laugardagur, nóvember 22, 2008

Ingibjörg Sólrún er foringinn

Auðvitað hef ég ekki gert neinar mælingar en mín skynjun er sú að fólk kenni stjórnvöldum meira um bankahrunið en stjórnendum bankanna, útrásarvíkingum og stórfjárfestum. Sérstaklega yngri kynslóðin. Ástæðan er sú að fjölmiðlar (meðal annars vegna eignarhalds) hafa mjög lengi fjallað af gagnrýnisleysi um fjármálalífið en verið mjög gagnrýnir á ríkjandi stjórnarflokka undanfarinna ára. Umræðuhefðin er því til staðar.

En sá sem kastar eggi í Alþingihúsið, hann ætti að grýta grjóti eða jafnvel bensínsprengju eitthvað annað ... tja ekki beinlínis í höfuðstöðvar Landsbankans því bankinn er kominn í eigu ríkisins ... heimili fyrrverandi bankastjóra? Skotmörkin eru ekki einföld í vali, það er auðveldara að finna þau á stjórnmálakantinum.

Fjölmiðlaumfjöllunin hefur lítið skánað eftir hrunið, jafnvel þó að DV hafi tekið til bæna alla útrásarvíkingana nema auðvitað Jón Ásgeir (yndislega gegnsætt!). Hvers vegna til dæmis tekur einhver fjölmiðill sig ekki til og fær það endanlega á hreint hvort Sigurjón fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sé ennþá með skrifstofu í bankanum eða ekki og ráði þar ríkjum? Hvers vegna verða bloggarar að halda uppi þeirri umræðu? Og hvers vegna heimtar fólk ekki almennilega hreinsun þarna áður en það vill að til dæmis viðskiptaráðherra segi af sér. Andskotinn hafi það: Byrjum á því að moka óreiðumönnunum út úr helvítis bönkunum! Hvernig væri það?

Svörin við tveimur af helstu deilumálunum eru þessi:

1. Stjórnin á að sitja út kjörtímabilið. ISG og Geir Haarde eiga að þjappa sínum liðum saman í eina heild og standa í lappirnar. Kveða á niður allt tal um kosningar í stjórnarliðinu.

2. Það á að skipta út stjórn Seðlabankans. Bara það að hún sé svona umdeild og daglega til umræðu - hvað þá að hún rói ekki í sömu átt og stjórnin - það bara gengur ekki. Átakafælni Geirs er óþolandi og óttinn við Davíð er óþarfur. Sérframboð? Hver hefur áhyggjur af því núna? Það eru ekki kosningar fyrr en eftir tæplega þrjú ár.


Erla er niður á Austurvelli að mótmæla. Ég finn mig ekki í þessu. Það eru of margar skoðanir þarna sem mér eru ekki að skapi.

Ingibjörg Sólrún hefur tekið af öll tvímæli um forystuvigt sína undanfarna daga. Svör hennar við kosningaspursmálinu taka af allan vafa um karakterinn og sýna að hún er foringi sem endist. Hún er eitthvað til að skrifa um í sögubókum. Vonandi nær hún fullri heilsu því óhjákvæmilegt er annað en að sjá hana fyrir sér sem næsta forsætisráðherra.

23 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hún leiddi þjóðina í glötun. En gerði það með þvílíkri festu og af svo mikilli ábyrgð að maður kiknar í hnjáliðunum.

Doddi

5:14 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Samfylkingin er orðin eins og sjálfstæðisflokkurinn,það er engin grasrót. Samfylkingarfólk lætur ISG ákveða stefnuna þrátt fyrir að vera henni ósammála, þorir ekki að segja neitt enda er ISG nákvæm eftirlíking DO. Ég taldi að þetta væri flokkurinn sem treystandi væri á en hef nú séð að svo er EKKI. Vona að flokknum verði refsað þegar næst verður kosið.
Ég ætla allavegana ekki að kjósa hann aftur.

Ég er farinn að halda að ISG hafi gert eitthvað sem Geir hefur á hana og hótar að byrta ef hún stendur ekki með honum. Það kæmi mér ekki á óvart miðað við hvernig mál hafa þróast.

5:28 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég mun aldrei kjósa samfylkinguna aftur.

5:33 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Ágúst og þakka þér fyrir þetta innlegg!

Þarna mælir þú fyrir munn hins þögla en skynsama meirhluta!

Það vita allir sem eitthvað vita að það er ekki hægt að ganga til kosninga nú og væri glapræði. Fjölskyldurnar og fyrirtækin mega ekki við frekari óstöðugleika og allra síst á meðan verið er að slökkva elda.

Á meðan margir bulla og æsa til ófriðar og enn frekari örvæntingar hjá almenningi og tapi þá heyrist rödd skynseminnar loks hjá ISG.

