mánudagur, desember 15, 2008

Prívatmálin

Ég var að fá styrkveitingu til mánaðardvalar í þýskri listamannamiðstöð skammt frá Rostock - árið 2010. Þetta er sérlega ánægjulegt en það gæti orðið langdregið að hlakka til einhvers sem er svo langt undan. Kannski jafnerfitt og fyrir barn að hlakka til jólanna frá hausti.

Kreppan hefur m.a. bitið í mig með þeim hætti að utanlandsferðir eru ekki á dagskrá á næstunni.
Þetta tækifæri er kærkomið þegar loks að því kemur.

Dóttir mín fór í andaglas með vinkvennahópi um helgina og fylgdi því mikil hystería. Einhver Daníela gaf sig fram, lettnesk stúlka sem á að hafa látist fyrir 12 árum. Ein vinkvennana var síðan kynnt fyrir lettneskri stúlku í Kringlunni í dag og sú heitir Daníela. Lamandi skelfing greip vinkonuna. En átti ekki Daníela að vera dálin? Jújú, en þær segja að hún sé þá bara endurfædd.

Þær höfðu strikað upp andaborðið á pizzukassa. Þær fóru síðan með pappaleifarnar í Landakotskirkju á sunnudaginn og báru sig upp við prest þar. Presturinn sagði þeim að brenna pizzupappann sem þær og gerðu.


Eitt hefur ekki breyst í kreppunni: pirrandi tónlist á Te&kaffi í Máli og menningu. Þetta er framúrstefnuleg tónlist sem ertir og pirrar og hljómburðurinn er afleitur. Á ég að kvarta og kveina? Nenni því ekki.

15 Comments:

Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Framúrstefnuleg tónlist? Eru þeir að spila John Cage í BMM?

7:43 e.h., desember 15, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, þetta er nýrra. Og í mónó eða hátalarnir eru svona vondir.

7:51 e.h., desember 15, 2008  
Blogger Óli Sindri said...

4′33″ eftir Cage er einmitt eitt mest pirrandi framúrstefnuverk sem til er. Vona ÁBS vegna að þeir hafi ekki verið að spila það.

8:03 e.h., desember 15, 2008  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Þú ert kominn með plott í unglingabestseller. Andaglös og allskonar hindurvitni eru einmitt mikið tekin núna í þeim bransa.
Og ég er að meina þetta!

11:58 e.h., desember 15, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég veit. Ég var að tala um þetta við stelpuna í kvöld. Ég þarf bara að nenna að skrifa þetta helvíti.

12:20 f.h., desember 16, 2008  
Blogger Bergsteinn Sigurðsson said...

Sæll Ágúst Borgþór. Á bloggáttinni birtist linkur á bloggið þitt með fyrirsögn á þá leið að Björgólfur Guðmundsson væri ritskoðari. Það gekk hins vegar ekki að smella á linkinn og nú er hann bara gufaður upp. Hverju sætir?

12:27 f.h., desember 16, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég þurrkaði út færsluna vegna þess að hún var skrifuð í miklum flýti án þess að ég hefði hlustað á upptökuna í Kastljósinu heldur byggð á frétt um upptökuna.

12:37 f.h., desember 16, 2008  
Blogger Smali said...

"Ég nenni ekki að kvarta og kveina." Hvað kallarðu kvart þitt og kvein yfir tónlistinni annað?

12:42 f.h., desember 16, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki láta dóttur þína fara í andaglas. Grínlaust.

Elín.

5:42 e.h., desember 16, 2008  
Blogger Kjartan Hallur said...

Freak Out

Fyrstu bloggskrefin.

12:40 f.h., desember 17, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Æ, Smali. Út úr öllu er hægt að snúa. Ég nenni ekki að kvarta við afgreiðslufólkið og biðja það um að slökkva á tónlistinni. Er þetta eitthvað óskýrt? Þarf að stafa þetta ofan í þig?

Takk Kjartan. Best að leita að diskinum.

1:15 f.h., desember 17, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hættu nú að kaup kaffið í M&M, mannstu eftir því þegar Súfistanum var hent þaðan með látum?
Fáðu þér frekar kaffi í Iðu í Lækjargötunni - þar er Súfistinn með sitt frábæra kaffi. Betra kaffi og betri samviska.

4:44 e.h., desember 18, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, það er góður staður en þeir verða að koma innstungumálunum í lag. Hvergi hægt að stinga fartölvunni í samband.

4:51 e.h., desember 18, 2008  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:47 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:57 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home