þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Almenningsálitið

Nú lítur út fyrir að stórum fjárhæðum hafi verið stolið úr sjóðum Kaupþings rétt fyrir þrotið.

Jón Ásgeir, sem ég hélt að ætti enga peninga lengur, bara skuldir, eignast bestu bitana úr 365 þó að á meðan standi yfir viðræður við mun stöndugri aðila.

Icesave-reikningarnir voru reginhneyksli sem valdið hefur þjóðinni meiri skaða í seinni tíð en nokkuð annað. Ábyrgðina á þeim bera fyrri stjórnendur Landsbankans.

Reiði almennings beinist fyrst og fremst stjórnmálamönnum og stjórn Seðlabankans. Það þykir mér undarlegt. Stjórnmálamenn og Seðlabankinn hafa vafalaust gert mörg mistök en það eru ekki þeir sem hafa rænt þjóðina og sett hana á hausinn.

Hefð í fjölmiðlaumræðu undanfarin ár veldur því að reiði almennings beinist síst þangað þar sem hún þó á heima. Egill Helga fékk meira að segja ákúrur frá fjölmörgum fyrir að vera ekki nógu kurteis við Jón Ásgeir. Og ennþá eru bloggarar að bera lof á Bjöggana.

14 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bisnessmenn gera það sem þeir geta og komast upp með. Ef þeir gera það ekki eru þeir ekki bisnessmenn og aðrir grípa tækifærin. Ábyrgðin á þessu rugli er alfarið löggjafans og eftirlitsstofnanna sem áttu að veita þessum mönnum mótspyrnu.

Flóknara er það nú ekki.

9:40 e.h., nóvember 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Kjósendur draga stjórnmálamenn til ábyrgðar. Stjórnmálamenn vanhæfa embættismenn. Dómstólar þá sem brotið hafa lög.

Að handfylli fjárglæframanna geti lagt samfélag í efnahagslega rúst er áfellisdómur yfir stjórnvöldum, að ekki sé fastar að orði kveðið. Sá sem ekki áttar sig á því er meira en lítið utangátta.

Einkavæðing bankanna í hendur flokksgæludýrum og gamblerum fremur en bankamönnum voru upphafið að endalokunum, en mörg hroðalega hagstjórnarmistök þurfti einnig til. Þau skiluðu sér svikalaust undir forystu þeirra sem farið hafa með völd undangengin ár á Íslandi.

Rómverji

10:07 e.h., nóvember 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Stöðugt heyrir maður af fleiri vinnustöðum sem eru að segja upp starfsfólki sínu.
Með hækkandi stýrivöxtum, verðbólgu og hrapi krónunnar er allt starfsumhverfi fyrirtækja að versna.
Þetta er að verða ljóti drullupollurinn. Það verður að flýta rannsókn á öllum þessum ósóma sem
hefur átt sér stað innan bankanna. Og draga þessa fjárglæframenn til saka.
Það virðast ekki hafa verið nein takmörk á ruglinu.

Mig minnir að í neyðarlögunum frá 6. október væri heimild til að rifta einhverju mánuð
aftur í tímann en ég held að það sé öruggt að þeim sem sömdu frumvarpið hefur varla
dottið í hug allt sem hafði verið gert mánuðinn á undan.

ÞETTA ER ALLT SKJALAÐ Í MYNDINNI ZEITGEIST ADDENDUM ALLIR SEM VILJA SJÁ SANNLEIKANN HORFIÐ Á
http://video.google.com/videoplay?docid=7065205277695921912 ZEIT GEIST ADD ENDUM!!!

10:37 e.h., nóvember 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Einavinavæðingin VAR upphafið að endalokunum. Vildi eg segja. Afsakið einnig allar aðrar hugsanlegar málvillur. Bæði fyrr og síðar. Um aldir alda.
Rómverji

11:45 e.h., nóvember 04, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi, varðandi Egil og Jón Ásgeir, þá var ég aðallega spældur yfir því að fá ekki að heyra hvað Jón Ásgeir hafði að segja. Ég vissi skoðanir Egils, en hafði ekki heyrt hlið Jóns Ásgeirs. Mér fannst Agli misheppnast í árás sinni vegna þess að hann var fyrst og fremst að fá útrás fyrir sinni reiði án þess að ná að skjóta niður það sem Jón Ásgeir sagði. Hann lá í einhverju slúðri í staðinn fyrir að hlusta á Jón Ásgeir og ráðast á vitleysurnar sem komu frá honum. Málið er að Jón Ásgeir fékk bara ekki tækifæri til að bulla nógu mikið til að gefa Agli nægjanlegt eldsneyti í réttmætar árásir.

12:59 f.h., nóvember 05, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Var það Landsbankans að selja eitthvað úr 365? Var það ekki bara þess fyrirtækis að selja eður ei?

3:52 f.h., nóvember 05, 2008  
Blogger Varríus said...

Það versta er er að við erum ekki enn kominn út úr þeirri rökvillu að með því að beina spjótum að stjórnmála- og embættismönnum séum við í liði með gróðapungunum, og öfugt.

Þessi hugsunarháttur skaut rótum í langri og leiðinlegri glímu Davíðs og Baugs og brýnt að hugsa sig út úr þessu jarðsprengjusvæði.

Krafa um að Davíð og co hætti er ekki stuðningur við Jón Ásgeir.

Reiði yfir að Jón Ásgeir skuli fá skrítna fyrirgreiðslu til að ná undir sig fjölmiðlum er ekki stuðningur við meingallað fjölmiðlafrumvarp Davíðs.

10:24 f.h., nóvember 05, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var á ábyrgð stjórnmálamanna og seðlabankans að hafa eftirlit með viðskiptalífinu og bönkunum. Viðskiptamenn reyna að græða, það er þeirra hlutverk. Þeir brugðust ekki hlutverki sínu, ríkið gerði það hins vegar.

11:17 f.h., nóvember 05, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur selektíva sjón. Reiði almennings beinist í allar áttir enda er sama hvert litið er. Þetta er samtvinnað - viðskipti og stjórnmál - og hvort tveggja rotið í gegn.

Elín.

12:46 e.h., nóvember 05, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Audvitad bera stjornmalamenn abyrgd. Einkavæding bankanna, menn fengu bankanna a silfurfati.
Oll umgjordin kringum bankanna thad er ad segja log,eftirlit og framvegis hlytur ad vera abyrgd stjornvalda.
Hagstjornin i landinu hlytur ad vera abyrgd stjornvalda.
Fjolmidlar landsins voru gersamlega steingeldir og liklega hefur thetta margfræga fjolmidlafrumvarp sitt ad segja, en thad er buid ad vera mugsefjun i landinu sidustu 6 arin. Margar kritisker raddir erlendis sidustu ara hafa ekki fengid hljomgrunn i islensku pressunni. Eiginlega var svona Mammomtalibanskt astand a landinu.

8:29 e.h., nóvember 05, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju voru Icesave-reikningarnir hneyksli? Þeir fengu IMARK verðlaun í fyrra. Þeir voru skilkyrði af hálfu alþjóðlegra matsfyrirtækja til að auka lausafjárstöðu. Það voru til eignir í Landsbankanum fyrir öllum innistæðum...ÁÐUR en þær voru seldar á útsölu af hálfu ríkisins. Hvað er þá hneykslið Borgþór

Ágúst

10:45 e.h., nóvember 05, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:07 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home