fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Í auglýsingabransanum er ég kannski fyrst og fremst prófarkalesari, í öðru lagi textasmiður en einna síst hugmyndasmiður. Textagerðin sem ég sinni snýst um að orða hlutina á sem bestan hátt en miklu síður um innihald auglýsinganna. Þetta fyrirkomulag hefur losað mig við þann bagga að auglýsingahugmyndir elti mig heim og spilli dýrmætum frístundum sem eiga að fara í sagnaskrif. Ekki er óalgengt að 25 ára strákar leiti til mín með hálfköruð handrit að sjónvarpsauglýsingum og fái mig til að lappa upp á þau. Þetta er auðvitað ekki eina fyrirkomulag texta- og hugmyndavinnu hér, en þó ferli sem býsna oft gerir vart við sig og er hið besta mál.

Þegar ég horfi á sjónvarpstreilera af að virðist bjánalegum bíómyndum, t.d. gamanmyndum þar sem fyrrverandi stórleikarar (De Niro, Hoffmann, Hackman) niðurlægja sig í skrípalegum hlutverkum, þá fæ ég stundum á tilfinninguna að hópur af 25 ára strákum, af einum eða öðrum ástæðum í vinfengi við kvikmyndaframleiðendur, brainstormi hugmyndirnar að þessum myndum og komi svo hlaupandi til miðaldra kalla eins og mín, sem geta skrifað og komið saman sögu, og þeir hnoða handritunum saman.

En auglýsingar eiga að kynna vörur á sem bestan hátt á meðan kvikmyndir eru sjálfstætt list- og afþreyingarform. Ég held að ungu strákarnir hérna í vinnunni gætu hæglega klambrað saman handriti að bandarískri fjölskyldu- gamanmynd. Svo þyrfti einhver kall að hreinskrifa handritið. Svo koma markaðsmennirnir og ritskoða. Afþreyingarkvikmyndir eru eiginlega framleiddar á svipaðan hátt og auglýsingar, markhópurinn er ákveðinn, höfðað til hans og þess gætt að stíga ekki á nein skott. Kvikmyndin er eiginlega eins og löng auglýsing um vöru en varan er sjálf kvikmyndin.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ertu eitthvað að hitta þessa 25 ára stráka meira en góðu hófi gegnir?
Það hefur alveg þekkst að miðaldra ,,skáld" hafi orðið ástfangnir af ungum karlmönnum.

G.

10:47 f.h., febrúar 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki gott hjá þér að setja Robert de Niro meðal fyrrum stórleikara.

1:52 e.h., febrúar 04, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það er kannski rétt hjá þér. Nokkrar hallærislegar gamanmyndir geta varla breytt stöðu hans.

1:05 f.h., febrúar 05, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:26 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:36 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home