fimmtudagur, desember 09, 2004

Tregafull fegurð

Kristín Steinsdóttir: Sólin sest að morgni

Sólin sest að morgni er meitlað, sérstætt og ljóðrænt verk um bernskuminningar þar sem lífsgleði er blönduð ugg og sorg. Sögunni vindur fram í örstuttum köflum, lýsingar eru myndrænar með áherslu á hina fersku skynjun barnsins á veruleikanum jafnframt því sem ágæt aldafarslýsing birtist á íslensku sjávarþorpi á sjötta áratugnum, ásamt fallegum persónulýsingum, þroska og mótun sjálfsmyndar ungrar stúlku. Oftast er sögumanneskja stödd í fortíð bernskunnar en einstaka sinnum í nútímanum, þar sem Reykjavíkurútsýni í glugganum er skyndilega komið í stað fjallsins í æskufirðinum og minningarnar leita á hugann.

Heitar tilfinningar ólga undir látlausu yfirborðinu, meitlaður og brotakenndur stíllinn þjónar þríþættum tilgangi verksins fullkomlega: að lýsa upplifun barnsins á tilverunni og umhverfinu, að sýna hvernig æskuminningar lifa með okkur og birtast í formi myndbrota í hugskotinu, og umfram allt að miðla sorginni í sögunni.

Höfundur beitir endurtekningum á markvissan hátt en af mikilli sparsemi. Endurtekningar í lok bókar eru sérlega áhrifamiklar og þá nær stílsnilld höfundar hámarki í skáletruðum texta, nokkurs konar prósaljóði, sem er hlaðið margræðri merkingu og kallar á síendurtekinn lestur.

Sagan virðist vera sönn að efni til en stíll og form eru í anda agaðrar fagurfræði.
Sanngildi efnisins staðfestist með ljósmyndum frá æskuárum höfundar. Listrænt samspil ljósmynda og texta er sterkt og áhrifamikið. Til dæmis birtist kápuljósmynd einnig aftast í bókinni og magnar upp þær tilfinningar sem lesturinn vekur. Að lestri loknum virðir maður myndina lengi fyrir sér, gagntekinn tregafullri fegurð, og heldur aftur af tárunum.

Ég fæ ekki betur séð en að hér hafi Kristín Steinsdóttir skapað framúrskarandi verk. Bókin lætur hins vegar of lítið yfir til að geta öðlast þá viðurkenningu sem hún á skilið: orðafjöldinn er á við smásögu í lengri kantinum og efnið býður ekki upp á sprengingar í þjóðfélagsumræðu. En lesanda með þokkalegt fegurðarskyn og tilfinninganæmi í meðallagi á hún að geta orðið kær félagi.

Þessi litla perla á eftir að verða mér hugstæð lengi.

6 Comments:

Blogger Ljúfa said...

Þetta er falleg gagnrýni.

Ég gaf mér loks tíma til að lesa "Í síðasta sinn". Uppáhalds sagan mín er "Fljótið", kannski vegna þess að hegðun mannsins skaðar engan nema hann sjálfan en örugglega vegna þess að ást og söknuður skín í gegn. Mér fannst erfitt að lesa sumar sögurnar, sérstaklega um spilafíkilinn. Fyrsta sagan hreif mig samt ekki. Fín bók og ég þarf greinilega að lesa meira eftir þig.

2:48 e.h., desember 09, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæl. Konur eru ekki hrifnar af kláminu í tveimur þessara sagna. Ég held að karlar skilji þær betur. Ég fjalla um sama efni í sögunni Viðvaningar í næstu bók á eftir, Hringstiganum, og geri það betur þar. Ég held að besta bókin mín sé annars Sumarið 1970 sem kom út 2001 og að nýjasta bókin (Tvisvar á ævinni) sé næstbest. Ég minni á að hún er í ódýrari kantinum og ennþá eiga margir eftir að kaupa jólagjafirnar.

2:52 e.h., desember 09, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Erfiður ávani. Ég átti nú við að hætta að væla í fjölmiðlamönnum og safna loforðum frá þeim.

3:37 e.h., desember 09, 2004  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:24 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:34 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:39 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home