Ingibjörg hefur vaxið gífurlega í áliti hjá mér og sýnir glöggt, líkt og þú bendir á, að hún er yfirburðar manneskja og með heildarsýn sem er svo mikilvæg akkúrat núna.

Megi þjóðin bera gæfu til að átta sig á þessari staðreynd því annars er voðinn vís.

5:40 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætlast thu til ad their sem eru bunir ad sitja vid vold i cirka 18 ar og bera stora abyrgd a hvernig er komid fyrir okkur geti leit okkur ur thessum gjorningi?

Starfsbrædur minir erlendis horfa undrandi a atburdina a Islandi og spyrja mig afhverju er engum skipt ut! Vid sjaum
somu bankamenn,radherra,embættismenn osf .. margir hverjir hafa tekid thatt innherjavidskiptum,storfelldum thjofnadi af hluthofum og tjodinni...

Kannski er glæpurinn svo stor ad engin thorir ad lata hann koma fram i dagsljosid...

5:44 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Skuldsettasta þjóð í sögu heimsins. Mesta fall þjóðar á friðartímum. Áfram Ingibjörg!

Þarf norski rauði krossinn að hefja brauðgjafir á Austurvelli til að þú byrjir að átta þig?

5:52 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

ISG sem forsætis?!? Nei, takk! Burt með kratana!

5:57 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Kosningar! Þeir sem segja eitthvað annað eru þræla auðvaldsins!

6:13 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Adolf Hitler var það líka.

6:29 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Gústi. Sumt fólk vill grilla á kvöldin og græða á daginn. Nú sitja örfáir eftir og grilla sína þrælslund meðan afgangurinn fer niður á Austurvöll og mótmælir.

Taktu konuna þína til fyrirmyndar. Þú ert á góðri leið inn í sögubækurnar sem línubil og spássía.

6:32 e.h., nóvember 22, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kjartan Hallur. Ég er marseraði ekki með Ómari Ragnarssyni og 20 þúsund manns til að mótmæla Kárahnjúkavirkjun - Ég keypti ekki hlutabréf - Ég sleikti ekki rassgatið á Bjöggunum og Hannesi Smára eins og þúsundir ef ekki tugþúsundir Íslendinga gerðu beint og óbeint - Ég reif ekki allt út úr íbúðinni minni og breytti henni í veggjalaust flæmi samkvæmt forskrift Innlits-útlits - Ég keypti ekki flatskjá - Alltsvo, ég hef alltaf haft afstöðu og alltaf tekið þátt í umræðunni, á mínum forsendum.

Hvers vegna viljið þið kosningar?
Viljið þið fá Frjálsynda og Framsókn í stjórn meðal annarra? Hvers vegna? - Ég vil að Geir Haarde og ISG ásamt sínu liði hreinsi upp skítinn og láti þá hausa fjúka sem fjúka þurfa.

7:06 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

"Hvers vegna til dæmis tekur einhver fjölmiðill sig ekki til og fær það endanlega á hreint hvort Sigurjón fyrrverandi bankastjóri Landsbankans sé ennþá með skrifstofu í bankanum eða ekki og ráði þar ríkjum?"

Sú saga gengur að Sigurjón hafi stofnað ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi til að ráðleggja þarlendum innistæðueigendum í samb. við dílingar sínar við útibú Landsbankans þar í landi.

Anna

Anna

8:14 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju a Geir ad hreinsa til ? Thad tharf ny ofl i thessu samfelagi, spillingarkrabbameinid grasserar i Sjalfstædisflokknum og teigir anga sina i allt stjornssylsukerfid.Thad mætti halda ad sumir thjaist af Stokkholmasyndrominu og thu thar a medal agætis bloggari...Fyrrverandi stjornakona Sedlabankans Sigridur synir gott fordæmi og segir hreinlega ad thad tharf nytt og hreint blod ef vid ætlum ad hreinsa til i samfelaginu....

8:27 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

"Ég vil að Geir Haarde og ISG ásamt sínu liði hreinsi upp skítinn og láti þá hausa fjúka sem fjúka þurfa," sagði Gústi.

En það hafa þau ekki gert. Hvað á þá að gera? Mæla með þeim? Eða mótmæla?

8:38 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Fínn pistill hjá þér, og ég er sammála þér það þarf að fara að þjarma meira að þeim auðmönnum sem komu Íslandi þetta ástand vegna getuleysis stjórnvalda og eftirlitsstofnana og seðlabankans, ættu í raun nú þegar að sitja í gæsluvarðhaldi því svo mikill er glæpurinn.
En þegar þú fórst að tala um Isg og samfylkinguna þá misstirðu það alveg, því ISG og Samfylkingin ber líka sök eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn á drullunni sem skellt hefur verið framan í þjóðina.

