sunnudagur, maí 25, 2008

Útbreiðsla garðsláttar

Bjarni Felixsson á rétt á garðslætti unglinga frá Reykjavíkurborg tvisvar á sumri. Hann fær fyrri sláttinn 11. júní. Spretta hefur verið mikil það sem af er vori og garðurinn er orðinn kafloðinn. Bjarni lætur sig dreyma um að "skáldið" eins og hann kallar nábúa sinn, dröslist eins og einu sinni út í garð með sláttuvélina áður en táningarnir koma. Hann nefnir þetta ekki við neinn en sendir þessar hugsanir milli hæða á Tómasarhaga 39.

ÁBS vaknar á sunnudagsmorgni með sólina glampandi á glugganum. Hann hefur vilyrði um að fá daginn fyrir sig enda eyddi fjölskyldan laugardeginum saman. Erla á ekki von á öðru en hann stígi á hjólið löngu fyrir hádegi og steðji upp á Hlemm. Hann heyrir á morgunspjall mæðginanna inni í eldhúsi:

Erla: Jæja, Kjartan minn. Hvað eigum við að gera saman í dag?
Kjartan: Ekki neitt.
Erla: Ég var að hugsa um að við gætum farið saman í sund.
Kjartan: Ég vil bara fara í sund ef við tökum einhvern vin minn með.
Erla: En mig langar til að vera ein með þér í sundi.
Kjartan: Þögn.

Aumingja Erla. Hún er alin upp í stórri fjölskyldu í litlu þorpi. Hún elskar löng fjölskylduboð. En hún býr með þremur egóistum og einstaklingshyggjumanneskjum.

ÁBS hugsar með sér uppi í rúminu að þessi dagur sé langur. Honum liggur ekki lífið á að fara burtu. Hann er auk þess jafnvel að hugsa um að sleppa leiknum í Hafnarfirði í kvöld og spara þar með mikinn tíma. Hvernig væri að byrja á því að slá helvítis garðinn svo það sé frá?

Ekki löngu síðar eru allir nema Freyja komnir út í garð. Og flestir nágrannarnir eru líka úti í garði. Sláttuvélin drepur á sér og ég kem henni ekki í gang aftur fyrr en Ingimar í nr. 41 segir mér að setja gúmmíhettuna fyrir kertið framan á en hettan dettur alltaf af þegar ég þjösnast með vélina í kafgresinu upp við grindverkið.

Erla byrjar að raka, þess á milli fer hún í sólbað ofan á trampólíninu því Kjartan og Egill vinur hans, sem þar hoppuðu rétt áðan, hafa hafa stolist inn í hús til að stela kexkökum eða fara í tölvuleik.

Maraþonhlauparinn í nr. 37 (þau hjónin skokka 30 kílómetra þá daga sem við Erla förum 8) ræsir sína sláttuvél, sem hann var að enda við að festa kaup á. Hann játar fyrir mér að hljóðið í minni sláttuvél hafi ýtt við honum. Hinn húðlati ÁBS hefur með öðrum orðum fengið nágrannann ekki bara til að slá garðinn heldur út í búð til að kaupa spánnýja sláttuvél. Tvö húsnúmer deila garði maraþonhlauparans og hann er orðinn leiður á því að slá einn allan garðinn. Hann slær því nákvæmlega bara helminginn og skilin milli loðna hlutans og hins nýslegna hljóta að virka verulega vandræðaleg á nágrannana. Nema þeim sé sama.

Annars er líf í flestum görðum. Börn að leik, konur að grafa mold upp úr beðum. Fallegur dagur í yndislegasta landi í heimi sem svo sannarlega hefur burði til að taka á móti mörgum flóttamönnum og greiða götu þeirra. Veita umkomulausum dálitla hlutdeild í þessum gæðum.

Danska fjölskyldan (ekki flóttamenn) í nr. 37 gefur sig á tal við mig. Þau voru í Stykkishólmi í gær og snæddu þar við höfnina. Þau fara til Danmerkur aftur fljótlega eftir sirka ársdvöl hér og eru yfir sig hrifin af Íslandi. Ég sagði þeim að Danmörk hefði gefið Íslandi 12 stig í Evróvisjón í gær og Ísland gefið Danmörku 12 stig. Þau höfðu ekki hugmynd að "kjánalega vísnakeppnin" hefði verið haldin í gærkvöld. Það segir nokkuð um keppnina að Frakkar séu farnir að syngja á ensku og Þjóðverjar, sú mikla músíkþjóð, geti ekki dröslast til að senda þangað fólk sem heldur lagi. Vonlaust stelpubandið þeirra var rammfalskt og lagið marflatt. Okkar fólk stóð sig frábærlega enda niðurstaðan 14. sæti af samtals 43 þjóðum, ef við tökum með þá keppendur sem unnu sér ekki sæti í úrslitum. Ég hef ekki áhuga á þessari tónlist en ég styð fagmennsku og við eigum að halda áfram að senda fagfólk í þessa keppni ef við viljum á annað borð taka þátt, en ekki niðurlægja okkur með aulafyndni. Látum aðra um það.

Upp úr klukkan eitt var Erla komin í símann og þar með hlaut ég að vera kominn í frí enda fyrir löngu búinn að klára garðsláttinn. Símtöl hennar geta tekið nokkrar klukkustundir. Um tvöleytið var hún a.m.k. enn í símanum og þá fór ég á hjólið, tölvutaskan á öxlinni, flauelsjakki, gallabuxur númer 38, stuttermaskyrta, órakað miðaldra smetti; og svo hjólað af stað.

Hvernig væri þá að reyna að skrifa eitthvað og hætta þessu bloggbulli?

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bjarni hlýtur að hugsa hlýlega til þín núna

7:54 e.h., maí 25, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Satt er það. Hann er búinn að koma því til skila.

8:02 e.h., maí 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Falleg lýsing. Minnir eilítið á kafla í Kyrrðardögum í Clichy eftir Henry Miller, að frátaldri umfjöllun um kynlíf og eiturlyfjanotkun....

Hermann

3:03 e.h., júní 01, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það sem lyftir færslunni upp er, held ég, hvernig ég byrja hana. Í stað þess að skrifa: "Ég sló garðinn í dag" eins og hefði verið eðlilegt og hefðbundið í bloggi, byrja ég frásögnina af réttindum Bjarna Fel., þar með er kominn einhver ryþmi, einhver músík sem ég get ekki skilgreint, en ég dansaði eftir þessu hljómfalli út færsluna.

3:26 e.h., júní 01, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Snarvirkaði.

Hermann

4:34 e.h., júní 02, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:06 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:44 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:54 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
canada goose uk
cheap jordan shoes
salomon
ralph lauren outlet
polo ralph lauren
ray ban eyeglasses
coach factory outlet
canada goose jackets
oakley sunglasses wholesale
pandora

4:41 f.h., júlí 17, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home