miðvikudagur, mars 11, 2009

Pólitískt kolruglaður

Það er verið að hringja í mig út af prófkjörum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er ekki enn búinn að skrá mig úr flokknum.

Mér finnst ekkert vitlaust að nýta prófkjörsréttinn.

En væri ekki stórfurðulegt að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og kjósa síðan Vinstri græna í kosningunum í vor?

Og eru þetta ekki yfirleitt undarlegir tímar að það skuli hvarfla að manni að kjósa Vinstri græna?

Og síðan er það ESB. Samfylkingin er eini ESB-flokkurinn en síðan er margt annað ógeðfellt við hana. Til dæmis hvað hún var mikil útrásargrúppía.

Auðvitað væri þægilegast að loka huganum fyrir þessu öllu.

Það hefur oft verið auðveldara að taka pólitíska afstöðu en í dag.

Ég veit bara hvaða flokk ég get ekki kosið - ef ég þarf að sjá framan í smettið á Geir Haarde einu sinni í viðbót. Ég get kannski þolað hann aftur eftir tvö ópólitísk ár hans, ef hann dúkkar upp í léttum spurningaþætti í sjónvarpinu.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er nú í það minnsta gott að skulir ekki vera að pæla í Framsókn. :-) En er Jóhanna og co bara ekki málið. Doldið hátt stökk frá D til VG.
Kveðja,
Jón H.

12:12 f.h., mars 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert orðinn vinstri grænn, "freier Schriftsteller"...;)-

Annars aldrei dæma persónur of hart, það fer ekki vel hjá skríbenti margra eftirminnilegra lítilmagna í höfundarverkinu.

Hvað með ESB, segðu okkur skoðun þína á því!

12:14 f.h., mars 12, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er fylgjandi inngöngu í ESB. Mér finnst ekkert annað koma til greina. Rétt eins og NATO og EFTA áður. Og Norðurlandaráð. ESB er samfélag fyrir Ísland í dag og ef Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki skilið það er hann endanlega búinn að vera.

En þá gengur auðvitað ekki að kjósa Vinstri græna. Þetta er bara flokkur sem er svo lítið involveraður í kerfið, svo óspilltur, og hefur síðan komið mér mjög á óvart í ríkisstjórn.

12:23 f.h., mars 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst sjálfsagt að kjósendur kjósi í öllum þeim prófkjörum sem þeir hafa áhuga á, flokkarnir eru ekki einkamál kjósenda þeirra og félaga á meðan þeir eru að stjórna landinu ...

2:42 f.h., mars 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek undir með síðasta ræðumanni. Kjóstu endilega í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þótt þú ætlir að krossa við VG í kosningum!

8:42 f.h., mars 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Er ekki bara gott að nota atkvæðið til að koma í veg fyrir að syndaselirnir verði áfram í efstu sætum?

PS. Þessi vefslóð er ekkert valfrjáls!

9:16 e.h., mars 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú hlýtur að vera ein sætasta stelpan á ballinu að mati Sjálfstæðisflokksins.

Ég er skráð í SF en ég hef ekki fengið eina einustu símhringingu frá þeim flokki eða yfirleitt upplifað neinn þrýsting. Bara 3 eða 4 bréf, afar kurteislega orðuð.

Anna

11:19 e.h., mars 12, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er eins óvirkur Sjálfstæðismaður og þeir geta orðið. En ég hef fengið mikið af sendingum, mjög mikið. Allt þó mjög kurteisislegt og ekki uppáþrengjandi.

11:52 e.h., mars 12, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home