fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Óforbetranlegir fjármálamenn

Björgólfur Guðmundsson virðist vera eini maðurinn á landinu sem ekki gerir sér grein fyrir því að þjóðin mun þurfa að blæða fyrir Icesave.

Afneitunin er botnlaus.

Við getum ekki leyft þessu mönnum að vasast í stórtækri fjármálastarfsemi framar.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Var einmitt að amast yfir Kastljósinu - orðin blá í framan á að hlusta á tilgerðalegt bull manns sem er svo djúpt sokkin í afneitun að hann hljómar eins og dómgreindarlaus fáviti Segist taka ábyrgð á öllu - en samt er ekkert honum að kenna.

9:15 e.h., nóvember 13, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Stórtækri fjármálastarfsemi?
Þessir menn eiga ekki að vasast í neinu hér framar og það er hægt að tryggja með einu móti.
Fangelsisdómum.

9:23 e.h., nóvember 13, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtilegt hversu sjálfsagt honum þótti að Icesave væri andvirði helmings eigna bankans. HELMINGS.

Hefðu þeir þurft að borga út Icesave þá hefðu þeir misst helming eigna sinna, væntanlega allan þann hluta fyrirtækisins sem hægt var að koma í verð. Restin skuldir í eimskip og öðrum gjaldþrota fyrirtækjum.

Þetta hefði nokkuð örugglega gert bankann gjaldþrota. Allt tal um að þeir hefðu getað reddað sér út úr þessu í miðri lausafjárkreppu bara ef glitnir hefði ekki verið ríkisvæddur eru fjarstæðukenndar.

9:36 e.h., nóvember 13, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

"Við getum ekki leyft þessu mönnum að vasast í stórtækri fjármálastarfsemi framar."

Jú, láttu ekki svona. Gefum þeim einn séns. Bara einn í viðbót. Ha?

Rómverji

10:28 e.h., nóvember 13, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Skjár 1 er með undirskriftasöfnun til stuðnings eigendum sínum, Exista. Þar getur fólk sýnt fjármálamönnunum stuðning sinn.

10:38 e.h., nóvember 13, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki eru öll kurl komin til grafar.

Ég ætla að bíða eftir lokauppgjörinu þar til ég dæmi Björgólf.

En alveg sama hverju líður með Icesave... Það verður að semja um málið. Engin önnur leið.

http://jhe.blog.is/blog/jhe/

jhe

11:14 e.h., nóvember 13, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Get ekki sleppt því að leiðrétta misskilninginn hérna með SkjáEinn. Ég er starfsmaður þar og get fullvissað ykkur um að þetta tengist eigendunum ekki á nokkurn hátt. Það var starfsfólkið sjálft sem fór af stað með allar þessar herferðir - og lét sjónvarpsstjórann bara vita pent af því að hún gæti ekkert sagt, því hún væri hvort sem er búin að reka okkur - til að reyna að bjarga störfum sínum og vinnustaðnum sem okkur þykir flestum mjög vænt um.

Það er ekki laust við að manni sárni svona bull þegar maður stendur frammi fyrir því að berjast annað hvort fyrir áframhaldandi rekstri vinnustaðar síns eða atvinnuleysi sem gríðarlega erfitt gæti reynst að komast upp úr. En svona eru nafnleysingjarnir, þeir búa við þau forréttindi að þurfa ekki að hugsa áður en þeir skrifa.

Virðingarfyllst...

11:45 e.h., nóvember 15, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:08 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home