þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Staðfesta eða tískugelt

Flestum ef ekki öllum gengur gott til í þjóðmálaumræðu. Engu að síður verða sumir svo óheppnir að fá á sig stimpil gjammara og tækifærissinna.

Margir sem hæst lofuðu útrásina geltu að stjórnvöldum fyrir að tala óvirðulega um fjármálaöflin eða reyna að leggja stein í götu þeirra. Þar spöruðu menn ekki gífuryrði og samsæriskenningar.

Þeir hinir sömu gelta nú að stjórnvöldum fyrir að hafa ekki haft hemil á fjármálaöflunum.

Sá sem þorir að synda á móti straumnum verðskuldar óneitanlega meiri aðdáun en ofannefndir.
Þess vegna tekur fólk miklu meira mark á t.d. Vilhjálmi Bjarnasyni og Þorvaldi Gylfasyni en t.d. ÓRG og HH svo tveir andlegir leiðtogar þjóðarinnar séu nefndir.

ÓRG ætti að segja af sér. Enginn krefur hins vegar rithöfunda um afsagnir. Tilmælin til HH ættu frekar að vera þau að einbeita sér að skáldskapnum og láta aðra um að berja á ráðherrabíla, einhverja sem lofsungu ekki útrásina.

11 Comments:

Blogger Örn Úlfar said...

HH er væntanlega Hannes Hólmsteinn?

4:28 e.h., febrúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei HH er Hallgrímur Helgason.
En....
Er ekki allt í lagi með þig Ágúst?
ÓRG og HH andlegir leiðtogar þjóðarinnar?!?

ONEI!

Ekkert frekar en HHG og DO eru andlegir leiðtogar hennar

Þessir umræddu aðilar hafa alla vega ekki leitt mig eitt eða neitt.

eitt af því sem leiddi okkur í vandræði i þessu bankarugli öllu var elítismi og trú á að þeir sem gjömmuðu hæst hefðu eitthvað vit á því sem þeir væru að tala um, svo kom auðvitað í ljós að þeir höfðu það alls ekki.

4:46 e.h., febrúar 03, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, ég átti alveg von á svona athugasemd og hún er réttmæt. Þetta orðalag er sett fram í e-k háði en ekki er gefið að það skiljist þannig.

4:53 e.h., febrúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Eitthvað rámar mig í að Davíð nokkur Oddson hafi stundum haft horn í síðu óreiðumannanna, þe. útrásarvíkinganna. En það þykir víst ekki fínt þessa dagana að minnast á það. Nefndur Davíð var líka dálítið skitsó í þessu máli. Hann var jú partur af því að búa til umhverfið. En hann var á móti þeim það er víst ekki hægt að taka frá honum.

4:54 e.h., febrúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Davið var á móti einum manni í liði ofurkýfinga, það er ekki það sama og vera á móti útrásarvíkingum í fleirtölu. Ef Baugur hefði ekki verið til þá hefði allt verið gott í Davíðslandi þar til allt fór til helvítis. En þá hefði hann vissulega ekki haft þetta JónÁsgeirshaldreipi að halda sér í. Ásamt fylgismönnum sínum.

5:21 e.h., febrúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

OGR og Hallgr.H. "góðir" saman

7:14 e.h., febrúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

OGR ætti tvimalalaust ad segja af ser. Hann skiptir bara um gervi, nu er hann vinur litla mannsins. HH vissi bara ekki betur einsog flest oll thjodin ( vid heldum oll ad vid værum fjarmalaofurmenni), en oll tjodin var heilathvegin eda hrædd vid andmæla thessari vitleysu sem var i gangi. Thad tharf ad opna samfelagid og hætta thessu helvitis feluleik med verdmæti thjodarinnar. Allt a bordid.

11:34 e.h., febrúar 03, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, HH vissi ekki betur og er margs góðs maklegur. Ég vissi ekki heldur betur.

11:56 e.h., febrúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Í alvöru? Ég vissi alltaf betur. Nenni bara ekki að vera einn af þessu "ég-sagði-það-alltaf" liði sem er enn meira óþolandi en HH sem aldrei vissi neitt.

3:29 e.h., febrúar 04, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:24 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home