þriðjudagur, september 09, 2008

Umræðuefni - hugðarefni

Á næsta borði eru tvær stelpur um þrítugt eða aðeins yngri og þær tala ekki um neitt annað en kynlíf. Þær eru ekkert að reyna að lækka róminn eða leyna tali sínu. 3some, 4some, framhjáhald og ekki framhjáhald, að vera með konu og vera með karli e.t.c. Skammt frá sitja tveir ungir menn og röfla um menningu og listir. "Menning er ... öhhh ... þegar tiltekinn hópur ..." Aðeins lengra burtu er maður á aldur við mig niðursokkinn í erlent viðskiptablað. Fyrir aftan hann bindur ung stúlka sítt, ljóst hár sitt í tagl og strýkur síðan á sér rasskinnarnar hægt og langdregið. Ég les yfir nýju smásöguna mína.

Í dag er kynlífið fyrir konurnar en ekki karlana. Þær mega útmála sínar píkusögur á torgum en karla skulu þegja um allt slíkt ef þeir eiga ekki að fá á sig perrastimpilinn. Þeir halda líka gjarnan löngunum sínum út af fyrir sig núorðið og reyna að bæla þær. Því annars gætu þeir orðið eins og helvítis öfuguggarnir og kynferðisglæpamennirnir sem alltaf er verið að skrifa um í blöðunum.

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ, voðalega er þetta þreytandi bull hjá þér, Ágúst Borgþór.

Píkusögur voru samdar einmitt vegna þess að meiraðsegja eftir hundrað ár af jafnréttisbaráttu þora margar konur ekki einusinni að segja "Píkan á mér", heldur segja "Þetta þarna niðri", eða eitthvað ámóta um hið bráðnauðsynlega tól, píkuna.
Ég ætla ekki að analísera það sérstaklega, enda hef ég ekki þekkingu til þess, en við vitum væntalega bæði að karlmenn hafa aldrei verið hræddir við að tala um tittlinginn á sér í öllum hugsanlegum eða óhugsanlegum aðstæðum.

Ég er ekkert tiltakanlega gömul. Ég er fædd árið 1971 en samt var okkur í líffræðinni kennt að karlmenn fengju fullnægingu sér til nautnar, en konur hefðu bara æxlunarhlutverk - og því bar leghálsinn, legið og tíðahringinn oftar á góma en píkuna og snípinn.

Að þú skulir setja út á að konur séu allt í einu farnar að tala um píkuna á sér sýnir fram á bullhugsunarhátt karla sem vita ekki hvað kynjakúgun er. Svipað og þegar konur voguðu sér inná vinnumarkaðinn og fóru að krefjast sömu launa fyrir sömu störf. "Þessar kerlingar eru bara að yfirtaka allt! Ekki eru þær aðeins farnar að vinna okkar störf, heldur eru þær komnar með kynhvöt líka! Að konur séu alltíeinu farnar að tala um píkur hlýtur að þýða að við megum ekki tala um tittlingana á okkur!"

Þér og þínum vinum dettur náttúrlega ekki í hug að kvensniptunum finnist að þær hafi barasta jafnan rétt á við karla til þess að tala um sín kynfæri eða kynhvöt?

Æ. Ég nenni varla að eyða orðum á þetta bull, en spyr: Hver í andskotanum hefur sossum bannað ykkur körlum að tala um tittlingana á ykkur? Líttu bara á miðilinn sem þú notar til þess að skrifa um þínar eðalfínu smásögur og fleira úbermerkilegt. Þar sjást ekki ýkja mörg sönnunargön um að körlum sé bannað eitt eða neitt.

Bleah!

Þín fyrrverandi samstarfskona

-Þórunn Hrefna

12:49 f.h., september 10, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Æ. Í femíníska hamnum gleymdi ég því sem er eiginlega aðalatriðið: Það tekur enginn feil á venjulegum karlmanni með "heilbrigða kynhvöt" og nauðgara eða barnaníðingi. Það er himinn og haf á milli.

-þhs

12:59 f.h., september 10, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Auðvitað er hin meinta kúgun sem ég er að gefa í skyn í engu samræmi við kvennakúgun fyrri tíma. Ég finn samt fyrir tilhneigingunni. Ég hef t.d. upplifað það á vinnustöðum að það sé ekki vel liðið að ég tali um slíka hluti en hef þurft að hlusta á samstarfskonur mínar tala opinskátt um kynlíf. Þetta er upplifun fleiri karlmanna og ég held að þú afgreiðir það sem bull einfaldlega af því þú veist ekki betur. En auðvitað eigum við ekki að láta breyttan tíðaranda stoppa okkur í að tala um hvað sem er.

1:55 f.h., september 10, 2008  
Blogger Halli said...

Var maðurinn að setja út á það hvernig konurnar töluðu?

Mér sýndist hann vera að kvarta yfir því að karlpeningurinn sé farinn meira inn í sig með þessi mál á sama tíma og konur eru farnar að bera þessi mál á torg.

