sunnudagur, september 10, 2006

Við reynum að búa okkur til kreppur fyrst engin alvöru vandamál herja á okkur. Staðreyndin er sú að Erla er ekki fullkomlega ánægð á Tómasarhaganum. Sjálfur verð ég að viðurkenna að af vinum okkar eigum við ljótasta heimilið. Hjá öðrum er meira pláss og allt er nýrra og ferskara. Við reifuðum þetta í heimsókn í gær og Erla sagði eitthvað á þessa leið: Ég vil hafa minn eigin garð, ég er bara sveitastelpa og náttúrubarn og vil geta gengið út á morgnana og haft gras undir fótunum. - Ég ranghvolfdi í mér augunum en svo fékk ég móral.

Fyrir utan einkagarðleysið eru barnaherbergin mjög lítil og eldra barnið er farið að kvarta daglega undan þrengslum. Og af því við höfum aldrei ákveðið hvort við ætlum að búa þarna um ókomna framtíð eða ekki þá gerum við ekkert fyrir húsnæðið. Eldhúsinnréttingin er gömul og allar hurðir sjúskaðar og ljótar. Gólfin eru fín, baðherbergi nýlegt, rafmagnið gamalt að hluta.

Lítið mál væri að kljúfa raðhús eða lítið einbýli í viðbjóðslegum hverfum (engin nöfn nefnd) eða stöðum sem eru of langt í burtu (Hafnarfjörður). Hvorki ég né Freyja gætum hugsað okkur að flytja svo langt frá núverandi heimahögum og Erla áttar sig á því að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur þegar enginn Ægissíðustígur er í augsýn. Í mínum huga koma nokkur önnur hverfi en Vesturbærinn til greina en þau hverfi eru eiginlega alveg jafndýr. Ég er t.d. mjög hrifinn af Seltjarnarnesinu, ekki er mikið úrval af hæfilega litlu húsnæði þar, en þó eitthvað.

Við náðum ágætri lendingu í morgun: að stefna á rað, par eða lítið einbýli eftir sirka þrjú ár. Þá væri ákveðnum sparnaðarmarkmiðum náð og í versta falli gætum við endað á því að skulda 20 milljónir eða þar um bil. Síðan er að reikna hvað þetta þýddi mikla greiðslubyrði.

Altént er málið komið í hægan en öruggan farveg. Ég átti frumkvæðið að því að höggva á hnútinn og kaupa mér frið. Allt var þetta þó sagt í einlægni og ég minnti hana á að tvisvar áður hefðum við haft sambærileg markmið, tekið höndum saman og allt lukkast vel: Fálkagatan og Tómasarhaginn.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tekur kannski út þessa fallegu lýsingu á húsnæðinu áður en þú setur það á sölu...

12:29 f.h., september 11, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, þetta væri svona ofurrealísk fasteignaauglýsing - eitthvað sem ég held að sé ekkert að komast í tísku.

12:34 f.h., september 11, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég er svona sannfærður Vesturbæingur eins og þú (ól manninn fyrstu árin á Tómasarhaga og svo á melunum), og var að kaupa mína fyrstu íbúð bara í fyrradag. Hún er í Ofanleiti (103) og ég er ótrúlega hamingjusöm. Mjög stutt á Ægissíðustíginn, verslanir í göngufæri og húsið er meira að segja yngra en foreldrar mínir, sem er ekki á hverju strái í Vesturbænum. Og maður sér ekki einu sinni Kringluna, þó að hún sé í næsta húsi.

Svo það eru allskonar möguleikar í stöðunni :) Gangi ykkur vel með þetta!

11:47 f.h., september 16, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Innilega og hjartanlega til hamingju með íbúðina. - Mér finnst reyndar Kringlan fín - allt frá því Smáralind varð til. Þá lærði ég að meta hana.

12:55 f.h., september 17, 2006  
Blogger Kristin Bjorg said...

Mæli með Vogahverfinu - íbúðir og hús af öllum stærðum og gerðum og mikil verðursæld

2:27 e.h., september 18, 2006  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

2:55 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:38 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:48 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home