föstudagur, júní 12, 2009

Sprengja frá Hallgrími

Auðvitað átti Egill að lesa bókina hans Hallgríms fyrir síðustu jól. Hann gæti afsakað sig með að hann kæmist ekki yfir allt. En hann er auk þess með tvo lesara í þættinum.

Kiljan er skemmtileg og hún er mjög vinsæll þáttur og það er engan veginn sjálfgefið að halda úti bókmenntaþætti í sjónvarpi meiripart ársins sem heldur vinsældum sínum.

Kiljan er fyrsti íslenski sjónvarpsþátturinn um bókmenntir sem ekki er fullkomlega misheppnaður. Litróf var ömurlegur menningarþáttur með ennþá ömurlegra bókmenntahorni. Regnhlífarnar í New York var yfirborðsmennskan ein.

Og hvað sem hver segir þá er minni dilkadráttur í Kiljunni en tíðkast hefur á bókmenntavettvangi. Það er farið nokkuð vítt yfir það sem skiptir máli eða skiptir bara hugsanlega máli. Hér áður fyrr komu góðir höfundar að lokuðum dyrum ef þeir voru ekki í tísku.
Kiljan hefur hins vegar leitt af sér að áður ósöluvænlegar bækur hafa slegið í gegn. Hún hefur opnað bókmenntaheiminn fyrir almenningi.

Kiljan er Egill Helgason. Tillaga um að skipt verði um þáttarstjórnanda er bara bull. Ef Egill myndi hætta þá myndi Kiljan hætta og nýr þáttur taka við (eða enginn). Ég gef mér ekki fyrirfram að sá þáttur væri misheppnaðar eins og bókmenntaþættir undanfarinna ára en það hlýtur að vera eðlilegt að grípa þar til orðatiltækis á ensku: If it works don´t fix it.

6 Comments:

Anonymous Arngrímur Vídalín said...

Mér finnst nú hálfhallærislegt hjá DV að slá upp meinlausri statusuppfærslu Hallgríms á Facebook sem einhverri stórfrétt, eða „sprengju“ einsog þú kallar það. Hvað svo? Fara blaðamenn núna að elta Hallgrím í fermingarveislur til að sjá hvað hann segir þar?

4:00 e.h., júní 12, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Svona var einu sinni talað um ef lagt var út af því sem menn skrifuðu á bloggsíður sínar. Er þetta ekki alveg það sama?

5:12 e.h., júní 12, 2009  
Anonymous Arngrímur Vídalín said...

Það er líkast til álitamál þótt mér finnist það ekki. Á Facebook getur aðeins afmarkaður hópur séð hvað maður segir, og það er sjaldnast sett fram í lengra máli en einni setningu - ennþá sjaldnar af nokkurri alvöru. Bloggsíður bjóða einfaldlega upp á allt aðra nálgun og eru nær blaðagreinum að eðli, meðan Facebook er meira einsog rasistabrandari sem maður segði í nánasta hópi vina en léti aldrei hafa eftir sér opinberlega.

6:17 e.h., júní 12, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta góð greining hjá þér Ágúst Borgþór.

12:49 f.h., júní 13, 2009  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

4:09 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:17 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home