mánudagur, nóvember 22, 2004

Það kallar á viðbrögð að tjá sig hispurslaust. Davíð Oddsson mátti til skamms tíma ekki opna munninn og tjá sig utan línu pólitísks rétttrúnaðar án þess að hver einasti dálkahöfundur vinstra megin við miðju og allir helstu kjaftaskar stjórnmálanna þeim megin væru búnir að henda á lofti meginsetninguna og smjatta látlaust á henni og snúa út úr. - Engu að síður var vaxandi sjálfsritskoðun í samfélaginu oft rakin til stjórnarhátta forsætisráðherrans.

En litlir kallar fá líka á baukinn fyrir að halda ekki kjafti. Og ekki halda að ég sé þar með að líkja mér við DO (þó að ég sé betri smásagnahöfundur en hann). Hófsemdarleg umsvif mín síðustu misseri hafa kallað á ummæli eins og: útbrunninn egóisti, stóra steikin, eitt stórt djók og eitthvað í svipuðum dúr. Þarna hafa hins vegar ávallt átt í hlut einhverjir vesalingar sem ná ekki máli og myndu fæstir hafa skrifað nokkuð opinberlega ef netið væri ekki komið til sögunnar. - Núna hefur hins vegar þjóðþekktur rithöfundur kallað mig fádæma heimskan og fullkominn siðleysingja. Það er ekki laust við að ég finni dálítið til mín, að ég hafi þrátt fyrir allt orðið nokkurs heiðurs aðnjótandi.

Sjálfur hef ég síðan bætt um betur og kallað sjálfan mig feitan og sjálfhælinn. Til að vega upp á móti því hef ég líka kallað mig meistara smásögunnar og snemma í haust tók gagnrýnandi í útvarpi upp á því að gera slíkt hið sama og líkti mér í þokkabót við Raymond Carver.

Allt hnjóðið stend ég auðveldlega af mér. Ástæðan er sú að fólk gefur sjaldan frat í sögurnar mínar. Raunar er það yfirleitt svo að menn einfaldlega steinþegja um skáldskap minn og láta eins og hann sé ekki til. Því er það nú svo, og ég viðurkenni það fúslega, að mér er mikill styrkur í jákvæðum ritdómum. Líklega mun dómur Páls Baldvins Baldvinssonar í DV í síðustu viku verða mér mikil hvatning í áframhaldandi skrifum.
Það eru ekki bara hrósyrðin sem gleðja heldur líka hitt að Páll Baldvin skilur greinilega bókina og fangar kjarna hennar í örfá orð:

"Ágúst skrifar stíl sem er hversdagslegur á ytra borði, hann rekur örugglega framþróun persónunnar án þess að láta of mikið uppi, lætur skína í hið óyfirstíganlega, örlögin sem lesandi, höfundur og persóna sætta sig á endanum við. Hann er laus við allar öfgar og stæla, trúr söguefninu sem oftast er sótt í hvunndag karlmanna, sígandi þroska og þekkingu þeirra á aðstæðum sem þeir vildu ráða en geta litlu ráðið um."

Naglinn á höfuðið.

Mér hefur lengi fundist ég vera á hárréttri leið í smásagnaskrifum. Ég hef skynjað að ég nálgast tóninn sem ég vil ná og sá tónn er sannur. En ég hef líka orðið þess áskynja að ég gæti náð listrænum markmiðum án þess að það skipti nokkurn einasta mann máli. Ég gæti átt eftir að skrifa góð verk nánast út í tómið. - Síðan fylgir þessu vesen og streð, það þarf að finna tíma utan vinnudagsins, fórna öðrum áhugamálum, semja við konuna, leggja álag á heimilið og draga úr eigin svefni. Án þess að bera nokkurn veginn eina krónu úr býtum fjárhagslega og án þess að nokkur hafi áhuga á afurðunum.

En að vita af einum lesanda af þessu kaliberi, sem bíður eftir næstu bók, skilur hvað ég er að gera og kann að meta það - það léttir róðurinn við ritun þeirrar bókar.
11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nokkur jákvæð orð í DV virðast hafa dimmu í dagsljós breytt og svifið á smásagnaskáldið.
Manni dettur í hug gömul saga um músina sem datt ofan í rauðvínsámu, svamlaði þar um stund og saup drjúgum á, klóraði sig síðan upp á brún ámunnar og stóð þar rorrandi og sagði: “Komið þið nú með helvítis köttinn.”
Ágúst gæti verið "músin", Páll Baldvinsson "rauðvínsáman" og hinn almenni lesandi væri þá "helvítis kötturinn".
Kveðja, Almennur lesandi

10:38 e.h., nóvember 22, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Já veistu ég er sammála þér að vissu leiti. Nú tala ég auðvitað til Ágústar sem á þessa síðu.Heldur þú að þetta sé rétta leiðin til að öðlast frægð og frama hér á fróni?Þ.e. að fjalla um ýmsa höfunda, sögur, skáldskap annara, sem þú er í !kauphlaupi! við? Vissulega er gaman að lesa þitt hressilega plogg og nauðsynlegt að hafa mjög mikið sjálfsálit, það er nauðsyn hverjum listamanni til að komast áfram.Þú ert að mínu mati góður rithöfundur.En þarf rithöfundur ekki að gæta sín, þá meina ég auðvitað helst ganvart öðrum rithöfundum, passa sig á því að gagnrýna verk? stoppa smá og hugsa sig um. Hugsa um næstu bók? Nú ertu mjög umtalaður, held að þetta plogg þitt hafi gert garðinn frægann. En hvaða garð,þinn garð að sjálfsögðu.Þú ert góður-passa bara að vera ekki einum of -salla- ekki aðra höfunda niður. En haltu áfram á þeirri braut með þitt og auðvitað vitna í önnur skáldverk.

11:16 e.h., nóvember 22, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er að gefa út litla bók með 9 smásögum hjá litlu forlagi. Og af þeim sökum á ég allt í einu að halda kjafti. Loka bloggsíðunni kannski til áramóta? Eitt er víst að höfundur umræddrar bókar hefur ekki áhuga á að láta þagga niður í sér.

11:32 f.h., nóvember 23, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju ert þú að væla um ofsóknir og ritskoðun?
Ert það ekki þú sem ert búinn að misnota ritfrelsið að birta óhróður um starfsbróður þinn?
Hefur þér lengi fundist að fólk sé að ofsækja þig?

11:53 f.h., nóvember 23, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Er ég að væla? Nei, ert þú ekki bara að bulla? Ef þér fundist bullið ganga lengi niður af þér?

12:03 e.h., nóvember 23, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:21 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:34 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:38 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

pandora jewelry
polo ralph lauren
polo homme pas chère
san antonio spurs jerseys
nike air max 2017
michael kors outlet online
ecco outlet
moncler online
salomom shoes
michael kors outlet
zzzzz2018.6.12

3:42 f.h., júní 12, 2018  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
pandora jewelry outlet
adidas yeezy
canada goose jackets
canada goose outlet
ugg boots on sale 70% off
louboutin shoes
pandora charms
nike shoes
prada shoes
oakley sunglasses

4:21 f.h., júlí 17, 2018  
Blogger yanmaneee said...

curry 7
kd 10
calvin klein underwear
birkin bag
supreme clothing
lebron james shoes
adidsas yeezy
jordan shoes
longchamp handbags
yeezy

1:19 e.h., september 09, 2020  

Skrifa ummæli

<< Home