mánudagur, ágúst 25, 2008

Hvers vegna er Veigar Páll ekki í landsliðinu?

http://www.visir.is/article/20080825/IDROTTIR0105/268069504 Veigar Páll Gunnarsson hefur slegið í gegn í norsku knattspyrnunni. Undanfarin ár hefur hann yfirleitt verið varamaður í landsliðinu en eftir að Óli Jóh. tók við á Veigar Páll ekki lengur sjens í liðið. Ekki einu sinni í vináttuleiki þar sem vantar fullt af mönnum. Jafnvel leikmenn á borð við Stefán Þórðarson í ÍA hafa verið teknir fram fyrir hann. Þess má geta að tveir síðustu leikir landsliðsins, gegn Wales og Aserbadjan, hafa verið hörmulegir, hvert sem framhaldið verður.

Finnst landsliðsþjálfaranum Veigar Páll ekki vera nógu góður eða er þetta eitthvað persónulegt? Hefur þetta eitthvað að gera með hvernig Veigar Páll hefur tjáð sig um landsliðsvalið?

Íþróttafréttamenn ættu að kanna þetta.

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er hneyksli, það hlýtur að vera skylda landsliðsþjálfara að fylgjast með öllum leikmönnum, sem eru að standa sig í boltanum, bæði hér heima og erlendis. Veigar Páll er tvímælalaust einn besti framherji lqandsins í dag. Hann ætti því að fá tækifæri. Nauðsynlegt er að Ólafur skýri hvers vegna hann velur Veigaqr Pál ekki.

4:51 e.h., ágúst 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þjálfarinn er að klikka - strax. Leikir hafa verið ömurlegir og fáránlegt að velja ekki Veigar í liðið.

4:54 e.h., ágúst 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

sammála, fáránlegt að menn eins og Veigar og Tryggvi Guðmunds séu ekki í liðinu!

5:24 e.h., ágúst 25, 2008  
Blogger Unknown said...

Slökum nú aðeins á Tryggva. Jóhann Berg og Emil Hallfreðss eru ofar í goggunarröðinni. En þetta með Veigar er bara skandall!!

5:41 e.h., ágúst 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er þessi Veigar? Að vera góður í norska boltanum er enginn gæðastimpill. En svona á umræða um landslið að vera. Nöldur um liðsval.
NNN

5:46 e.h., ágúst 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hafa íþróttaáhugamenn, nær og fjær, gleymt því að téður Veigar hefur fengið ófá tækifæri hjá síðustu þjálfurnum.
Niðurstaðan ávallt sú sama, maðurinn hefur ekki sýnt neitt af viti.
Víst er að drengurinn hefur hlaupið mikið í þessum leikjum, en hægt er að sjá mýs í búrum gera það sama fyrir lítinn pening.
Svo er víst talað um að menn verði að vera í takt við það sem liðið er að gera á hverjum tíma.
Mér finnst að Veigar hafi ekki fundið taktinn nægilega til verðskulda landsliðssæti.

6:11 e.h., ágúst 25, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hvaða tækifæri? Hann hefur verið varamaður í nokkrum leikjum, komið inn á yfirleitt í vonlausri stöðu þegar lítið er eftir. Hann spilaði að vísu fyrri leikinn gegn Licthenstein (1-1) og brást þar eins og aðrir leikmenn. En má þá ekki segja að Gunnar Heiða Þorvaldsson hafi fengið miklu fleiri tækifæri en Veigar Páll, án þess að standa sig.

6:15 e.h., ágúst 25, 2008  
Blogger Unknown said...

20 leikir á 8 árum kallast ekki að fá séns.

Áfram Veigar!

6:22 e.h., ágúst 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

hreint út sagt ótrúlegt að maður sem kæmist í norska landsliðið skv. þarlendum sparkspekingum komist ekki í 20 manna hóp íslenska landsliðsins. Óli Jóh er gjörsamlega úti á túni í þessu starfi.

6:28 e.h., ágúst 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Mælikvarði um getu til að spila í landsliði er hvernig gengur þegar
menn fá tækifæri til að spila !
Landsliðið sýndi lélegan leik síðast og ekki var Veigar leikmaður í þeim leik.
Hvað hefur Eiður Smári sýnt í þeim leikjum sem hann hefur leikið með landsliðinu ? Á það ekki að vera mælikvarði um hans getu með landsliðinu ?
Það á ekki að vera einhver sjálfskipað sæti að hafa fengið samning við stórlið erlendis en koma síðan í leiki með landsliðinu og taka bara pláss frá einhverjum sem vill gefa sig 100% í leikinn !
Hvort maðurinn heitir Eiður Smári eða Veigar Páll, þá eiga þeir sem valdir eru til að leika fyrir hönd sinnar þjóðar að sína þá kurteisi að gera sitt besta !

11:25 e.h., ágúst 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Einfaldlega af því að hann er of feitur, og hefur aldrei getað neitt með landsliðinu. Norski boltinn er ekki til að hrópa húrra yfir.

11:58 e.h., ágúst 26, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Heimskulegt komment. Er íslenska landsliðið það gott að það besta í norska boltanum sé ekki nógu gott fyrir það? Og er maður sem yrði valinn í norska landsliðið ekki nógu góður í það íslenska?

12:22 e.h., ágúst 27, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:55 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home