þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Stól fyrir Björgúlf, stól fyrir Hannes, stól fyrir ...

Ég fylgdist með Borgarafundinum í Háskólabíói í sjónvarpinu; hann var frábær. Frábært framtak.

Gestir næsta fundar skilst mér að séu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins.

En hvenær verður borgarafundur með sjálfum útrásarvíkingunum? Hann hlýtur að verða. Ég trúi því ekki að þeir sem að þessu standa átti sig ekki á því að mikil ábyrgð hvílir á fjárglæframönnunum. Hvar er réttlætiskenndin ef þeir eiga að sleppa við að gera grein fyrir sínu máli?

Nafnmerktir stólar eru frábær hugmynd. Ef gaurarnir mæta ekki munu auðir stólar með nöfnum þeirra blasa við fundargestum og sjónvarpsáhorfendum.

Þannig komast þeir ekki hjá því að tjá sig - ef þeir mæta ekki tjá þeir sig með fjarvistinni og þögn þeirra verður æpandi.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ætli þetta sé ekki besta hugmynd sem hefur komið fram lengi: Afhverju ætli enginn af þessum sjálfskipuðu málpípum þjóðarinnar hafi ekki dottið í hug að halda opin borgarafund með Jóa í Bónus, syni hans, Björgólfsfeðgum, Hannesi, Lárusi og öllum þessum eitursnjöllu mönnum hvers helsta afrek er að setja rótgróið vestrænt lýðræðisríki á hausinn. Og þar með toppuðu þeir þau met sem samskonar menn hafa sett í Rómönsku-Ameríku og í Asíu.

6:43 e.h., nóvember 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Vel má vera að það standi til að boða auðmennina. Aftur á móti myndi ég sjálfur hika við það, væri ég skipuleggjandi þarna, því mig grunar að það myndi reynast erfitt að halda friðinn á slíkum fundi. Nógu mikill æsingur var í salnum í gær (ég var nógu heppinn til að fá eitt af síðustu lausu sætunum í salnum), en mig grunar að fólk sé töluvert reiðara við víkingana en pólitíkusana.

Annars tek ég undir það að þessi fundur var einhver mesta snilld sem ég hef upplifað. Hlakka til að mæta í næstu viku.

Nafnlaus: Ég held að það sé hæpið að kalla Ísland rótgróið lýðræðisríki. Lýðræði hefur ekki verið til á Íslandi í mjög langan tíma. Vonandi verður það einhvern tíma, þótt viðbrögð ráðamanna við ástandinu gefi reyndar ekki góð fyrirheit um það.

7:03 e.h., nóvember 25, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Vandmálið, Evindur, er það að mér finnst það alls ekki koma nógu vel fram að fólkið sér reiðara en útrásarvíkingana en stjórnmálamennina - er svo? Hvers vegna endurspegla fjölmiðlar það ekki? Hvers vegna endurspeglar umræðan það ekki. Mér finnst þitt innlegg afskaplega veik rök gegn slíkum fundi en góð meðmæli með honum.

7:06 e.h., nóvember 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það væri ekkert vandamál að halda friðinn á slíkum fundi. Þetta er vel skipulagður hópur sem nýtur aðstðar fagaðila á þessu sviði. Viljir þú hafa áhrif á það hverjir eru boðaðir á næsta fund þá er þetta opin félagsskapur sem þú getur vel tekið þátt í. Þú sendir bara tölvupóst á borgarafundur @ gmail.com og þá færðu að vita hvar og hvenær næst er skipulagningsfundur.

Héðinn Björnsson

7:25 e.h., nóvember 25, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þannig að þetta er bara svona eins og hver önnur góð hugmynd um fundargesti? Þetta er semsagt ekki svo gjörsamlega rakið að það standi beinlínis til að fá útrásarvíkingana á fund? Hvernig skyldi standa á því?

7:34 e.h., nóvember 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert að misskilja mig. Ég er alls alls alls ekki að færa rök gegn því að fá þessa menn á fund. Þvert á móti tek ég undir með þér að það er bráðnauðsynlegt. Ég er bara að segja að ég myndi skilja að skipuleggjendur gætu verið hikandi við það. En kannski er það bara bull í mér.

Og við skulum spyrja að leikslokum. Kannski er þetta í bígerð.

Er það svo að fjölmiðlaumfjöllun endurspegli ekki reiði almennings í garð auðmannana? Þá þarf að laga það.

Þó getur verið að það sé ofsagt hjá mér að fólk sé reiðara þeim en stjórnmálamönnunum. Enda lít ég svo á að þótt geysilega mikil ábyrgð liggi hjá víkingunum sé þó endanleg ábyrgð samt hjá ráðamönnum - þeir áttu að tryggja að græðgin næði ekki of langt en gerðu það ekki. Auk þess eru þeir ekki einu sinni byrjaðir að rannsaka málið. Ef þetta væri morðmál væri nú nánast útilokað að upplýsa það. Fyrirgefðu, ég þarf að leiðrétta þetta. Þetta er morðmál. Íslenskur efnahagur var myrtur, en reyndar með leyfi stjórnvalda, sem er kannski ástæðan fyrir því að ekkert er rannsakað.

9:11 e.h., nóvember 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Að sjálfsögðu væri gott að koma á beinni samræðum milli útrásarvíkinganna og almennings en það verður að vega upp á móti líkum þess að þeir mæti og hvernig slíkur fundur mundi nýtast til að gefa fólki svör sem það gæti nýtt til þess að byggja upp nýtt samfélag.

Annars vil ég bara benda á að fólk sem vill hafa áhrif verði að vera tilbúið að gera eitthvað. Svona borgarafundir krefjast mikillar vinnu og þeir sem eru tilbúnir að leggja þá vinnu á sig verða að framkvæma slíkt mat. Áhrif eru í boði en kosta vinnu. Ertu til?

Héðinn Björnsson

11:37 e.h., nóvember 25, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Og forsetann.
Ekki gleyma honum.

9:15 f.h., nóvember 26, 2008  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:47 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:57 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home