sunnudagur, júní 06, 2004

Hvað er með þessa nýju klósettfrekju ungra kvenna? Í tvö síðustu skiptin sem ég hef farið á Kormák og Skjöld (þ.e. rétt áður en ég fór út og rétt eftir að ég kom heim) eru ungar stelpur að frekjast á karlaklósettinu. Sú fyrri talaði hástöfum við vinkonu sína inni á lokuðu salerni um það að hún hikaði ekki við að fara inn á karlasalerni ef mikil traffík væri kvennamegin, hún fílaði auk þess ekki kjaftasnakk og snyrtingu á kvennaklósettum og vildi fá að pissa í friði. Sú síðari blaðraði í gemsa inni á karlasnyrtingunni, klædd mjög stuttum hvítum kjól. Ágætis exibisjónismi það. Nú er það svo að öllum körlum er nákvæmlega sama þó að konur fylli karlaklósett og kannski finnst okkur það bara gaman. En samt er þetta yfirgangur. Því auðvitað myndu þessar litlu píkur tryllast ef karlar birtust inni á kvennaklósettinu. Ég fatta því ekki alveg meininguna í þessu. Er þetta eitthvað sem þeim er kennt í nýja bleika feministafélaginu? Og hver er þá merkingin? Eiga karlar ekki að fá að hafa það í friði sem konur hafa í friði?

4 Comments:

Blogger Ágúst Borgþór said...

Nú getið þið kommentað á þetta hjá mér.

3:05 f.h., júní 07, 2004  
Blogger Hr. Pez said...

Ég villtist einu sinni inn á kvennaklósett á skemmtistað þegar mikið lá við að hreinsa upp úr vinstrinu. Það var blessunarlega tómt þegar ég álpaðist inn (ótrúlegt en satt) en fylltist á meðan ég var í faðmlögum við klósettskálina. Á leiðinni út þurfti ég að berjast gegn um handtöskugöng óðra kvenvarga.

12:39 e.h., júní 07, 2004  
Blogger Hr. Pez said...

Og já alveg rétt, til hamingju með kommentakerfið. Og ágætt blogg þess utan.

12:40 e.h., júní 07, 2004  
Blogger oakleyses said...

north face jackets, lululemon outlet, babyliss pro, vans outlet, birkin bag, insanity workout, giuseppe zanotti, asics shoes, mac cosmetics, abercrombie and fitch, canada goose outlet, ghd, nike roshe, uggs on sale, ugg boots, nike trainers, herve leger, soccer shoes, ugg soldes, replica watches, p90x workout, soccer jerseys, ferragamo shoes, beats headphones, uggs outlet, longchamp, valentino shoes, ugg outlet, marc jacobs outlet, jimmy choo shoes, ugg, instyler ionic styler, mcm handbags, mont blanc pens, new balance outlet, uggs outlet, chi flat iron, canada goose, ugg boots, reebok shoes, canada goose outlet, canada goose outlet, hollister, nike huarache, wedding dresses, bottega veneta, celine handbags, north face outlet, nfl jerseys

8:50 f.h., nóvember 28, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home