miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Talið við Viggó aftur

Við vorum að kryfja handboltavandann, ég og vinnufélagi, og eftir að hafa farið hringinn var niðurstaðan óhjákvæmileg: Það eru bara tveir Íslendingar hæfir til að þjálfa landsliðið, Viggó Sigurðsson og Alfreð Gíslason. Þetta eru bestu íslensku handboltaþjálfararnir enda búnir að sanna sig í bestu deild í heimi, í Mekka handboltalands, Þýskalandi, þar sem sterkustu liðin spila og nýkrýndir heimsmeistarar búa.

Gott og vel. Viggó sagði starfinu lausu. Viggó er skapstór. Hann lenti illa í pressunni sem hamaðist alltof mikið í honum og blés upp einhver ómerkileg atvik.

Skapstærð Viggós hefur án nokkurs vafa nýst landsliðinu vel og æst það upp. Hann tók við liðinu á hárréttum tíma og hleypti nýjum mönnum að.

Viggó er á lausu. Talið við hann aftur. Hann er ekki gallalaus en hann er besti kosturinn ef Alfreð hættir.

Ef ekki - finnið þá útlending. Hvað er Bengt Johannsson að gera? Eða Mats Olson? - Ég er hrifnastur af Svíum og Þjóðverjum hvað handbolta snertir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home