þriðjudagur, desember 28, 2004

Stefán Pálsson er flínkur penni og í dag birtist eftir hann skemmtilegur pistill á íþróttasíðum DV um Þjóðverjann Bernd Schuster. Stefán virðist vera einn fárra sem kunna að meta þýska knattspyrnu, a.m.k. þegar hún hefur risið í hæstu hæðir, og í greininni heldur hann því fram að Þjóðverjar hefðu orðið heimsmeistarar á Spáni 1982 ef Schuster hefði leikið með þeim þá. Þetta er athyglisverð skoðun. Í þessari keppni komu ýmis klassísk karaktereinkenni þýska liðsins í ljós og eins og svo oft komust Þjóðverjar í úrslitaleikinn án þess að virðast nokkurn tíma ná sér almennilega á strik. Járnvilji þeirri birtist kristaltær í ógleymanlegri viðureign gegn Frökkum í undanúrslitum. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1-1. Frakkar komust í 3-1 í fyrri hálfleik framlengingarinnar en Þjóðverjar jöfnuðu í síðari hlutanum og unnu síðan vítaspyrnukeppnina. Í úrslitaleiknum steinlágu þeir síðan fyrir Ítölum. Það minnir mig á það, man ennþá nokkur eftir stjörnu keppninnar, Ítalanum Paulo Rossi? - Á þessum tíma voru skarpari skil en núna á milli evrópskrar og Suður-amerískrar knattspyrnu. Brasilíumenn og Argentínumenn virtust vera með bestu liðin og voru eftirlæti allra. En evrópskur varnarleikur, skipulag og þrautseigja urðu ofan á í keppninni. Bæði Þjóðverjar og Ítalir höfðu druslast áfram með naumindum upp úr forriðli á meðan Brassar og Argentínumenn héldu stórsýningar.

7 Comments:

Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er sammála þér, en á þessum tíma var þessi munur fyrir hendi, S-amerísku liðin lögðu mun minni áherslu á varnarleik heldur en síðar varð.

11:01 f.h., desember 29, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Alrangt. Brasilía 1990 var alls ekkert samba-lið og Frakkar hafa aldrei haldið sýningar. Brasilía 1990 vann alla sína riðlaleiki með einu marki, lögðu aðaláherslu á að loka öllum leiðum fyrir andstæðinginn að spila. Sem tókst nokkuð vel, þeir voru 90% með boltann. Það er hins vegar ekki gamla Brasilíska aðferðin.
Hún var endurvakin 2002, liðið bíður rólega eftir boltanum (engin ítölsk nauðvörn samt) tekur hann svo og skorar með glæsilegum hætti. Tölfræði lýgur aldrei, og heimsmeistarar hafa aldrei skorað fleiri mörk síðan... 1970.

3:03 e.h., desember 29, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér finnst eins og þú sért að lýsa Brasilíumönnum 1994 en ekki 1990. Mundu að Þjóðverjar urðu meistarar 1990 en Brassarnir 1994. Árið 1990 slógu Argentíumenn Brassa út með heppnissigri. Þjóðverjar spiluðu reyndar dúndrandi sóknarleik 1990 en engan sambabolta, enda eiga þeir ekki að gera það.

3:06 e.h., desember 29, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Brasilía 94 og 90 voru að mörgu leyti mjög svipuð, þótt að leikkerfinu hafi verið breytt úr 3-5-2 í 4-4-2 og svæðavörn í stað maður-á-mann, en '94 hafði Romario og Bebeto sem dugði (oftast) til að skora. Careca var að vísu góður '90 en það vantaði annan brodd.

11:52 f.h., desember 30, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:25 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:35 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:41 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home