fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Geir Haarde í hnotskurn

Geir er spurður hvort hann hafi rætt við Gordon Brown eftir hryðjuverkalögin.
Geir segir nei.
Hann er spurður hvers vegna ekki.
Hann segir: "Ég hefði kannski átt að gera það."

Það var þetta aðgerðaleysi, þetta endalausa hik í öllum málum, sem var orðið svo óþolandi að líklega urðu margir kjósendur Sjálfstæðisflokksins dauðfegnir þegar þessi stjórn fór frá og við fengum ramma en miklu ákveðnari vinstri stjórn.

Því miður, Geir.

21 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hann gæti hugsanlega fundið hreðjarnar í tapað - fundið hjá Lögreglunni.

1:53 e.h., febrúar 12, 2009  
Blogger Oddur Ólafsson said...

Einmitt.

1:57 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Maðurinn er algjör kjúklingur!!

2:13 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Kjúklingur frá Helvíti!!!

2:15 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Rétt hjá þér Ágúst.

Geir er ábyggilega vænsti maður en hann skortir alla leiðtogahæfileika.

Það kom glögglega í ljós í hruninu.

Alveg ótrúlegt að maðurinn skuli ekki hafa komið á framfæri mótmælum við Brown.

Lygilegt!

Á svona stundum reynir á menn og Geir stóð ekki undir ábyrgðinni. Það á reyndar við um miklu fleiri en hann var skipstjórinn. Því miður.
Hann fær ekki góð eftirmæli sem stjórnmálaleiðtogi og hefði sennilega átt betur heima sem embættismaður í kerfinu.
Mjög sammála þér.

2:24 e.h., febrúar 12, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sumir segja: Ef Geir hefði verið í Seðlabankanum en DO verið forsætisráðherra, þá hefði þetta farið betur. Ég er ekki viss og nú gætu 100 manns farið að mótmæla hér í kommentakerfinu, en mér finnst það samt athyglisverð pæling.

2:38 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Aftur sammála þér Ágúst.

En það þýðir lítt að spá í þetta.

Og tími beggja er liðinn.

2:41 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef haldið því fram að bæði Geir og Björgvin hafi fengið taugaáfall við hrun bankanna. Það var eina ástæðan fyrir því að þeir gátu verið svona rólegir. Þeir voru bara í einhverju súrealísku tómarúmi. Bara það að Jón Ársæll hafi fengið að elta Geir á röndum í miðjum neyðaraðgerðum, sem síðar komu í ljós að voru engar neyðaraðgerðir, heldur yfirborðslegt klór sem átti að líkjast neyðaraðgerðum, sýnir að maður var ekki tengdur.

2:43 e.h., febrúar 12, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gott innlegg hjá Madda sem ég er sammála. Og nafnlaus, innilega sammála: Tími Geirs og DO er liðinn. Hið sama gildir um ÓRG sem á að segja af sér og fólk sem stendur í mótmælum á ekki síður að krefjast afsagnar ÓRG en DO. Erlendir fjölmiðlar og sérfræðingar eru sammála um að báðir skaði orðstír okkar og spilli trausti.

2:47 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held einfaldlega að maðurinn er svo blindur á það sem hefur gerst og hann gerði að hann gerir sér ekki grein fyrir skaðanum. Skýrsla svíans um endurreisn bankakerfisins segir allt. Geir er maðurinn sem rústaði Íslandi. Og það verst fyrir Geir er að : Orðstýr deyr aldrei...

kv.

Helgi Njalsson

3:13 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Geir rústaði ekki íslandi.

Sú fullyrðing er augljóslega röng og sett fram af pólitískri heift sem sæmir ekki hugsandi fólki.

Geir brást hins vegar gjörsamlega sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Hann reyndist enga burði hafa til að stjórna neyðaraðgerðum í gjörningaveðri. Kannski fékk hann sjokk eins og einn segir hér, ég er samt ekki viss um það.
Geir var sem ég sagði fyrr sagði frekar embættismaður en leiðtogi, allt í lagi í góðærinu en beinlínis skaðlegur sem leiðtogi í hruninu. Hann réð ekkert við verkefnið en eins og ég sagði áður var hann nú ekki einn um það.

Við þurfum töffara, hugsjónafólk, menn og konur sem þora að hafa skoðanir, standa við þær og gefa skít í þessa ömurlegu flokkshugsun og hollustu við FLOKKINN hver sem hann kann að vera. Við þurfum fólk sem getur hugsað sjálfstætt og þorir að gera það landi og þjóð til heilla.

Ég sé þetta fólk ekki þegar ég horfi yfir þingið. Og þeir sem nú leita eftir sæti á þingi fylla mig ekki bjartsýni.

Þetta er í mínum huga það hræðilegasta við ríkjandi ástand.

Skila að öllu óbreyttu auðu í vor. Þakka ykkur Ágúst, Marinó og fleiri fyrir góð skoðanaskipti. Mér sýnist að við séum sammála um Geir og þessi frétt um að hann hafi ekki einu sinni mótmælt við Brown er ótrúleg og eins og Ágúst B. segir Geir í hnotskurn.
Því miður.

3:35 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Var ég að misskilja fréttina? Sagði fréttakonan ekki að komið hefði fram í fréttum eftir hrunið að þeir hefðu talað saman Geir og Gordon Brown - en svo bar Geir það til baka í morgun. Sagðist aldrei hafa rætt við manninn. Var ég að misskilja eða varð maðurinn tvísaga?

3:48 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skil það þannig að hann hafi orðið tvísaga. Ekki batnar það.

3:50 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Hélt það. Aðgerðarleysið var eitt. Lygin var annað.

4:05 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Sammála tími GH, DO og ÓRG er liðinn. DO og ÓRG eiga að sjá sóma sinn í því að segja af sér, snúa sér að ritstörfum og láta þjóðina í friði.

jhe

6:55 e.h., febrúar 12, 2009  
Blogger Geirinn said...

Þetta atriði kom mér mjög á óvart, sérstaklega þar sem að á fréttamannafundi eða fréttatilkynningu var talað um að þeir hefðu talað saman og átt gagnlegar viðræður.

Hvers konar forsætisráðherra situr hjá og bara horfir á annan forsætisráðherra framkvæma svona verknað án þess að einu sinni tala við hann?!?!

Ég þori að veðja ef að þessu hefði verið öfugt farið hefði Gordon Brown verið kominn í símann kortéri seinna að hella sér yfir Geir.

Maðurinn þorði greinilega eða gat ekki tekið eina einustu ákvörðun...

Og svo væla menn yfir að vinstri stjórn sé að gera allt vitlaust....hún er þó allavega að framkvæma EITTHVAÐ!

Og það besta við þetta er það að það hefur verið sýnt fram á það að leiðtogar sem gera eitthvað, jafnvel vitlausa hluti af og til en taka þó ákvarðanir eru mun farsælari heldur en þeir sem þjást af frestunaráráttu og ákvarðanafælni.

Engin furða að Samfó forðaði sér úr síðustu stjórn...

11:00 e.h., febrúar 12, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hjartanlega sammála Geiranum. Takk fyrir gott innlegg.

11:29 e.h., febrúar 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit um einn mann sem hefði tvímælalaust hringt í Brown og sagt honum til syndanna. Og það er, ehemm, Davíð Oddsson.

12:44 f.h., febrúar 13, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Genau!

1:34 f.h., febrúar 13, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Mig minnti að hann hefði sagt að hann hefði talað við Gordon. Er það vitleysa. Ætli sé hægt að finna það.

4:31 e.h., febrúar 13, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home