mánudagur, maí 19, 2008

Vín og svín

Eflaust hafa þeir sem gerðu sjónvarpsauglýsinguna fyrir Vínbúðina verið ánægðir með verkið enda er auglýsingin flott á sinn hátt.

Skilaboðin eru hins vegar ekki í tengslum við raunveruleikann og mig satt að segja undrar að nokkur skuli bera fram svo úreltan boðskap um áfengismál.

Allir vita að lausnin við drykkjulátum getur ekki verið fólgin í því að fólk fari að drekka fallegar. Það gerist ekki. Sumir kunna með áfengi að fara, aðrir ekki. Þeir sem geta ekki drukkið eðlilega þurfa að hætta því og það er þrautin þyngri. Það er marklaust og hlægilegt að vínsali sé að senda frá sér skilaboð um að fólk fari hóflega með vín. Það gera menn af sjálfsdáðum, eða ekki. Þeim sem gera það ekki er svo sannarlega ekki bjargandi með hófdrykkjuboðskap frá ÁTVR. Sá boðskapur hefur nákvæmlega engin áhrif.

11 Comments:

Blogger Varríus said...

Mín reynsla af auglýsingaheiminum segir mér að þarna sé dæmi um fyrirtæki sem þarf ekki / á ekki að auglýsa, en sé engu að síður með fólk í vinnu sem á að sinna einhverskonar markaðsstarfi.

Þá verða til svona skrítin verkefni þar sem útkoman er einatt vönduð/dýr, en tilgangurinn óljós og árangurinn enginn.

2:41 e.h., maí 19, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk Ágúst fyrir að vekja máls á þessu. Þessi auglýsing er fáranleg. Þeir sem gerðu hana hafa ekki hundsvit á áfengissýki.

Mikið væri þetta nú yndislegur heimur ef hægt væri að segja við fólk sem misnotar áfengi... bara sí svona:

Drekktu eins og Maður. Og málið leyst!

Mér finnst eins og heilbrigðisgeirinn sé aftur að hverfa meira til þess að hægt sé að kenna fíklum hóf. En það er önnur ella.

6:27 e.h., maí 19, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Athyglisvert þetta sem þú segir í lokin. Ég hef líka heyrt eitt af því að hugræna atferlismeðferðin sé kominn inn í áfengismeðferðina. Þýðir það að bindindi er ekki lengur skilyrði?

6:33 e.h., maí 19, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið megið nú passa ykkur á því að ganga ekki of langt í hina áttina. Það eru langt því frá allir ofdrykkjumenn og konur alkóhólistar. Það eru margir sem geta tekið sig á og lært hóf.

7:16 e.h., maí 19, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér sýnist fólk almennt sammála um að auglýsingin sé fyrirmyndar vel gerð, fyrir sinn hatt. Um það hvort hún komi úr hörðustu átt má deila, þótt ég blandi mér ekki í það.

En með eitt langaði mig að benda á: Það kemur fyrir á bestu bæjum (eins og sagt var í æsku minni) að illa sé farið með vín. Það gera fleiri en þeir einir sem láta það stjórna lífi sínu. Ég hef átt kvöldstundir þar sem ég neytti áfengis í minna hófi en ég hafði gott af, þótt hinar séu blessunarlega reglan (og árin orðin giska mörg frá síðasta kvöldi þegar slælega var gengið frá hliðinu á stíunni). Og auðvitað flestar þarsem það er hvergi haft um hönd. Er því ekki líkt farið með yður, meistari?

Ég get ekki skilið þessa auglýsingu þannig að hún sé um áfengissýki. Hún er um að maður eigi ekki að drekka frá sér ráð og rænu. Ekki gleyma ykkur í sjúkdómsvæðingunni - það eiga fleiri það til að drekka eins og vitleysingar en þeir sem eru sjúklega háðir vímuefnum. Í það minnsta tel ég sjálfan mig í þeim markhópi sem miðað er á með auglýsingunni sem um ræðir.

1:55 e.h., maí 20, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hjörvar, hvaða fullorðinn maður drekkur frá sér ráð og rænu, ja síendurtekið, ef hann er ekki alki? Ja eða einhver ætti að láta áfengi eiga sig. - Mér er hins vegar alveg sama hvort þú kallar alkóhólisma sjúkdóm eða ekki, hann er í það minnsta eitthvað áþreifanlegt, hann er alkóhólismi.

En ef svona auglýsing hjálpar þér við að stilla áfengisneyslu þinni í hóf þá uni ég svo sem glaður við það. Kemur mér þó á óvart.

3:21 f.h., maí 21, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

"Ja, eða einhver sem ætti að láta áfengi eiga sig." - villa.

3:22 f.h., maí 21, 2008  
Blogger Hjörvar Pétursson said...

Ég sá nú engan verða "síendurtekið" ölvaður í þessari auglýsingu. Þetta voru augnabliksmyndir af ofurölvi einstaklingum. Einn þeirra meig útundir húsvegg. Annar hjó til manns með gleríláti. Sá þriðji virtist hafa ekið undir áhrifum áfengis. Par (augljóslega velstætt) reifst um persónulega hagi meðan dóttir slysaðist til að verða vitni að því. Allt eru þetta hlutir sem ég get trúað óöguðum tyllidrykkjumanni til að gera, fullteins jafn vel og þeim sem myndi flokkast sem klínískur alkohólisti. Ef ekki jafnvel enn frekar. Það geta fleiri hagað sér einsog svín en þeir sem eru veikir fyrir.

8:59 e.h., maí 21, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:05 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:54 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home