miðvikudagur, október 15, 2008

Valur? Ööhh ... nei!

- Hann langar til að við séum þarna. Það er ástæðan. Geturðu ekki skilið að þetta snýst ekki um þig?

- Ég er ekki að fara að horfa á einhvern handboltaleik í Valsheimilinu. Það er Ísland - Makedónía á sama tíma í sjónvarpinu. Ég meina, þetta er meistaraflokkur, það er ekki eins og HANN sé að keppa.

- Já, en þeir leiða leikmennina inn á völlinn í byrjun leiksins. Þess vegna fengum við öll boðsmiða. Hann er SVO spenntur fyrir þessu.

- Sko. Ég er búinn að horfa á hann spila næstum því hvern einasta leik sem hann hefur spilað með KR í fótbolta, ég hef gist með honum á móti úti á landi í fullum sal af hálfblandblautum strákum, ég hef mætt á alla foreldrafundi í KR - og þetta hefur þú ekki gert heldur ég! - og ég hef séð hann leiða meistaraflokksleikmenn KR inn á völlinn, og nú þegar honum dettur allt í einu í hug að fara að æfa handbolta með Val, af því vinur hans er þar, þá á ég að gera allt það sama þar?

- Það skiptir hann máli að við styðjum hann. Valur eða KR - eru þetta einhver trúarbrögð?

- Við erum KR-ingar. Þetta er KR-fjölskylda. Og það skiptir máli.

- Voðalega er þetta eitthvað heilagt hjá þér. Þetta snýst bara um að vilja að börnin manns æfi íþróttir og styðja þau í því.

- Hvers vegna gat hann ekki farið í Gróttu? Það hefði ekki verið vandamál. Það er ekki eins og við höfum flutt úr hverfinu. Við erum í miðju KR-hverfinu. Hann er að fara í annað hverfi.

- Af því það er gott handboltastarf í Val. Hann nýtur þess að vera þarna. Skiptir þig það ekki máli hvað hann hefur gaman af þessu?

- Ég styð hann. Ég hef stutt hann. En að í hvert skipti sem börnum dettur í hug að bæta við sig áhugamáli þá eigi foreldrarnir að hlaupa til ... ég meina, honum gæti dottið í hug að fara að æfa fimleika í Gerplu eða kúluvarp með Stjörnunni og í hvert skipti sem honum dettur eitthvað svona í hug þá á ég bara að hætta að vera KR-ingur og hlaupa til og mæta á hvern fund og viðburð.

- Ég hlusta ekki á svona bölvaða vitleysu! Ógurlegur barnaskapur er þetta!

- Það eru hefðir og menning í þessu, menning sem ég hef lifað í en þú ekki. Þú hefur engan áhuga á fótbolta eða handbolta. Það er ég sem horfi á boltaleiki, það er ég sem hef vakið áhuga hans á þeim.

- Það er ég sem keyri hann á æfingar. Ég hef áhuga á því sem hann er að gera, ég vil styðja hann. Þú hugsar bara um sjálfan þig.

- Það er merkilegt með ykkur kvenfólkið. Þið takið yfir karlamenningu eins og boltaíþróttirnar og breytið henni í einhver skylduverk og barnauppeldi. Ég meina, hann er ekki að leika í skólaleikritinu í Melaskóla, þetta er bara handbolti í Val, honum datt bara allt í einu í hug að mæta á handboltaæfingu með vini sínu og um leið þarf að ræsa okkur út eins og einhverja Víkingasveit.

- Við mætum þarna vegna þess að það er honum mikils virði. Geturðu ekki skilið það? Til þess að börn hafi áhuga á að æfa íþróttir þá þurfa foreldrarnir að styðja þau.

- Ég get horft á hann á handboltaæfingu með Val. Ég get farið og horft á hann keppa í sjötta flokki, en ég fer ekki að mæta á meistaraflokksleiki í Val bara af því hann er að leiða leikmennina inn á völlinn.

- Við þurfum kannski ekki að vera allan leikinn.

- Ég meina, það var gaman að sjá hann í markinu um daginn, á æfingunni. Ég veit að hann hafði gaman af því þegar ég sá markvörsluna hjá honum. En hvers vegna skiptir það hann máli að ég horfi á hann leiða leikmenn Vals inn á völlinn. Ætlar hann að segja: “Sjástu pabbi hvað ég hélt flott í höndina á kallinum?”

- Þetta er honum mikils virði, hann hlakkar til og hann langar að við komum með honum. Mér finnst það alveg næg ástæða.

- Þegar Malli var í ÍBV þá horfði pabbi hans aldrei á hann keppa, ekki fyrr en hann var kominn í meistaraflokk, því þá fór karlinn hvort eð er á völlinn.

- Já, finnst þér það til fyrirmyndar? Þú veist að þá voru allt aðrir tímar í barnauppeldi.

- Já, en munurinn á mér og þér er sá að þú keppist alltaf við að vera sammála tíðarandanum. Ef þú hefðir verið uppi á þessum tíma þá hefði þér fundist alveg eðlilegt hjá pabba hans Malla.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

?

3:09 e.h., október 15, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er handboltastarf útí KR, fínt handboltastarf sem er á uppleið...

3:10 e.h., október 15, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok.. ég fattaði allt í einu.. :-)

Þú ert kjarkaður að leggja í betri helminginn þykir mér! Ég hélt þú vissir að þær hafa alltaf rétt fyrir sér... .-)

En mér Valsaranum er nú skemmt satt best að segja.. lol.

M.ö.o. Ég skil þig.. :-).

3:28 e.h., október 15, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, á endanum hafa þær rétt fyrir sér en maður reynir að sprikla.

3:46 e.h., október 15, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Pabbi hans Malla hefði getað mætt á 89.mínútu, þá fyrst vaknaði sá mæti drengur og lét til sín taka...

4:59 e.h., október 15, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það eru fínir flatskjáir í Vodafone-höllinni. Getur horft á báða leikina í einu;)

5:43 e.h., október 15, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home