mánudagur, apríl 04, 2005

Talandi um óð til H.C. Andersen þá er vert að minna á ljóðabókina Tindátar háloftanna eftir Óskar Árna Óskarsson sem kom út um 1990.

Uppáhaldskaffihúsin mín þessa dagana eru Hressó, staðurinn á Lækjartorgi (man ekki enn hvað hann heitir), Kaffi Roma við Rauðarárstíg, Tíu dropar við Laugaveg og Kaffisetrið við Laugaveg. Mismunandi ástæður eru fyrir dálætinu á hverjum stað og því er þetta enginn almennur gæðastimpill. Kaffihúsin við Hlemm græða t.d. heilmikið á því að vera einfaldlega á Hlemmi en fyrir marga aðra væri það mínus.

Hressó er mér efst í huga af þessum stöðum núna. Segja má að þar hafi tekist að uppfæra klassíska stemningu. Enn sem fyrr sækja rithöfundar Hressó stíft en nú á dögum eru rithöfundarnir orðnir svo fjölbreyttir: flestir eru með fartölvur með sér og sumir eru að blogga, uppfæra heimsíður eða skrifa handrit að stuttmyndum. Sérstaklega fannst mér ánægjulegt að sjá Baldur Óskarsson sitja þarna yfir bjórglasi á sunnudaginn og horfa út í loftið. Ég hafði á tilfinningunni að hann væri búinn að leggja drög að næstu ljóðabók þegar hann kvaddi. Ekki spillir fyrir að bæði veitingar og þjónusta á Hressó eru til fyrirmyndar þannig að frekir miðaldra menn eins og ég eiga ágæta samleið þarna með unga liðinu. Það á að vera kaffihús á þessum stað, ekki McDonalds og því síður hvítþvegnir gluggar, en geysilega langt er síðan staðurinn hefur verið svona vel rekinn.

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Ágúst, og takk fyrir ágætt blogg!

Í morgun rakst ég á eftirfarandi spurningar (á ensku bloggi). Og datt í hug að skjóta þeim á þig- nema hvað.

Fyrst svararðu spurningunum, síðan áframsendir þú þær til tveggja bloggara að þínu vali (sem svara þeim á sínum bloggsíðum - vonandi - áður en þeir áframsenda þær til tveggja bloggara hvor, etc etc etc etc). Þetta er keðja.

En hér koma spurningarnar:

1. Ef þú værir fastur í Fahrenheit 451, hvaða bók vildirðu helst vera?

2. Hefurðu nokkurntíman orðið skotin(n) í skáldsagnapersónu?

3. Hvaða bók keyptirðu síðast?

4. Hvaða bók lastu síðast?

5. Hvaða bók eru að lesa núna?

6. Fimm bækur sem þú myndir taka með þér á hina títtnefndu eyðiey.

7. Til hvaða 2ja bloggara ætlarðu að áframsenda þessar spurningar?

Kveðja Anna

9:45 e.h., apríl 04, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sendu til EÖN hann er svo fyndinn!

12:41 f.h., apríl 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Útskýrðu fyrir mér 1. spurninguna, Anna. Mig rámar í að Fahrenheit 451 fjalli um bókabrennur en meira man ég ekki. Útskýrðu þetta.

1:08 f.h., apríl 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur tékkað á þessu á imdb.com, en svona í fljótu bragði af því að ég er að hlaupa út úr dyrunum:

Fahrenheit 451 er kvikmynd eftir Truffaut, byggð á (smá?)sögu eftir Ray Bradbury. Hún fjallar um framtíðarveröld þar sem bækur eru skipulega brenndar - til að eyða þeim alveg af yfirborði jarðar. Hópur manna hefur lært bækur utanað til að varðveita þær - og er því eins og gangandi bækur.

(eftir fremur óljósu minni - langt síðan ég sá myndina) Anna

10:27 f.h., apríl 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Dálítið fyndið að þetta kemur út eins og þú sért upptekni aðilinn að aðstoða mig en ekki öfugt. - En gott og vel. Ég þarf dálítinn tíma til að íhuga þetta.

1:42 e.h., apríl 05, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jæja, best að ljúka þessu af.

1. Ég myndi vilja vera alfræðibók.
2. Ég var kannski skotin í einhverri stelpu í Kim-bókunum í gamla daga. Þetta voru danska barna- og unglingabækur um gengi sem leysir sakamál í smábæ í sumafrínu. Þess á milli reyktu þau sígarettur og gáfu hvert öðru tvírætt augnaráð, lengra gekk það reyndar ekki.
3.Ég keypti síðast Runaway eftir Alice Munro
4. Ég kláraði síðast Fólkið í kjallaranum eftir Auði Jónsdóttur
5. Er núna að lesa Runaway eftir Alice Munro
6. Ég tæki Selected Stories eftir Munro, sagnasafn eftir Anton Chekhov, Njálu (myndi þá loksins lesa hana almennilega), eitthvert úrval af heimspekigreinum og síðan eina bók eftir sjálfan mig.
7. Ég sendi þetta á einn vin og einn óvin: ljufa.blogspot.com og blog.central.is/amen

Ég nenni ekki að handsenda þetta til þeirra, geturðu séð um það? ÉG vel semsagt þau til að halda keðjunni áfram.

6:34 e.h., apríl 05, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Drottinn minn dýri!

Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú myndir líta á þetta sem einhverja kvöð og tilætlunarsemi.

Ég hélt að þú myndir hafa eitthvað gaman af þessu en svo er bersýnilega ekki og ég bið forláts. Málið er dautt. Og ég er alls ekki að segja að ég sé neitt að harma það - þetta er tiltölulega léttvægt gaman.

Kveðja, Anna

2:02 f.h., apríl 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú ert komin með svörin.

2:31 f.h., apríl 06, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Gott ef ekki.

1:00 e.h., apríl 06, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:54 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:10 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

2:18 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home