þriðjudagur, desember 21, 2004

Ég lét Torfa, pabba Mikka, klippa í mig í hádeginu uppi á Hlemmi. Spurði eftir fleiri skáldsögum sonarins en skildist á Torfa að DV ætti hug hans allan enn sem komið væri og lítilla breytinga að vænta á næstunni. Ég skrapp í bókabúðina á Hlemmi. Þar horfði ungur afgreiðslumaður stíft á mig en það var áhugi og virðing í augnaráðinu, ekkert svona "ég-er-vinkona-Beturokk-stóra-steikin-þín"-glott. Við tókum spjall saman og kom þá í ljós að hann er í hljómsveit með Hermanni Stefánssyni. Ég hafði enga hugmynd um þessa hljómsveit og hafði ekki vit á að spyrja hann um nafnið. Hefði eflaust ekki þekkt það. Hann sagðist efast um að smásagnasöfnin hreyfðust nokkuð úr búðinni en þótti sögur vinar síns afar skemmtilegar. Ég sá sex eintök af minni og velti því fyrir mér hvort það væri skammturinn sem Skrudda hefði látið þarna á sínum tíma eða hvort þau hefðu verið 10. Líklega það fyrrnefnda. Hins vegar hefur verið endurpantað líklega þrisvar í Máli og menningu Laugavegi og Eymundsson Austurstræti. Reyndar er allt upplagið komið í umferð núna en það er ekki nema 500 eintök. Bókin er semsagt uppseld hjá útgefanda eins og það heitir.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Fimmta herdeildin er nafn hljómsveitarinnar ef mér skjátlast ekki...

9:35 e.h., desember 21, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, nú man ég það, hann sagði mér það. Hefurðu heyrt í þeim?

9:37 e.h., desember 21, 2004  
Blogger kristian guttesen said...

Með Gímaldin í fararbroddi.

1:17 f.h., desember 23, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Er Gísli Magnússon afgreiðslumaðurinn í Bókabúðinni á Hlemmi (þar sem 3 eintök hafa selst af bókinni minni, komst að því í morgun) og er það sami maðurinn og skrifar stundum á Kistuna?

12:42 e.h., desember 23, 2004  
Blogger kristian guttesen said...

Ekki veit ég hvar hann vinnur, en já, hann skrifar á Kistunni.

Gleðilega hátíð öll sömul.

10:35 e.h., desember 25, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Gísli Magnússon skrifar á Kistuna en vinnur ekki í bókabúðinni. Hermann situr við hliðina á bassaleikaranum og er ekki í sokkum. Loftur vinnur í bókabúðinni og syndir skriðsund. Hver spilar á gítar og hvaðan fær hann til baka?

6:27 e.h., desember 30, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:25 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:41 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home