mánudagur, febrúar 09, 2009

VG - til gagns eða skaðræðis?

Nýja stjórnin tekur til hendinni og það er gott.

En niðurskurður, mikill niðurskurður ef lífsnauðsynlegur, hefur aldrei nokkurn tíma verið eins brýnn og nú ef við mögulega ætlum að komast úr þessum vanda sem við erum í.

Ef VG slær hendinni á móti hvalveiðitekjum, lætur ganga til baka niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, stóreykur útgjöld til LÍN og heldur til streitu byggingu Tónlistarhússins - þá er þessi flokkur ekkert annað en skaðræðisdýr, það allra versta sem þessi þjóð gat fengið yfir sig í þessari djúpu kreppu.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það eru allar líkur á að það verði tap á hvalveiðum.

Innritunargjöldin sem er búið að fella niður voru þannig að þau svöruðu í raun ekki kostnaði.

Samningarnir vegna tónlistarhússins eru þannig að það kostar ekkert mikið meira að klára það og stoppa alveg.

11:19 f.h., febrúar 09, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Breytingin á LÍN (ef af verður) yrði að mestu kerfisbreyting sem þýðir ekki aukin heildarútgjöld - heldur tilfærslu milli tímabila.

Það er jafnmikið "tap" fólgið í því að fyrirframgreiða námslán í stað þess að eftirágreiða og það var mikill "gróði" þegar þessu var breytt í hina áttina.

Þessu má líkja við fyrirtæki sem fer úr því að borga starfsmönnum sínum eftirá í að greiða fyrirfram. Heildarkostnaðurinn breytist lítið, þótt ein mánaðarmótin verði þung. Eftir sem áður eru 12 mánuðir í árinu.

Hins vegar myndu bankarnir missa yfirdráttartekjur af námsmönnum, það er rétt.

11:26 f.h., febrúar 09, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Afstaða VG til Norðmanna er óljós. Þeir segjast líta til Noregs vegna sameiginlegra hagsmuna en maður veit ekki alveg hvað þeir eru að tala um. Þeir tala um mynt en minnast ekki á olíuvinnslu og hvalveiðar.

12:09 e.h., febrúar 09, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvalveiðitekjur: Það er mikið talað um tekjur af hvalveiðum, en aldrei talað um hvaðan þær eiga að koma. Svo virðist sem illa hafi gengið að selja það lítilræði sem til hefur fallið vegna hrefnuveiða undanfarin ár.

12:13 e.h., febrúar 09, 2009  
Blogger Gummi Erlings said...

Sammála Óla. Nema ef Steingrímur sýnir kvikindisskap á móti og selur hvalveiðiheimildirnar hæstbjóðanda á frjálsum markaði. Þá kæmi slatti í ríkissjóð og friðunarsinnar gætu þess vegna keypt allt dótið. Win-win.

2:46 e.h., febrúar 09, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verður náttúrulega mikill sparnaður fyrir ríkið þegar ég flyt af landi með mína fjölskyldu (ásamt hinum 30 þúsund)

Þann sparnað getum við sko ekki þakkað Steingrími og Jóhönnu.

6:23 e.h., febrúar 09, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Dæmigerðir sósíalistar. Telja sig best til þess fallna að dæma fyrirfram hvort gróði eða tap verði af hvalveiðum.

Dæmigert einnig að bulla um að LÍN sé bara kerfibreyting þegar allir sjá hversu mikið þetta eykur útgjöldin - enda snilldin við LÍN sú að einungis er greitt út ef árangur næst.

9:29 e.h., febrúar 09, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er útilokað með öllu að það gætu nokkurntímann orðið gjaldeyristekjur af hvalveiðum.
Ennfremur þurfa Íslendingar að vera nokkuð aðframkomnir af hungursneyð til að það fari að borga sig á innanlandsmarkaði.

8:23 f.h., febrúar 10, 2009  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:19 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home