mánudagur, febrúar 02, 2009

Nýir ráðherrar

Ég sá viðtöl við tvo nýja ráðherra í kvöld.

Ég hlustaði á Steingrím og gat tekið undir nákvæmlega allt sem hann sagði.

Síðan heyrði ég í Ögmundi og þar var mættur hættulegur ráðherra. Hann er þegar búinn að afnema innritunargjöld sem hljómar fallega. En það kostar. Að hleypa manni sem er heltekinn af meintri réttlætiskennd í dýrasta ráðuneytið, er ábyrgðarlaus leikur á þessum tímum.

Steingrímur gæti orðið að skaffa mikla hátekjuskatta og komast yfir mikið af undanskotseignum til að fjármagna eyðslu Ögmundar.

Ég held að vinsæll heilbrigðisráðherra sé stjórnmálamaður á villigötum. Þetta er embætti þar sem fólk verður að fórna eigin stundarvinsældum fyrir þjóðarhag, þ.e. ríkiskassann.

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef einhver ráðuneyti ættu einmitt ekki að snúast um ríkiskassann þá eru það heilbrigðis- og menntamálaráðuneytin.

8:34 e.h., febrúar 02, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Kannski hugsar Ögmundur einmitt svona og dýpkar kreppuna enn.

10:23 e.h., febrúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Satt segirðu Ágúst Borgþór. Lífið er ljótt. Af hverju ekki að drepa sjúklingana? Það myndi margborga sig.

Elín.

11:08 e.h., febrúar 02, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég nenni ekki að rökræða við fólk sem lætur eins og allar skipulagsbreytingar og allur niðurskurður í heilbrigðiskerfiu snúist um að láta fólk deyja og sinna því ekki. Þetta er m.a. hræðsluáróður frá fólki sem vill halda óbreyttri stöðu og völdum í kerfinu. En kerfið er svakalega dýrt og það verður að spara þar.

11:51 e.h., febrúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú talaðir um hættulegan ráðherra. Mér fannst það hræðsluáróður.

Elín.

11:59 e.h., febrúar 02, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú að segja að ég sé sammála.

Hvað á það að þýða að auka kostnað núna?

Fyrir tveim árum síðan hefði ég hrósað þeim ráðherra sem lækkaði gjöld og hækkaði laun í heilbrigðisráðuneytinu.

Núna finnst mér það ekki sniðugt.

Svo er Ögmundur líka bara í smá pásu sem formaður BSRB. Það eru svo miklir hagsmunaárekstrar á ferð milli BSRB og heilbrigðisráðuneytisins að það hálfa væri nóg.

Annars finnst mér Ögmundur fínn kall. Líkar vel við hann.

Snæbjörn,

12:25 f.h., febrúar 03, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held ég geti kallað mig "einlægan stuðningsmann" þessarar nýju stjórnar. Ég get samt heldur ekki skilið af hverju Ögmundur er að koma sér í þessa aðstöðu.
Það er fáránlegt að vera búinn að krefjast siðbótar í allan þennan tíma og koma sér svo sjálfur í þessa stöðu við fyrsta tækifæri.
Að sjálfsögðu átti hann að segja af sér sem formaður.

Pétur Maack

12:30 f.h., febrúar 03, 2009  
Blogger Thrainn Kristinsson said...

Ágúst,

Það verður prófkjör hjá sjöllum í Reykjavík.

Er ekki komið tæm á að íhaldssamaur menntamaður og rithöfundur taki sæti á alþingi fyrir flokkinn?

10:57 f.h., febrúar 03, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Átti ég ekki að fara í Framsókn?

Grínlaust þá ætti ég engan sjens í slíkan leik. Ég þekki engan. Gemsinn minn hringir aldrei og ég fær bara spam í tölvupósti.

11:10 f.h., febrúar 03, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home