Samfélagið bannar það ... (eða lítur niður á það)

2:23 f.h., september 10, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Því má við bæta að þó að mér hafi ekki verið nein vorkunn að hlusta á konurnar þarna í kvöld þá hefði talið einhvern veginn hljómað sem dónaskapur ef þetta hefðu verið karlar. Og þó að ég sé dagsdaglega ekki þjakaður af áreitni á vinnustað þá þekki ég dæmi þess að samstarfskonur hafa sagt við mig hluti sem ég gæti tæpast leyft mér að segja við þær - af neðanbeltissort. Þetta er ákveðin þróun, ákveðin lúmsk breyting á tíðaranda. Mér þykir hún umfram allt athyglisverð og ekki ætla ég að láta herskáar konur eins og þig þagga niður í mér.

2:25 f.h., september 10, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæll, Halli, ég var ekki búinn að sjá kommenti þitt. Þú hittir naglann á höfuðið. Það er ekkert að því að konurnar tali svona en karlarnir eru að verða miklu hæverskari í kynlífstali. Þeim finnst þeir eiga að halda kjafti, annars séu þeir komnir á hálar brautir og með dónaskap. Þórunn sér okkur hins vegar flesta fyrir sér sem háværa monthana gasprandi um tittlinginn á okkur lon og don. Ég held að fyrirframgefnar hugmyndir, þ.e. fordómar ráði þar nokkru.

2:28 f.h., september 10, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Heilmikið til í þessu hjá þér Ágúst.

Ég hef svo sem ekki tekið eftir því í mínum vinahóp að karlar tali eitthvað rosalega opinskátt um kynlíf og bellinn á sér á kaffihúsum. Í þröngum hóp... já massíft gróft tal. Ég held að þessu hafi verið alltaf eins farið með konur. Ég veit það fyrir víst að umræðuefnið í saumaklúbbum er afar sjaldan bróderingar og litasamsetningar.

Þátturinn Mér finnst.. á INN er sterk birtingarmynd þess sem þú ert að benda á Ágúst. Þar sem konur láta allt flakka svo allir heyri. Hvernig væri að setja á koppinn karlaþátt með líku sniði? Það held ég að feministarnir væru fljótir að úthrópa slíkan þátt sem ég veit ekki hvað!!!

6:20 e.h., september 10, 2008  
Blogger Unknown said...

Hvað segirðu, ertu pínu bitur? ;)

Tek annars undir með frábærum skrifum Þórunnar Hrefnu, sem hefði aldrei átt að hætta að blogga!

10:51 e.h., september 10, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Heldurðu virkilega að ég sé bitur? Svona prívat og persónulega? Er ég þessi mállausi meðalkarlmaður sem getur ekki svarað fyrir sig? Datt þér virkilega ekkert betra í hug en þetta? Njóttu hinna stórkostlegu skrifa Þórunnar Hrefnu, mér er heiður af því að hún skuli birta þau hér. Líði ykkur bara sem best saman í skotgröfunum ykkar.

11:23 e.h., september 10, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Oh takk Þórunn Hrefna - eins og talað úr mínum munni. Þreytandi bull.
Ágúst talar um að maður viti ekki betur. Hvað veit ég um það? - en ég hef heyrt fleiri stórkarlalegar sögur um kynlíf, tjellingar og typpastærðir frá karlkyninu en ég nenni að muna. Er eiginlega orðin ónæm. Ef þetta hefðu verið karlmenn sem töluðu á þennan hátt á sama kaffihúsi og ég hefði ég eiginlega ekki tekið eftir því. Síbylja.
Kannski heyrir Ágúst bara eitthvað sem hann er óvanur að heyra?
Jafnrétti felst ekkert í því að konur geti talað dólgslega um kynfæri sín eða kynhvöt. En mikil ósköp sem það er þarft og gott að konur tjái sig um þessi mál. Tjáningarmátinn getur farið fyrir brjóstið á einhverjum, eins og sumir kunna ekki að meta pönk en fíla diskó.

1:56 f.h., september 11, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Merkilegt hvernig sumir hlutir, eins og það að tala um hópkynlíf sitt og framhjáhald með eigin kyni á kaffihúsi, hætta að vera dónalegir bara af því það eru konur sem eru að tala um þá.

11:38 f.h., september 11, 2008  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.4
coach outlet
ralph lauren outlet
ray ban sunglasses
coach outlet online
canada goose outlet
manolo blahnik shoes
adidas shoes
canada goose jackets
tory burch handbags
louboutin shoes

3:09 f.h., júlí 04, 2018  
Blogger Unknown said...

dsquared2
ralph lauren outlet
ralph lauren uk
kate spade outlet
longchamp outlet
canada goose outlet
christian louboutin shoes
true religion outlet store
adidas outlet online
polo lacoste
zzzzz2018.7.17

4:16 f.h., júlí 17, 2018  
Blogger yanmaneee said...

yeezy
russell westbrook shoes
nike shox
kyrie irving shoes
supreme
supreme clothing
bape clothing
hermes belt
curry 7 shoes
supreme new york

1:41 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home