mánudagur, desember 27, 2004

Gleðileg jól aftur, kæru lesendur. Við hæfi væri að fá einhverja umræðu um tónlist og bækur sem fólk var að lesa um jólin. Mig sundlar nánast af öllum þeim bókum sem ég er að lesa í einu þessa dagana.

1. Ekki enn búinn með Baróninn eftir Þórarinn Eldjárn.
2. Fékk allt ritsafnið Seið lands og sagna frá Skruddu rétt fyrir jólin. Aðeins byrjaður að glugga í þetta en annars verður þetta að bíða betri tíma.
3. Fékk líka Guantánamo. Er hálfnaður með þá bók. Hvernig væri nú annars að Þjóðahreyfingin einbeitti sér að því að berjast gegn þessum fangabúðum í stað þess að safna fé til að auglýsa að viðkomandi einstaklingar hafi ekki stutt Íraksstríðið. Það er ekki hægt að taka Íraksstríðið aftur. Ég studdi það með hálfum huga á sínum tíma en ég hafði rangt fyrir mér. Og veit það þó ekki. Saddam. Rangar forsendur stríðs. Allt þetta sem svo gagnslaust er að þrátta um núna. Það er ekki hægt að breyta þessu. En Guanánamobúðirnar eru óhæfa sem hægt er að leggja niður eða a.m.k. láta lausa þorra fanganna sem eru nánast saklausir. En Þjóðarhreyfingin virðist vera fyrirbæri sem umfram allt stundar ópródúktíva baráttu.
4. Er að lesa gamla skáldsögu eftir vin minn Guðmund Björgvinsson, Næturflug í sjöunda himni. Ég hef ekki verið ýkja hrifinn af ritverkum Guðmundar og því fannst mér sjálfsagt að þræða mig í gegnum þessa bók þegar mér óvænt leist svona vel á hana.
5. Lesarinn eftir Bernard Schlink. Mjög grípandi og spennandi. Betri en smásögurnar í Ástarflótti sem ég var þó líka ánægður með.
6. Bók um Parkinsonsveiki. Tengist einhverju sem ég er hugsanlega að fara að skrifa.
7. Smásögur prentaðar af netinu úr nýjustu bók Alice Munro, Runaway.

Ég hef aldrei áður lent í svona ógöngum með lestrarefni. Ég verð að klára eitthvað af þessu fljótlega svo þetta verði einfaldara. Að auki er Kristín Ómarsdóttir enn í plastinu en það er eina bókin sem ég fékk í jólagjöf, sú eina sem ég var ekki byrjaður á fyrir jólin.

Ég fékk nýjustu Nick Cave plötuna í jólagjöf, einnig viðhafnar akústic-útgáfu Ný-danskrar. En er enn að hlusta á Who-plötuna sem ég keypti rétt fyrir jólin, Odds and Sods.

Besta gjöfin var flugmiði frá Erlu. Hann gildir báðar leiðir og því er hún ekki að reyna að losna við mig, nema í stutta stund. Stefni á viku til tíu daga í Þýskalandi innan nokkurna vikna.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ármann Reynisson hafði samband og biður að heilsa þér Ágúst. Hann sagðist meira en reiðubúinn að hitta þig og kenna þér að búa til vinjettur.
Þú verður nefnilega að fara að skrifa vinjettur í stað þess að vera með þetta endalausa basl með smásögur.
Þú átt að hafa þetta í vinjettuformi eða bara heila skáldsögu.

Kjartan Bjarni.

1:55 e.h., desember 27, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Eftir að Ármann gaf út Vignjettur IV þótti einhverjum að einhæfnin í titlaheitum gæti orðið þessum bókaflokki fjötur um fót. Hefur því verið stungið upp á því að næsta bók Ármanns heiti Servíettur I

1:58 e.h., desember 27, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Menn ættu ekki að hæðast að Ármanni enda dugmikill maður og hörkupenni.

Þráinn Bertelsson

3:09 e.h., desember 27, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Dugmikill maður, já.

3:13 e.h., desember 27, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Ágúst Bloggþór?

Hefurðu yfirgefið mig?
Svá vár nóttin svá björt og máninn skein,
þú hélst mér í örmum þínum.

Hver hefur réttinn?
Hver hefur réttinn?

Hví hefur þú yfirgefið mig,
þú sendir mér eigi jólakort!
Þú bauðst mér eigi í skírnarveisluna!

Hvers á Björgvin að gjalda?

Hvert fer Ármann Reynisson?
Hefurðu heyrt um Bolla Thorvaldssen?

Hve fagurt er fagtúnið?

L.Bjarni

5:40 e.h., desember 27, 2004  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:35 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:42 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home