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Vel mælt, herra.

1:14 e.h., júlí 28, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér skilst á ævisögu Halldórs Laxness að hann hafi ekki gert nokkuð skapaðan hlut heima hjá sér og það virðist ekki hafa spillt fyrir honum amk.

6:45 e.h., júlí 28, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jæja, "svona gerði Laxness"-kommentið komið og þá er þessi kommentasyrpa fullkomnuð.

7:04 e.h., júlí 28, 2006  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Já, og svo er auðvitað Stephen Hawking. Hann gerir aldrei neitt, og hefur samt skrifað bestseller.

7:25 e.h., júlí 28, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

1:34 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

1:59 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

2:16 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home