föstudagur, desember 29, 2006

Framhald af bókmenntapexi

Þegar og ef sænska akademían verður farin að hugsa eins og aðrir sem fjalla um bókmenntir, eins og almenningur, í stíl við umfang fjölmiðlaumfjöllunar um bókmenntir og eins og sumar aðrar verðlaunanefndir, má búast við eftirtöldum Nóbelsverðlaunahöfum í bókmenntum:

Dan Brown
Stephen King
Hari Murakami
Paulo Cohello
Ian McEwan
JK Rawlings

Einhverjir á þessum lista ættu verðlaunin hugsanlega skilið. En hvað þætti raunverulega bókmenntafólki um að listi næstu ára yrði nákvæmlega svona?

Í mjög mörgum tilvikum kannast fáir við Nóbelsverðlaunahafa áður en þeir eru tilnefndir. Þeir hljóta sumir heimsfrægð í kjölfarið og flestum sem kynnast verkum þeirra þykir tilnefningin þá verðskulduð. - Hver vissi um Halldór Laxness áður en hann fékk verðlaunin?

21 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Allir íslendingar vissu um Halldór fyrir 1955 og ef til vill fleiri,

9:45 e.h., desember 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er örugglega undantekning fremur en regla að óþekktir menn fái Nóbel.

9:46 e.h., desember 29, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er athyglisvert: Raunverulegt bókmenntafólk. Hvernig er hægt að skilgreina svona nokkuð?

11:26 e.h., desember 29, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þá ertu bara að hártoga hver er þekktur. Sjaldgæft er t.d. að jafnþekktir höfundar og ég lista upp hér, og því síður jafnvinsælir, fá nóbelinn. - Já, auðvitað var Laxness þjóðþekktur á Íslandi, ég var ekki að tala um það - en hann var aldrei og verður aldrei jafnfrægur og höfundarnir á þessum lista.

1:03 f.h., desember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Raunverulegt bókmenntafólk, ho ho ho.

1:47 f.h., desember 30, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jájá, helvítis montprikið og allt það - En í alvöru, það hlýtur einhver að skilja hvað ég er að fara og geta lagt orð í belg á þeim grunni?

1:50 f.h., desember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er listi þeirra sem líta annað slagið upp frá sjónvarpinu og grípa bók til að drepa tímann fram að næsta raunveruleikaþætti eða til að sofna út frá.

2:08 f.h., desember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Spurning hvort það er ekki svipað afrek hjá rithöfundi sem verður mjög vinsæll meðal almennings og selur í tonnavís og þeim rithöfundi sem verður vinsæll meðal raunverulegs bókmenntafólks. kv. Anna

2:40 f.h., desember 30, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jújú, það er spurning. Það sem ég er hins vegar að víkja að er að ég held að þróunin sé sú að höfundar þurfi að verða vinsældir og metseldir til að njóta viðurkenningar. Og á endanum geti sú tilhneiging orðið ráðandi í akademíunni.

2:43 f.h., desember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Svipar þessu ekki dáldið til sumra tilnefninganna til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna síðustu ár. Þar hafa fáránlegar bækur verið tilnefndar en litið fram hjá betri en ef til vill minna lesnum bókum.

Kveðja BÞG

10:09 f.h., desember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég átta mig ekki á hugmyndum þínum um vinsældir og viðurkenningu. Í fljótu bragði virðist þú bæði vilja eiga kökuna og éta hana: vera virtur og viðurkenndur af "raunverulegu bókmenntafólki" og jafnframt selja pöpplinum bækur í massavís.

Einhvern veginn minnir þetta mig á sögu af manni sem eitt sinn hlaut viðurkennningu fjöldans. Hann hafði alla daga litlar mætur á fólki almennt og spurði því í forundran: Hver er upphefðin?

Taka annan pólinn í hæðina ...

12:36 e.h., desember 30, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvað veist þú um hvað ég vil? Ég er ekkert að tala um sjálfan mig.

4:54 e.h., desember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu ekki að tala um rithöfunda? Ég hélt þú værir rithöfundur.

5:13 e.h., desember 30, 2006  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, en ég er að reyna að ræða málin óháð minni persónu. Um daginn gaf ég t.d. lítið fyrir bókaverðlaun bókaverslana, ekki var ég að mótmæla því að hafa ekki verið verðlaunaður sjálfur enda ekki að gefa út bók.

5:15 e.h., desember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Verð að viðurkenna að ég skil ekki vandamálið. Held að "raunverulegu bókmenntafólki" sé skítsama um það hvernig þessi eða hinn listinn lítur út. Held að "raunverulegt bókmenntafólk" lesi bara það sem því líkar í raun.

5:55 e.h., desember 30, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að þú hafir bæði ýmislegt fyrir þér, Ágúst, en sért um leið kannski að einfalda þetta um of. Vinsældakosning held ég að Nóbellinn verði aldrei (Guð forði okkur allavega frá því). Hins vegar þætti mér ekkert ólíklegt að poppaðri höfundar gætu byrjað að fá verðlaunin. Þá grunar mig þó að þar yrði litið til verka hans fremur en sölutalna. Ég sé bara ekki hvers vegna í ósköpunum nefndin ætti að fara að haga vali sínu eftir sölutölum.

Þá má skoða hitt, að þessir höfundar sem þú nefnir eru kannski á einhverjum poppstatus núna, en það gæti vel breyst. Margir höfundar sem hafa byrjað sem hálfgerðir popphöfundar hafa síðar hlotið mun hærri status, til að mynda Mark Twain og Charles Dickens. Ég sé reyndar King sífellt oftar líkt við Charles Dickens, einhverra hluta vegna.

Ég held að þegar fram líða stundir muni einhverjir þessara höfunda sem þú telur upp, eða einhverjir í sömu kreðsum, standa uppi með Nóbelsverðlaun í höndunum. En það held ég að þurfi ekki að vera af hinu slæma, og alls ekki að þýða að standard bókmenntaakademíunnar sé að lækka. Frekar að hann sé að aðlagast breyttum tímum, og hættur að útiloka hluti sem tilheyra þessum og þessum bókmenntagreinum.

4:16 e.h., desember 31, 2006  
Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Það er kannski ágætt í þessu sambandi að rifja upp að það varð einmitt allt brjálað þegar John Steinbeck fékk verðlaunin - enda metsöluhöfundur.

5:29 e.h., janúar 02, 2007  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara heimskulegt komment en um leið tongue-in-cheek: hver er þessi JK Rawlings? Þekki þennan höfund ekki :)

Hvað um það, athyglisverð umræða. Sammála Eyvindi Karlssyni í aðalatriðum.

11:10 f.h., janúar 03, 2007  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Harry Potter

11:19 f.h., janúar 03, 2007  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:41 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:51 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home