fimmtudagur, janúar 29, 2009

Komið með almennilegt framboð, mátulega hægri sinnað - og ég skal kjósa ykkur

Einhvern tíma hefði ég fyllst hryllingi yfir vinstri stjórn með VG í stórum hlutverkum. En nú segir maður eins og margir: Getur það versnað?

Vinstri græn hafa margt ágætt fram að færa og trúverðugt fólk innan um. En þetta eru ekki tímar til að horfast ekki í augu við niðurskurð og þetta eru ekki tímar til að vera á móti álvinnslu. Auk þess er skattpíning yfirleitt til bölvunar.

En ég sé ekki lýðskrumið í þeim áhuga VG að vilja frysta tímabundið eignir útrásarvíkinga. Hér er einfaldlega verið að endurróma óskir og kröfur þorra almennings. Kannski er þetta hægt, kannski ekki. Álfheiði Ingadóttur mæltist vel þegar hún minnti á á frysting eigna er ekki það sama og yfirtaka.

Ég hef alltaf trúað á frjálst framtak og lítil ríkisafskipti. Ég hef þrifist vel í slíku umhverfi undanfarna tvo áratugi. En síðustu misseri, hugsanlega síðustu ár, fór stefnan á villigötur. Þegar við þetta bætist fádæma deyfð og óákveðni síðustu stjórnar, t.d. frámunaleg tregða til að höggva á hnútinn og gera nauðsynlegar mannabreytingar í ráðherraliði, Fjármálaeftirliti og Seðlabanka, þá er manni nóg boðið og ég er orðinn munaðarlaus í pólitík.

Annars er það sérkennilegt að allir hafa gengið út frá því að það stæði upp á Sjálfstæðisflokkinn að reka forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Síðan kom á daginn að auðvitað var þetta á forræði viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar sem kippti þessu loks í liðinn án þess að spyrja Sjálfstæðisflokkinn leyfis.

En nú er bara að vona að við förum ekki úr öskunni í eldinn. Getur svona vont versnað?

Vonandi kemur eitthvað trúverðugt úr þeirri gerjun sem á sér stað núna í grasrótinni. Ég væri sannarlega til í að kjósa nýjan framboðslista. Það verður bara að vera vit í honum og fólk á honum sem maður treystir virkilega til að stökkva í ráðherraembætti.

Annars hef ég verið á kafi í tímabundnum verkefnum undanfarið og því ekki geta bloggað um stórviðburði síðustu daga. Ég er að hætta á Íslensku auglýsingastofunni og hef stundað háskólanám frá 12. janúar. Ætlunin var að læra mikið (40 einingar), skrifa mikið og vinna pínulítið með náminu (t.d. Mímir). En undanfarið hafa verið að bætast við launuð verkefni og auk þess er framtíðarstaðan í þeim efnum áhugaverð en óljós sem stendur. Ef ég fæ meiri vinnu en ég átt von á þá verð ég að hægja á náminu því ekki hætti ég að skrifa.

10 Comments:

Blogger Þráinn said...

Það verður gaman að fylgjast með þér: það er ekki annað að sjá en þarna sé hjartahreinn miðjumaður í stjórnmálum (framsóknarmaður) að komast til þroska. :)

12:37 e.h., janúar 29, 2009  
Blogger Bjarni said...

Nú þegar hafa Framsóknarmenn sagt NEI ekki snerta, kæla eða frysta, eigur OKKAR manna lesist Finns, Sigga Einars, Ólafs Ólafs og fl.

Hve þurfa menn meira til að sjá, að nýr formaður Framsóknar sé--,,í boði" Finns og félaga.

Svo ætlar Orri hjá Finni Ingólfs í Frumherja í framboð í S kjördæmi. hummm

svo er verið að tala um drullumallara.

12:43 e.h., janúar 29, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Framsóknarmenn vilja ekki brjóta mannréttindi og þess vegna styðja þeir ekki tillögu Vg.

Tillaga Vg er mjög kommonísk í eðli sínu... "við ætlum að ráða því hverjir eru glæpamenn og hverjir ekki, dómstólar eru bull og vitleysa"...


Það að setja lög og reglur er hins vegar allt annað og að setja frekari reglur á fjármálamarkaði er allt annað mál.

Það var svo sem kominn tími á að hulan félli af sigðinni hjá Vg.

Tek undir með Þráni að þú ættir að kynna þér stefnuskrá Framsóknar og athuga hvort þú eigir ekki frekast samleið með þeim.

1:06 e.h., janúar 29, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur tekið frumkvæði að slíku framboði. Nú þurfum við allt hugsandi fólk inn í stjórnmálin. Þó ég sé ekki hægrimaður finnst mér átakanlegt lýðræðislegt vandamál að hægrimenn hafi ekki heiðarlegan valkost í næstu kosningum. Það er ekki eðlilegt að fólk hafi valið milli þess að kjósa fólk sem það er ósammála og fólk sem er óheiðarlegt.

1:33 e.h., janúar 29, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Er þetta ekki bara málið fyrir þig

http://ihaldsflokkurinn.blog.is/blog/ihaldsflokkurinn/

1:40 e.h., janúar 29, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

"Ég hef alltaf trúað á frjálst framtak og lítil ríkisafskipti. Ég hef þrifist vel í slíku umhverfi undanfarna tvo áratugi. En síðustu misseri, hugsanlega síðustu ár, fór stefnan á villigötur"

Thetta var syndarveruleiki sem thu bjost i, grodinn var einkavæddur og nu sjaum vid ad tapid er rikisvætt. Frjalshyggjann er buin ad rusta fjarmalakerfinu,traustum fyrirtækjum osv.... sama sagan endurtekur sig thegar grædgin er i fyrirrumi....

1:43 e.h., janúar 29, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst svolítið skrýtið að tönnlast endalaust á mannréttindum í tengslum við margumrædda frystingu eigna. Er það mannréttindabrot að frysta eignir þegar rökstuddur grunur er um að ákveðnir aðilar hafi verið að koma fjármunum úr landi? Og hefur fréttaflutningur undanfarinna vikna ekki rennt nokkrum stoðum undir slíkan grun? Eða hversu rökstuddur þarf hann annars að vera?

Vel má vera að svona lagað gangi ekki upp, en ég hef nú ekki heyrt neinn, hvorki Vinstri græna né aðra, slá því föstu að þetta eigi að gera bara af því bara. Málaflutningurinn hefur frekar verið í þá átt að skoða beri möguleikana á þessu - þá væntanlega með það að sjónarmiði að slíkt brjóti ekki gegn stjórnarskrá eða mannréttindum. Enda væri væntanlega ekki hægt að gera þetta ef svo væri, sama hversu einlægur vilji væri fyrir hendi. Og ef þetta er skoðað í samræmi við mannréttindasáttmála og stjórnarskrá, hvert er þá vandmálið, nákvæmlega?

Einnig: Bretum tókst að frysta eignir Landsbanka og Kaupþings. Hvers vegna ætti Ísland ekki að geta gert slíkt hið sama?

1:46 e.h., janúar 29, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

1. Ég er hjartanlega sammála Eyvindi. Vel mælt.

2. Heimasíða Norræna íhaldsflokksins er áhugaverð.

http://www.simnet.is/ihaldsflokkurinn/

1:49 e.h., janúar 29, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home