10:48 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Fyndið að í sömu andrá og ég missi síðustu leifarnar af trú minni á Ingibjörgu fáir þú trú á henni. En það sýnir enn og aftur muninn á okkur.

Hvað ábyrgðina varðar... Mikil sök liggur vissulega hjá fyrrum yfirmönnum bankana, það skal enginn draga í efa. En stærsta sökin hlýtur samt að liggja hjá stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum. Bankarnir voru einkarekin fyrirbæri á kapítalískum markaði. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þau hemi sig sjálf. Í eðli sínu eru einkarekin fyrirtæki eins og botnlausir ofátssjúklingar - þau halda áfram að fitna og fitna eins og þau geta þar til einhver stoppar þau af. Forstjóranna er að skara eld að köku hluthafanna. Yfirvalda er að tryggja að vöxturinn geti ekki orðið hagkerfinu ofviða. Það var ekki gert, þvert á móti var að mörgu leyti beinlínis stuðlað að því að vöxturinn yrði ótæpilegur - samanber afnám bindiskyldu í erlendum útibúum. Því hlýtur obbinn af ábyrgðinni að liggja hjá stjórnvöldum.

Eiga þau svo að redda málunum? Það er eins og að láta ölvaðan ökumann sem hefur keyrt inn í barnahóp um að skutla þeim slösuðu á spítala. Fásinna.

Ég er hins vegar sammála þér að ekkert afl á Alþingi er neitt skárra. Það er meinið. Við þurfum óháða þjóðstjórn skipaða ópólítískum sérfræðingum. Og helst með öfluga erlenda ráðgjafa (ekki hermenn). Það hlýtur að vera eina lausnin.

Að lokum legg ég til að seðlabankinn verði lagður í eyði.

10:55 e.h., nóvember 22, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú villt sem sagt að okkar gjörspildu stjórnvöld með sitt gjörspilda fjármálakerfi taki hinna gjörspildu fyrrum Finnsku starfsbræður sína til fyrirmyndar .Að þau geri það sama og hinir gjörspildu Finnsku starfsbræður gerðu í upphafi Finnsku kreppunnar og sitji sem fastast með sitt spillta kerfi.Það tók finna eitt ár að losa sig við sína spilltu stjórnmála og bankamenn og það var ekki fyrr en það var frá að þeir gátu byrjað að byggja upp.Þú vilt að íslendingar þurfi að feta í fótspor Finna og láta greinilega óhæft fólk sitja áfram og höndla með fjármuni?Hvers vegna heldur þú að þetta fólk svo ég noti fínt orð yfir þetta pakk geti hér eftir frekar en hingað til stjórnað svo vel fari ? Ekki segja að við þurfum stöðuleika.

1:54 f.h., nóvember 23, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð að segja fólki að eina leiðin til að verja heili þess sé með ofbeldi. Ekki megi kjósa stjórnvöld sem geti farið að taka hagsmuni almennings fram yfir hagsmuni auðmanna og ekki sé hægt að verja sig fyrir dómstólum því bankana meigi ekki lögsækja og kúgendurnir stýri lögum. Í dag mætti lögreglan hópi voplausra mótmælenda með efnavopnum. Næst mun almenningur ekki vera svona illa búinn.

Verði ekki boðað til kosninga fyrir áramót mun friðurinn ekki halda í samfélaginu. Hvað réttlætir í þínum huga fórnarkostnað þess borgarastríðs sem Ingibjörg og Geir eru að etja landinu út í? Ábyrgð ykkar sem styðjið þetta lið er mikil.

Héðinn Björnsson

2:33 f.h., nóvember 23, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, það versta er að Héðinn hefur lög að mæla. Það verða óeirðir, það verður bylting, það verður stríð. Eins og margt er vitlaust í kenningum Marx hafði hann þó rétt fyrir sér í einu: Manneskjan lætur bara bjóða sér visst mikið. Það kemur alltaf að því fyrr eða síðar að hún rís upp og lemur frá sér. Það hófst í gær og mun bara aukast, þar til ríkisstjórnin segir af sér. Því miður.

10:50 f.h., nóvember 23, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú misskilur mótmælin Ágúst Borgþór.

Með því að mæta ert þú ekki að lýsa því yfir að þú sért sammála öllum skoðunum þessara þúsunda sem eru á Austuvelli. Heldur bara lýsa yfir þinni óánægju með hvernig farið hefur verið með þjóðina og ósk um að vel verði staðið að eftirleiknum.

Vertu nú stór maður og láttu sjá þig á Austurvelli næsta laugardag!

4:14 e.h., nóvember 23, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Góð ábending, Nafnlaus.

4:24 e.h., nóvember 23, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:08 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:56 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home