sunnudagur, ágúst 06, 2006

KR og Laugardalsvöllurinn

(Dálítill hvatningarpistill sem einnig er birtur á krreykjavik.is)

Laugardalsvöllurinn hefur oft verið kallaður annar heimavöllur okkar KR-inga. Ástæðan eru margir glæstir sigrar sem unnist hafa á þessum velli á síðustu 10-12 árum. Hæst ber þar 4-0 sigurinn gegn Víkingum árið 1999 sem tryggði okkur langþráðan Íslandsmeistaratitil og síðan bikarúrslitaleikirnir 1994, 1995 og 1999, sem allir unnust. Einnig hefur okkur KR-ingum almennt gengið afskaplega vel á síðustu árum á Laugardalsvellinum gegn þeim liðum sem hafa átt völlinn að heimavelli hverju sinni. Til dæmis hafa unnist margir góðir sigrar gegn Fram og Þrótti og sumir þessara leikja verið frábærlega skemmtilegir. Eftirminnilegastur þeirra er mér 4-2 leikurinn gegn Fram árið 2002 þegar KR-liðið átti í tvísýnu einvígi við Fylki um Íslandsmeistaratitilinn. KR-ingum líður vel á Laugardalsvellinum og við höfum líka verið svo klókir að tala upp þennan bónus sem við teljum völlinn vera okkur og þar með fest hann í sessi í vitundinni sem hagstæðan völl.

Þessi orð eru skrifuð nokkrum vikum fyrir undanúrslitaleik okkar í bikarkeppninni gegn Þrótti, en sá leikur fer einmitt fram á Laugardalsvellinum, eins og menn vita. Takist okkur vel upp í þeim leik bíður okkar bikarúrslitaleikur á þessum sama kæra velli. Eftir nokkuð magra tíð undanfarið eygjum við möguleika á fyrsta stóra titlinum í þrjú ár. Þá er tilvalið að minna okkur á að Laugardalsvöllurinn er "okkar" völlur, rétt eins og KR-völlurinn sjálfur, og sanna það fyrir sjálfum okkur og öðrum með góðri frammistöðu í bikarbaráttunni, jafnt leikmanna sem stuðningsmanna.

Miðvikudaginn 9. ágúst tökum við hins vegar á móti Keflvíkingum á KR-velli, andstæðingi sem hefur verið okkur erfiður undanfarin ár. Núna er rétti tímapunkturinn til að sýna það með eftirminnilegum hætti að Keflvíkingar eru síður en svo ósigrandi. Sigur í þessum leik stóreykur möguleika okkar á góðu sæti í deildinni, en ekki síður er vert að hafa í huga að þessi tvö lið gætu hæglega mæst í úrslitaleik bikarkeppninnar. Þá yrði gott að vera búnir að snúa við blaðinu gegn Keflavík.

ÁBS

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vantar væntanlega "vel" á milli "afskaplega" og "á" í 6. línu.

3:49 f.h., ágúst 07, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Æ, já, takk.

4:02 f.h., ágúst 07, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:54 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:37 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:47 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home