fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Var að fá nýtt TMM. Það er fjölbreytt og forvitnilegt eins og í seinni tíð. Ritstjóranum og greinarhöfundi tekst að telja upp samtals um 30 jólabókaskáld án þess að minnast einu orði á meistarann og sá síðarnefndi tekur auðvitað eftirlæti bókmenntafræðinganna úr smásagnahópnum smáa út, svona til að fullkomna þöggunina. Sjálfsagt að óska vini mínum Guttesen til hamingju með að vera kominn í hærra álit en smásagnameistarinn, hann þarf þá ekki lengur að stæra sig af drykkjufundum með mér, frekar öfugt; hins vegar var vitað mál að Nyhil-grúppan myndi þramma öll sem ein framhjá inn í hús bókanna.

Ein skemmtilegustu tíðindin, fyrir utan þau að Guttesen minn er þarna með örsögu, er smásögubirting Arndísar Þórarinsdóttur, Lalage. Þetta er fyrsta sagan sem hún fær birt. Lalage hefur verið á Rithringur.is frá upphafi og hefur verið að puða við að bæta sig sem höfundur. Einhvern tíma rýndi ég þarna eftir hana örsöguna Mávinn sem mér leist nokkuð vel á, en síðan hefur stúlkan að mér virðist skrifað margar langar sögur, sem ég hef ekki enn gefið mér tíma til að lesa. Af því litla sem ég hef spjallað við Lalage um bókmenntir hef ég fengið sterklega á tilfinninguna að hún geri sér grein fyrir því hvað þarf til að verða rithöfundur og sjálfsgagnrýnin hefur alltaf virst í lagi. Það fjölgar sífellt fólki á Rithringnum sem er að fá birtingar en var ekki birtingartækt í byrjun Hringsins. Mjög skemmtilegt.

Nú og svo les ég örugglega pistilinn hans Jónasar Sen, þó að ég fylgist ekkert með tónlistarlífinu. Það gildir einu, allt sem þessi maður skrifar er hreinræktaður skemmtilestur.

8 Comments:

Blogger Skarpi said...

Smásaga stelpunnar var fín, breytti kannski ekki lífi mínu, en var alveg ágæt. Fór kannski aðeins í pirrurnar á mér eitthvað af orðalaginu, einsog td kynmök. Ég fer alltaf í mínus þegar það eru notuð svo tepruleg orð - einsog teprulegt. Öghh, ég er allur í mínus núna.

Jónas er skemmtilegur, ég tek undir þér með það. Er soldið óhefðbundinn í efnisvali, segir manni af sjálfum sér og svona, hann var td að skilja!

Ekki besta TMM-ið af þessum nýju, en samt ágætt. Mennta snobbið í að þýða ekki sænskuna og dönskuna í einni greininni stuðaði mig svolítið, en kannski fínt fyrir mann að rembast við að skilja það, svo hún ryðgi ekki alveg niður, skandinavískan þá.

7:00 f.h., febrúar 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sælir. Það verður spennandi að fylgjast með sagnagerð Lalage. Mér finnst TMM í heildina gott eftir að Silja tók við því aftur.

6:17 e.h., febrúar 18, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Hættu svo að tala illa um Egil Helgason.

6:19 e.h., febrúar 18, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

"hins vegar var vitað mál að Nyhil-grúppan myndi þramma öll sem ein framhjá inn í hús bókanna."

Hvers vegna var það vitað mál?

4:25 e.h., febrúar 21, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ein helsta forsenda viðurkenningar í bókmenntum um þessar mundir er að tilheyra hópi, í bókstaflegri eða óeiginlegri merkingu. Þú sérð það best á samantektum bókmenntapáfa: Þeir flokka allt niður í hópa og það sem er utan hópanna er ekki til í þeirra huga.

4:34 e.h., febrúar 21, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:27 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

1:37 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

1:43 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home