miðvikudagur, desember 22, 2004

Feginn var ég að vera ekki á meðal upplesara á Kaffi Reykjavík í gærkvöld. Upplestrarsamkomur gerast sífellt erfiðari og vandræðalegri þar sem offramboð er orðið af þeim, aðsókn léleg og áheyrendur leiðinlegir, oft hálfgerðir dónar. Margir yfirgefa salinn í miðjum lestri, oft er það söfnuður í kringum einn höfund, sem lætur sig hverfa burtu með höfundinum um leið og hann er búinn að lesa. Auk þess er mikið ráp á fólki á þessum samkomum og þeir sem þó sitja kyrrir oft með glott eða þóttasvip á smettinu. En jæja, sem betur fer eru alltaf einhverjir sem hlusta af áhuga.

Ekki vantaði samt að dagskráin var glæsileg, svona fyrirfram. Reyndar var upplifun mín af samkomunni mjög draumkennd framan af. Ég fékk sæti við hliðina á ungum náunga sem heitir Bjarni og reykti sígarettur sem hann hafði komið fyrir í rauðum Opalpakka. Ofan í þessa undarlegu sýn byrjaði Benni kallinn Lafleur að lesa sinn kolgeggjaða texta sem hefði kannski virkað í menntaskóla á sjöunda áratugnum og þó varla. Bara titillinn á bókinni nóg til að fæla mann frá henni: Eldglæringar í sápukúlum. Textinn virðist síðan vera í samræmi við það. - Jóhanna Kristjónsdóttir las hálfgerðan nöldurkafla úr sínum Arabíukonum og hefði án efa geta fundið eitthvað fróðlegra úr bókinni. Ég verð því miður að segja að saga Einars Más virkar illa á mig, það sem ég hef heyrt af henni, og lesturinn í gærkvöld var engin undantekning. Hins vegar veit ég að mörgum öðrum gestum líkaði betur. Einar Már las full lengi og síðan tók við hálfgerður amatör-trúbador sem kunni sér ekki hóf og stóð illa undir korterslangri dagskrá sinni. Svo kom loksins hlé og margir farnir að þreytast. Hálfur gestahópurinn hafði yfirgefið salinn þegar upplesturinn hélt áfram eftir hlé, og hefur svo sem kannski farið fé betra. En nú birti til: Jón Birgir Pétursson las áhrifamikinn og stórfróðlegan kafla úr Eyjólfi sundkappa, þar sem nöturleg fortíð úr Nauthólsvík og Skerjafirði birtist ljóslifandi. - Huldar Breiðfjörð las vel skrifaðan og sláandi kafla úr Múrnum í Kína. Síðan tók Auður Jónsdóttir við með brot úr Fólkinu í kjallaranum. Það hljómaði mjög vel enda er Auður bæði mjög góður rithöfundur og viðkunnanleg manneskja að sjá. - Rut Gunnarsdóttir endaði kvöldið með því að lesa úr nýrri skáldsögu eftir Gunnar Dal. Heyrðist mér það vera eitthvert rugl um kraftaverk Maríu meyjar í nútímanum, og vakti mér ekki áhuga.

Á eftir fór ég með Guttesen, Guðmundi Björgvinssyni og Benna Lafleur á Hressó þar sem við skemmtum okkur við að gera grín hver að öðrum.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég skal kommenta hérna í fyrsta sinn en því miður ófrumlega, því ég tek bara undir það sem Egill Helgason segir, mér er ómögulegt að njóta upplesturs á bókmenntum. Sérstaklega bútum úr stærri verkum. Ég vil lesa bókina sjálfur.

8:32 e.h., desember 22, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég respektera þessa afstöðu. Hins vegar finnst mér upplestur skemmtilegur ef salurinn er jákvæður og höfundurinn góður lesari.

11:57 e.h., desember 22, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvað áttu eigin-lega við?

-Benedikt.

2:01 f.h., desember 30, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Um hvaða atriði pistilsins ertu að spyrja?

11:23 f.h., desember 30, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Þykir þér bókin mín ekki góð? Eða titillinn? Ég sem var svo ánægður með hann. Hefurðu ekki lesið Sundlaugar-blús?

www.benediktlafleur.com

3:20 e.h., desember 30, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, elsku kallinn, þurfum við nokkuð að ræða það? Já, ég las Sundlaugarblús. Ertu reiður, ertu að grínast eða er einhver að þykjast vera þú?

3:23 e.h., desember 30, 2004  
Blogger oakleyses said...

`red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:25 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:35 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:41 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home