sunnudagur, nóvember 16, 2008

Áherslur Lesbókarinnar

Lesbókin er dálítið 2007 þessa dagana: hún birtir flennistór opnuviðtöl við reyfarahöfunda með risaljósmynd um leið og bækur þeirra koma út en ördóma um ýmsar aðrar bækur.

Þessar áherslur eiga eftir að breytast aftur af sjálfu sér. Ekki er víst að neinn Moggi eða Lesbók verði til þá.

Reyndar er helsti bókmenntapáfi Bandaríkjanna spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey. Því getur engin bók fengið helsta gæðastimpilinn nema hún sé yfirmáta melódramatísk. En slík verk geta raunar verið góð.

Helsti bókmenntapáfi Þýskalands er næstum því níræður karlskarfur, ljóðskáld og menningarviti. Þetta er munurinn á meginlandinu og Bandaríkjunum.

Meðfram metsölulista- og skyndibitakúltúrnum er síðan starfandi allt annað bókmenntasamfélag í Bandaríkjunum, en það er í háskólunum. Þar eru lesnir (og þar hafa kennt) margir af þeim höfundum sem ég held mest upp á. Þeir eiga fæstir sjens á náðarfaðmi Orpruh Winfrey.

Er það ekki dálítið skrýtið að gefa bók fimm stjörnur en skammta henni nánast jafnmargar línur í umfjöllun? Bara af því enginn var drepinn og það eru engir lögreglumenn.

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst nýja lúkkið á Lesbókinni frábært og er sannfærð um að það höfðar til fleiri að hafa innanum svona stuttar greinar og umfjallanir heldur en fáar og mjög fræðilegar eins og raunin gjarnan var í "gömlu" lesbókinni. Hvað varðar þessar umfjallanir um spennusagnahöfundana þessa dagana sýnist mér að þar sé nú aðallega verið að kynna vinsælustu og söluhæstu höfundana betur fyrir lesendum þeirra. Ekkert nema gott um það að segja. Verður örugglega svona viðtal við þinn mann þegar hann kemst á metsölulistann.

7:05 e.h., nóvember 16, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er helvíti gaman að hafa það viðhorf svona skjalfest að umfjöllun Lesbókarinnar eigi að ráðast af metsölulistum. Verst að það skuli vera nafnlaust. Þetta snýst ekki um "minn mann", ég hef engar áhyggjur af honum Óskari Árni, en ég hef áhuga á því að menningarvitar komi sér upp úr póstmódernískum góðærishjólförunum, t.d. að byrja aftur að gera greinarmun á Lesbók Mbl. og Séð&heyrt.

7:22 e.h., nóvember 16, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst nýja lúkkið ekki alveg nógu vel heppnað. Örlítið of frekt og "busy". Of margt sem berst um athyglina. Eftir að hafa rýnt í síðurnar virðist mér aðalvandamálið vera þessir dökkgrænu og múrsteinsrauðu borðar; það mætti tóna þessa liti niður um helming. Nógu er fyrirsagnaletrið sérstætt.

Gamla Lesbókin fannst mér annars ágæt blanda af "fáum og fræðilegum greinum" og smápistlum og smælki ýmisskonar. Ég veit ekki alveg hvert nýja Lesbókin er að fara.

Anna

8:11 e.h., nóvember 16, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég átti nú ekki við það að í lesbókinni ætti AÐEINS að fjalla um bækur sem kæmust á metsölulista. En það er ekki hægt að neita því að glæpasögur hafa selst hér óvenju vel undanfarin ár og Harðskafi Arnaldar fór í að mig minnir 30 þús eintök og það sem ég vildi sagt hafa að allir þeir sem þekkja hann og hafa lesið bækur hans hafa eflaust áhuga á að lesa viðtal við hann og umfjöllun um verk hans. Það er því ansi stór lesendahópur sem verið er að þjóna með þeim skrifum.
Hef heldur engar áhyggjur af Óskari Árna. Hlakka til að lesa þessa nýju bók hans - hún er á jólagjafaóskalistanum mínum. :)

8:12 e.h., nóvember 16, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það væri afbrigðilegt að þegja yfir skáldsögum Arnalds Indriðasonar og enginn er að biðja um það. En með fullri virðingu fyrir ágætum höfundum þá finnst mér ekki þurfa heila opnu í blaðinu vegna þess að Árni Þórarinsson eða Yrsa voru að gefa út nýja glæpasögu. - Taktu Kiljuna: Egill spjallar þar jafnt við glæpadrottningar sem aumingja eins og mig eða Ófeig Sigurðsson eða Bjarna Bjarnason.

Á meginlandinu (og kannski hér áður fyrr) varpa menningarpáfar ljósi á það sem ÞEIM finnst áhugavert og freista þess að móta smekk almennings. - Menningarpáfar á Íslandi eru vindhanar, þeir sleikja rassgatið á auðmönnum eitt misserið, verða bolsar það næsta - í menningarmálum kíkja þeir á metsölulista og fylla Lesbækurnar sínar af James Bond og Robbie Williams.

8:23 e.h., nóvember 16, 2008  
Blogger Margrét Rósa Sigurðardóttir said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

9:38 f.h., nóvember 19, 2008  
Blogger Margrét Rósa Sigurðardóttir said...

Útlit lesbókar moggans ber vitni um kunnáttustig tæknifólks/hönnuða. Líklega hefur þessi vinna færst úr hendi fagfólks í prentiðnaði yfir til hönnuða sem þekkja ekki venjur lesenda og þróun dagblaðaútlits hvað varðar lestur og læsileika í uppröðun efnis.

