fimmtudagur, janúar 06, 2005

Friðjón R. Friðjónsson fjallar um ofsóknir gegn samkynhneigðum á heimastjórnarsvæði Palestínumanna. Hann lýsir jafnframt Ísrael sem griðastað samkynhneigðra.

http://www.sus.is/greinar/nr/525

4 Comments:

Blogger Skarpi said...

Þakka ábendinguna, maður er ekki mikið að villast inná síðu ungra Sjálfstæðismanna.

Merkilegt, að geta fundið svo "mikið" til með Palestínskum hommum, en ekki öðrum í því mæta landi. Ég þekki nú ekki hvernig þetta er í þessum araba löndum vel, en tel að líku sé um farið í Jórdaníu, Líbanon og Íran osfrv. Rámar í fréttir frá Egyptalandi, um líkt vesen.

Við lestur greinarinnar, rennur upp fyrir mér ljós, og ég harma að á Íslandi sé ekki "fjölbreyttari flóra réttindasamtaka samkynhneigðra".

Hvað finnst SUS mönnum um sósalísk samyrkjubú Ísraelskra og Eþíópískra landtökumanna? Skert ferðafrelsi Palestínumanna? Barsmíðar og útgöngubönn? Áralangar fangelsanir á fólki fyrir fáránlegar sakir?

Eitt enn, Ísraelski herinn leyfir engum "ekki" að ganga í herinn, það fara allir í hann. Ég þekki einn sem slapp, því hann stundaði ballett nám. Þeir sem neita eru fangelsaðir. Þrælslund Ísraela liggur öll í því.

9:38 e.h., janúar 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, ég benti á þetta af því mér fannst þetta athyglisvert sjónarhorn. Ofbeldi og kúgun Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum fer tæpast framhjá nokkrum manni. Hins vegar veltir maður því aldrei fyrir sér hvernig þetta þjóðfélag Palestínumanna er burtséð frá hernáminu og þetta er a.m.k. skuggalegur blettur á því samfélagi. Bestu þakkir fyrir kommentið.

9:58 e.h., janúar 06, 2005  
Blogger Unknown said...

Ég veit ekki betur en að strangtrúaðir gyðingar hafi mótmælt hástöfum þegar fyrsta hinsegin ganga samkynhneigðra var haldin í Jerúsalem árið 2002. Það var gríðarlega umdeilt og mjög orðum aukið að Ísrael sé einhver "griðastaður" samkynhneigðra. Ég efast um að greinarhöfundur hafi búið í Ísrael eða þekki þar vel til.

12:20 e.h., janúar 10, 2005  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:35 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home