miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Ég komst ekki að skrifborðinu fyrr en undir miðnætti. Ég var tómur og andlaus og þreyttur. Opnaði skjölin með sögunum og leist ekki á blikuna. Ákvað að reyna ekki að skrifa en las dálítið í mínum uppáhaldshöfundum. Þegar ég vaknaði síðan í morgun skynjaði ég að "það er allt að gerast", eins og þeir segja sem segja "dauðans". Söguhugmyndir sem ég hef verið að fikta við alveg frá í sumar eru allar að lifna við. Staðan er sú að það er tekið að móta fyrir nýju safni með nýju, skýru og áleitnu þema. Ein af sögunum er sú sem ég hef verið að kalla nóvelluna eða stuttu skáldsöguna. Efni þeirrar sögu er þannig að hún gæti hæglega farið upp í 100 síður í handriti (Síðasta bókin mín var 97 síður í handriti og 127 síður í bók) en hún gæti líka dottið niður í 40-50 síður. Ég er þegar búinn með 30 í uppkasti. Það sem mér þykir hins vegar ekki líklegt í augnablikinu er að sú saga muni koma til með að hafa nægilega vigt, nægilegt vænghaf, ein og sér, til að standa undir góðri bók, einfaldlega af því Gústi Borgþór skrifar þannig að þungi bóka hans liggur í samlagi margra sagna sem flestar hafa verið skornar miskunnarlaust niður í vinnsluferlinu. Allt á þó þetta eftir að skýra sig.

Þessar 5-6 sögur í hausnum á mér og að sumu leyti hálfkaraðar í tölvunni mynda samanlagt verkefni sem á eftir að verða skelfilega erfitt en gæti á endanum orðið að frábærri bók sem enginn nennir að lesa.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða hvaða, hvurslags bölsýni er þetta. Ertu ekki á þröskuldi - og jafnvel með annan fótinn innan þröskuldar frægðarhallarinnar? Er ekki von, í það minnsta ogguponsulítil, til að úr þessum fimm sex sögum verði - eftir skelfilega erfiða meðgöngu - frábær bók, sem fjölmargir nenna - og njóta - að lesa?
Hér er að minnsta kosti einn, sem býður sig fram til þess arna, með tilhlökkun í hjarta. Hamraðu helvítis lyklaborðið drengur, hamraðu...

10:35 e.h., febrúar 16, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað eru 30 blaðsíður í handriti mörg orð?

11:34 e.h., febrúar 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Það fer auðvitað allt eftir formatinu sem er notað. Formatið sem kemur sjálfkrafa upp í word jafnast eiginlega á við tvær bókarsíður og ég nota það ekki heldur stilli spássíurnar þannig að hver blaðsíða er um 350-400 orð. 30 slíkar síður er líklega rúmlega 10 þús. orð

11:42 e.h., febrúar 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þakka hvatninguna, Tumi.

11:44 e.h., febrúar 16, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:27 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.6.12
pandora jewelry
polo ralph lauren
polo homme pas chère
san antonio spurs jerseys
nike air max 2017
michael kors outlet online
ecco outlet
moncler online
salomom shoes
michael kors outlet

3:42 f.h., júní 12, 2018  
Blogger Unknown said...

zzzzz2018.7.17
christian louboutin shoes
christian louboutin shoes
giuseppe zanotti sneakers
louboutin shoes
moncler uk
golden goose shoes
salomon
pandora jewelry outlet
basket nike
valentino

4:35 f.h., júlí 17, 2018  
Blogger te12 said...

qzz0727
nets jerseys
alife clothing
christian louboutin shoes
kevin durant shoes
true religion jeans
prada shoes
longchamp handbags
polo ralph lauren
lebron james shoes
soccer jerseys

3:12 f.h., júlí 27, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home