Fletti nafninu mínu upp á leitarvél í dag og komst þannig að því fyrir tilviljun að einhver, sem kennd er við rokk og orðuð er við blogg, einhver sem er komin í nám og skemmtanalíf í útlöndum, - er þrátt fyrir þessi viðbrigði ekki búin að gleyma rithöfundi sem viðkomandi þekkir ekki í sjón, samkvæmt uppdiktaðri frásögn viðkomandi um að ég hafi gefið sig á tal við hana fyrir framan afgreiðsluborð í Eymundsson.
Er ég virkilega svona eftirminnilegur? Að ég rata inn minningar, ímyndanir og hálfdreymi fólks sem ég þekki ekki?
4 Comments:
Þú skrifaðir um þennan fund ykkar sjálfur fyrr í sumar. Nú held ég að þú ættir að reyna að herða þig upp og hætta að láta "Beturokk" á þig fá. Hún hlýtur að vera bara að stríða þér. Svo skaltu líka hætta að fletta sjálfum þér upp á google, þú hefur áður talað um það og ekki enn þykir það smart.
Halldóra Kjartansdóttir.
Kæra Halldóra. Þú fórst laglega með mig núna. Þú hefur því miður rétt fyrir þér. Eða sem betur fer. Bestu kveðjur.
Verst að ég sé ekki komment Haldóru. EN öllum getur misminnt. Mér finnst Ágúst taka þessu kommenti þína Halldóra óskaplega vel, miðað við það sem þú lætur frá þér fara.
EN eitt man ég (það er að vísu ansi langt síðan) að þessi téðja Beta (sem ég þekki ekki ekkert) Heimsókti aðra bloggsíðu sem ég man ekki hvað heitir, og setti þar inn innlegg sem var eithvað á þessa leið: HÍHÍ Ágúst er að hamast við að gefa út bók og ekkert gengur.
Að vísu orðaði hún þetta miklu andsyggliegra. Veit ekki hvort Ágúst muni eftir þessi eða hvaða bloggsíða þetta er/var? Sá sem stofnaði hana var álíka orðljótur...
KV,A.
Að vísu er fyrsta setning þín góð Halldóra. Rétt á auðvitað að vera rétt.
Held að Ágúst nenni líklega ekkert að spá í þessa Betu meira?!
Vildi bara nefna það hvað hann tekur þessu innleggi þínu vel. Það myndu ekki allir gera.
A.
Skrifa ummæli
<< Home