sunnudagur, desember 07, 2008

Nokkrir órökstuddir spádómar

Davíð Oddsson hættir fljótlega í Seðlabankanum. Mjög fljótlega. Hann gæti endað sem stjórnarformaður Árvakurs. Ætla samt ekki að spá því.

Íslands sækir um aðild að ESB á næsta ári (ég veit ekki hvort og hvenær við förum inn. Get ekki spáð um það).

Kosningar verða vorið 2011.

Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn verða nokkurn veginn jafnstórir flokkar eftir þær kosningar, Vinstri grænir í þriðja sæti (gleymum því ekki að líklega verður kreppunni lokið vorið 2011 og jafnvel fólk sem hefur orðið illa út úr henni mun frekar einblína á þau tækifæri sem þá verða framundan en að því að refsa stjórnarflokkunum).

- - - -

Ísland verður heims- eða Evrópumeistari í handbolta á næstu árum (handboltinn er útrás sem við höfum raunverulega innistæðu fyrir, sbr. allir íslensku handboltamennirnir og handboltaþjálfararnir í Þýskalandi). Silfrið á OL færði endanlega síefnilegum íslenskum handbolta sjálfstraust og stöðugleika.

KR og FH verða í tveimur efstu sætum úrvalsdeildarinnar í fótbolta næsta sumar. Ég veit ekki hvort verður í hvoru sæti.

- - - - -

Þetta er leikur. Ég hef aldrei verið góður spámaður. Höldum þessu samt til haga.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fyrir utan það hve ólíklegt það er að kreppunni verði lokið 2011 þá efast ég um að fólk verði búið að gleyma því hvernig það missti vinnuna og húsnæðið. Það verður ekki heldur búið að gleyma öllum þeim þúsundum sem neyddust til að flýja land.

1:10 e.h., desember 07, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála. Ég held það neyðist til að muna.

Elín.

2:34 e.h., desember 07, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Nákvæmlega.
Alveg eins og Zola sagði "Ég Ákæri!"
Mun íslenski kjósandinn í fyrsta sinn segja "Ég MAN!"

Og þar af leiðandi ekki geta kosið þjófahyskið í framsóknarflokknum né þjófahyskið í sjálfstæðisflokknum

Það sem er samt verst í þessu er að hin fíflin eru varla til að kjósa heldur.

samfylkingin ætlar bara að breyta helmingaskiptareglunni þannig að framsókn verði skipt út fyrir samfó

Frjálslyndir eru bara vitleysingar nema kannski fyrir utan Jón Magnússon en hann rekst svo illa alls staðar að hann þyrfti að vera í eins manns flokki.

Vinstri grænir eru bara draumóramenn sem ætla að lifa á sóleyjaræktun og námskeiðum í kynjafræðum en eru að öðru leyti á móti öllu.

Það þarf nýjan flokk raunsæishægrimanna með raunverulegar hugsjónir um réttlátt velferðarþjóðfélag sem er þó vinveitt atvinnuvegunum.

3:02 e.h., desember 07, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Góðir punktar, Jón. Þið sem krefjist kosninga - búið til trúverðugt stjórnmálaafl, takið ykkur þann tíma sem þið þurfið til þess - og heimtið SVO kosningar, þegar þið eruð tilbúin. Þá má vel vera að ég kjósi ykkur.

3:24 e.h., desember 07, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Aðeins með Davíð.

Ég hugsa að Davíð muni ekki sætta sig við "þögult" embætti eins og Stjórnarformann Árvakurs. Hann mun frekar leiða saman hesta fjársterkra góðkunningja sem svo kaupa Árvakur með öllu. Svo verður Davíð ritstjóri.

5:17 e.h., desember 07, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það væri bara mjög fínt. Aðalatriðið er að Davíð fari úr Seðlabankanum. Það væri síðan ekki verra ef hann í kjölfarið kæmi í veg fyrir að Mogginn yrði Baugsmiðill.

6:47 e.h., desember 07, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Efast um að Baugur fái að eiga svona stóra hluti í fjölmiðlum mikið lengur. Hvað sem öðru líður efast ég um að langt um líði þar til nýtt og skynsamlegra fjölmiðlafrumvarp fari í gegnum þingið.

En ég tek undir það sem Jón segir. Nú hugsa ég að fólk muni loksins muna.

Hins vegar er fáránlegt að reyna að gera lítið úr okkur sem viljum losna við ríkisstjórnina (ég vil reyndar losna við alþingi og alla flokkana, og ég vil sjá algjörlega nýtt kerfi - ríkisstjórnin er bara toppurinn á ísjakanum) með því að benda á að við séum ekki með lausnir haldbærar. Það skiptir nákvæmlega engu máli - maður má vera ósammála þótt maður viti ekki endilega hvað er betra í stöðunni. Ég veit reyndar hvað væri betra í stöðunni: Hvað sem er.

Ég vil ekki sjá kosningar strax. Reyndar alls ekki. Ég vil sjá utanþingsstjórn skipaða færustu sérfræðingum þjóðarinnar, með færustu erlendu sérfræðinga sem völ er á, sem getur stýrt okkur í gegnum versta öldudalinn. Síðan má kjósa. Hver veit, ef ríkisstjórnin stuðlaði að þessu er aldrei að vita nema ég gæti fyrirgefið flokkunum (fólkinu verður aldrei fyrirgefið - það er búið að grafa sig og okkur allt of langt ofan í gröfina).

Annars þætti mér gaman að sjá einhver rök fyrir þessari trú sem þú virðist hafa á ríkisstjórninni. Ég er ekki að gera lítið úr þeirri trú, við höfum öll okkar skoðanir sem allar eiga jafn mikinn rétt á sér, en ég á bara svo erfitt með að sjá nokkuð sem mælir þessu fólki bót. Ég hef séð einn og einn bloggara reyna að færa rök fyrir því að stjórnin eigi að sitja áfram, en það virkar allt eins og fólk sé bæði sofandi og með bundið fyrir augun í senn. Þar sem ég þekki þig af skynsemi og rökhyggju langar mig að heyra þína hlið á málinu.

Með vinsemd...
E

11:21 e.h., desember 07, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:08 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:47 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:57 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
nike chaussure
louboutin shoes
oakley sunglasses
moncler outlet
michael kors outlet online
clippers jersey
christian louboutin shoes
oakley sunglasses wholesale
carolina jerseys
canada goose jackets

3:41 f.h., júní 12, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home