Greinilegt er að þeir sem ákveða uppsetningu á efni lesbókarinnar eru að leita að festu og öryggi. Þeir gera það með leturkössum í lit, sem stilltir eru þannig að orðafjöldi ákvarðar lengd græna litarins en ekki flöturinn sem flöturinn liggur á. Mjög skrýtið og veldur óróleika þar sem kassi brýtur kassa.

Gamlar reglur lesturs og læsileika eru ekki í heiðri hafðar.
Ég er nýbyrjuð að fylgjast reglulega með mogganum eftir áratuga pásu og stenst ekki mátið að nefna hér nokkur atriði sem skipta máli í þessu samhengi.

Reynt er að ná fram fjölbreytni í „týpógrafíu“ (leturmeðferð) með því að hafa meginmál sums staðar feitletrað. Með því bætist við þá þætti sem gera opnuna „blurry“ (blur er óskýrleiki, ruglandi fyrir lesandann).

Aðrir þættir sem eru ruglandi fyrir lesandann eru:
– Það vantar ákveðna leiðsögn um opnuna. Hver eru aðalatriðin?
– Vinstri settur texti (textadálkar ójafnir að aftan)
– Illa orðaðar fyrirsagnir, dæmi: allar, ætlaði að telja upp en þær eru allar ónýtar og sumar með stafsetningarvillum
– Fyrirsagnaletur og uppsetning á fyrirsögnum gefur lítil tækifæri til skemmtilegra leikja (sem er eitt af því sem gefur aðalatriða-leiðsögn um opnu).
– Millifyrirsagnir synda á milli textadálka í stað þess að sitja nær þeim textadálk sem þær tilheyra.
– Myndir myndanna vegna, dæmi: mynd af lógói Fréttablaðsins á bls. 2.

Lítið fer fyrir umræðu útlit dagblaða (layout). Ekki eru lengur menntaðir fagmenn á þessu sviði á Íslandi. Grafískir hönnuðir hafa áhuga á bókakápum og auglýsingum en ekki lestri og læsileika leturs.

Gaman að einhver skuli vera að pæla í þessu.

9:52 f.h., nóvember 19, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Margréti Rósu. Almennt finnst mér Mogginn í mikilli afturför og það á líka við um útlitið.
Allt hefur verið stytt og blaðið hefur enga dýpt.
Er ekki hrifinn af breytingum á Lesbók.
Þar hefur líka allt verið stytt og alla dýpt skortir.
Í stuttu máli finnst mér Mogginn ekki standa undir kröfum mínum og ég tel að mikil afturför hafi orðið í útgáfunni.
Kveðja
Karl G.

2:59 e.h., nóvember 19, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála Ágústi og síðustu ræðumönnum. Enda er ég búin að segja blaðinu upp og læt duga að lesa það á kaffihúsum.

3:20 e.h., nóvember 19, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Góð analýsa hjá Margréti Rósu á Lesbókaróreiðunni.

Nýja lúkkinu er greinilega ætlað að vera fjörlegra en það gamla og meira "catchy"; styttri og "léttari" greinar eru liður í því. Þetta á að gera Lesbókina meira við "alþýðuskap", vafalítið til að auka tiltrú auglýsenda. Þegar litið er til aldurs og sögu Lesbókarinnar er ákveðið siðrof í gangi þarna.

Kannski fjölgar lesendum eitthvað við þetta. En það læðist að manni sá grunur að fyrir hvern nýjan lesanda sem bætist við heltast tveir gamlir úr lestinni.

Anna

4:14 e.h., nóvember 19, 2008  
Blogger Unknown said...

Hjartanlega sammála síðustu ræðumönnum! Ég er akkúrat í aldurshópnum sem mogginn vill og þarf að auka lestur hvað mest hjá - en þvílíka poppdrullan sem þetta blað er orðið. 3ja dálka gefins mynd af DrMarteinsskó við tónlistarumfjöllun í Lesbókinni, hvað er það? Til hvers að vera að eyða dálksentimetrum í googlaðar myndir. Ég vil fá meiri og dýpri umfjöllun um menningu og listir, fleiri laaangar fræðigreinar í Lesbókina, sem mest af myndum eftir íslenska blaðaljósmyndara, minna pláss má fara í leturæfingar og layoutlook, minna af brjóstum og myndum af tískusýningum sem fóru fram fyrir mörgum vikum (og nb! hafa verið aðgengilegar á mbl.is síðan) og meira af "skrýtnum" hlutum eins og áhugaleikhúsgagnrýni, lúðrasveitamótum, bílskúrshljómsveit vikunnar!

Sem betur fer er prufuáskriftin mín bara í 14 daga - og ekki tekst mogganum að selja mér sig í dag.

4:15 e.h., nóvember 19, 2008  
Blogger HTB said...

Mér finnst Morgunblaðið sem og Lesbók þess vera á hraðri niðurleið. Allt er reynt til að laða að fólki sem hvorki kann né nennir að lesa.

7:33 e.h., nóvember 19, 2008  
Blogger Ásdís said...

Ég var áskrifandi að helgarblaði Moggans bara vegna Lesbókar. Eftir að hún var gerð ,,aðgengilegri" sagði ég blaðinu upp. Ég hefði getað þolað ljóta uppsetningu á síðuna hefði efnið verið skárra. Þessi opnuviðtöl við fólk í tísku eru leiðinleg.

Ásdís

9:02 f.h., nóvember 20, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:08 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:46 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home