þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Drengir

Kjartan mútaði mér til að fara með sig og vini sínum í bæinn til að kaupa Pókemon-myndir í Nexus með því að bjóða mér fótboltaleikjamót í Fifa 2009 með þeim báðum. Sammælst var um að hittast fyrir utan Háskólabíó klukkan þrjú. Ég var þá að koma úr Fílunni hjá Páli Skúlasyni á Háskólatorgi (við spjölluðum saman í hléinu, því hann kannaðist við mig en gat ekki komið mér fyrir sig; ég rifjaði upp fyrir honum að hann hefði kennt mér tvö eða þrjú námskeið rétt fyrir og um Viðeyjarviðreisn DO og JBH; "betra er seint en aldrei", sagði ég, ég væri mætti aftur til að klára fíluna hans og skrifa BA-ritgerð hjá Gunnari Harðarsyni).

Þegar ég kem að Háskólabíó eru drengirnir orðnir þrír, Kjartan og tveir bekkjarfélagar. Þeir voru að koma út úr Landsbankanum, hver með sitt rjúkandi plastmál. Kjartan með espressóbolla og nokkra sykurmola, hinir tveir með tepoka ofan í heitu vatni; þeir höfðu semsagt allir þegið ókeypis veitingar þessa banka sem áður var allsnægtahirsla sem öllum um veitti allt sem um var beðið svo að segja; en nú borgum við og í framtíðinni þessir strákar ofboðsskuldir og vanrækslusyndir eigendanna.

Drengirnir sötruðu og sykurvættu þessa drykki sem þeim eru ekki tamir, einfaldlega af því þeir voru í boði og þeir voru fullorðins og spennandi. Þetta var óskaplega fyndin sjón og inspírandi.

7 Comments:

Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Pókemon??? Er það ,,inni" einu sinni en?

9:30 f.h., febrúar 10, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

... þegið, ekki þáð ...

11:04 f.h., febrúar 10, 2009  
Blogger Kjartan Hallur said...

Pókemon lifir!

Takk fyrir ábendinguna í gær, gegnum Litla. Lúmskt er letrið smáa.

11:21 f.h., febrúar 10, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Þjóðin þarf að losna við þessi skrípahjón á Bessastöðum og helst við forsetaembættið líka. Embættið er með öllu óþarft og nú er komið að því að peningana sem fara í þetta tildur þarf að nota í annað.

5:20 e.h., febrúar 10, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hjartanlega sammála, nafnlaus.

6:02 e.h., febrúar 10, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

true religion outlet, nike roshe run, michael kors uk, chaussure louboutin, north face pas cher, lululemon, nike air max, michael kors canada, new balance pas cher, nike free, nike air force, nike blazer pas cher, hollister, true religion jeans, lacoste pas cher, sac louis vuitton, abercrombie and fitch, guess pas cher, ray ban uk, timberland, hermes pas cher, air max pas cher, nike roshe, ralph lauren, oakley pas cher, mulberry, burberry pas cher, vans pas cher, longchamp pas cher, sac michael kors, barbour, ray ban pas cher, air jordan, nike air max, converse pas cher, longchamp, scarpe hogan, north face, louis vuitton, air max, louis vuitton uk, tn pas cher, ralph lauren pas cher, nike free pas cher, louis vuitton pas cher, hollister, sac vanessa bruno

4:14 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home