laugardagur, mars 14, 2009

Tíminn, maður!

Rétt áður en ég gat út fyrstu bókina mína, smásagnasafnið Síðasti bíllinn, árið 1988, fékk ég birt viðtal við mig í Vikunni. Viðtalið var býsna ríkulegt og langt en ég naut þess þá að hafa skrifað heilmikið fyrir blaðið það sumar fyrir lítinn pening. Viðtalið var skreytt ljósmyndum sem vinur minn tók. Bókina gaf ég út sjálfur og hún var frekar slök en enginn skandall fyrir mjög ungan mann. Svo var í henni ein ansi góð saga sem ég hafði áður fengið birta í TMM.

Hinn eiginlegi reglubundni bókmenntaferill hófst hins vegar ekki fyrr en 1995 þegar út kom smásagnasafnið Í síðasta sinn hjá Skjaldborg. Miklu betri bók sem fékk góða dóma en seldist ekki neitt. Á lokasprettinum þurfti ég að frumsemja 3 nýjar smásögur (ca. 40 bókarsíður af 120) sem áttu að falla inn í heildarkonseptið (fíkn). Það tókst afbragðsvel. Ég hafði hins vegar bara tvo mánuði í þetta verk en bókin átti að fara í prentun að mig minnir í S-Ameríku í júníbyrjun þetta ár. Ég var þá í fullu starfi hjá fyrirtæki sem heitir og hét Miðlun og var staðsett við Ægisgötu. Á kvöldin og fram á nótt var ég að vinna við bókina þessa tvo mánuði en heima var Erla með nokkurra mánaða gamalt barn, Freyju, sem var fermd í fyrra.

Um helgar sat ég þarna líka og hamaðist við að klára bókina. Í matartímanum skrapp ég niður á Tryggvagötu í sjoppu sem hét Stélið. Stél flugvélar skagaði út úr risi hússins. Þessi sjoppa er núna horfin. Þarna át ég hamborgara og drakk kaffi og hvíldi mig örstutta stund á smásögunum.
Auk þess blaðaði ég í eldgömlum tímaritum sem þarna lágu frammi. Meðal annars var þar að finna 7 ára gamalt tölublað af Vikunni með viðtali við ungan rithöfund sem var að gefa út fyrstu bókina sína. Það var nokkuð skemmtileg tilviljun að rekast á þetta gamla viðtal við sjálfan mig um fyrstu bókina á meðan ég var að klára bók númer tvö.

- - - -

Í jákvæðum ritdómi um bókina á Rás 1 fjallaði ritdómari um fíknina og neyslubrjálæðið. Í gamni eða alvöru sagðist hann í lok dómsins ætla að fara að horfa aftur á gervihnattasjónvarpið sitt eða fjölvarpið. Það var tákn um neysluna þá, að hafa haug af erlendum sjónvarpsstöðvum. Löngu síðar varð flatskjárinn að þessu tákni.

Pólitíkin þá? Við vorum að sigla út úr kreppu með DO og JBH í sinni Viðeyjarstjórn og EES-samningnum. Ég var að breytast í þann grjótharða hægri mann sem nú þarf að endurskoða pólitísk viðhorf sín.

Skáldsögur þurfa að taka mið af samtíma sínum en höfundar geta ekki fest sig í einhverju sem hljómar algjörlega úrelt nokkrum árum seinna. Þeir geta t.d. ekki verið að velta sér upp úr gervihnattasjónvarpi eða flatskjám. Þeir geta oft algjörlega sniðgengið pólitíkina og heimsviðburði á sögu- og ritunartíma verka sinna enda leitast þeir við að einbeita sér að því tímalausa.

En suma viðburði er ekki hægt að sniðganga ef maður skrifar samtímasögu. Ef maður er með persónur sem lifa og starfa yfir tímabilið 2007-2009 er tæpast hægt að sniðganga bankahrunið. En það er heldur ekki hægt að fara að skrifa sögu sem fjallar um það ef upphaflega sagan átti ekki að gera það. Og það þarf að passa sig að festast ekki í einhverjum þáttum þessara viðburða sem koma ekki til með að skipta miklu máli síðar.

Það þarf að finna flötinn sem hefur langa og víðtæka skírskotun. Mannlegan, almennan flöt.

Ég held ég sé búinn að tækla þetta. Bókin gæti verið orðin klár í haust.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Skemmtileg færsla, Ágúst, flott. Og efni í smásögu sýnist mér: Höfundur stígur út úr sjálfum sér og horfir yfir farinn veg og sér sig hér og þar á fyrstu árum ferlis síns. Rekst m.a. á sjálfan sig í gömlu tímariti. Glefsur úr borgarlífinu um leið - svona stemming.

8:08 e.h., mars 14, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk fyrir það. Það er ýmislegt hérna sem mætti nýta í þessu bloggsafni, en kannski er þetta meira æfingar fyrir höfundinn.

11:05 e.h., mars 14, 2009  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

En hvað er billegt við að frumbirta efni á netinu?

7:04 e.h., mars 21, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, þú birtir kommentið hér en ekki við hina færsluna.

Kannski er þetta bara snobb í mér. En á netið er hægt að ropa og prumpa og garga og gera broskalla. Það er líka hægt að birta skemmtilegar bloggfærslur þar úr Norðurmýrinni. - En smásaga er m.a. vara þó að hún seljist ekki dýrt. Þannig að í frumbirtingu sinni fer hún í gegnum síu ritstjórnar og síðan er greitt fyrir hana. Frumbirt smásaga á netinu er í félagsskap með alls kyns bulli og lesendur hennar setja sig ekki í þær stellingar að þeir séu að fletta bók eða bókmenntatímariti.

7:26 e.h., mars 21, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:21 f.h., desember 01, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
uggs outlet
pandora charms outlet
vibram fivefingers
nike air max 2017
off white
christian louboutin sale
ugg boots clearance
louboutin shoes
mbt shoes
skechers shoes

4:25 f.h., júlí 17, 2018  
Blogger te12 said...

qzz0727
nets jerseys
alife clothing
christian louboutin shoes
kevin durant shoes
true religion jeans
prada shoes
longchamp handbags
polo ralph lauren
lebron james shoes
soccer jerseys

3:11 f.h., júlí 27, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home