föstudagur, maí 13, 2005

Nýja tilvitnunin er úr sögunni Mánudagur sem ég skrifaði sumarið 1993. Uppkast í París þar sem við Erla vorum í brúðkaupsferð (ári fyrir brúðkaupið, við vorum svo praktísk að við skiptum ferð og brúðkaupi milli ára). Ég var þrítugur, 95 kg. Starfaði við markaðsleiki á símatorgi niðri í Miðlun við Ægisgötu, auk þess að lesa inn íþróttafréttir (ýttu á einn fyrir Atla Eðvalds, tvo fyrir Pétur Pétursson og þrjá fyrir Ásgeir Elíasson. - Og það var rétt!) . Var byrjaður að ganga í jakkafötum, oftast úr polyester. Með þessari sögu varð ljóst að ég var að ná tökum á raunsæisstíl og söguuppbyggingu sem hentaði mér og rímaði við það sem bjó í huga mér og hjarta. Ég var sannfærður um að heimurinn kæmi fljótlega til mín og tæki til við að lesa. En hann er ekki kominn ennþá, ja nema þannig að hann vill bara lesa blogg og hlusta á útvarpspistla.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Birtir þú alltaf tilvitnanir úr útgefnu efni? Ekki úr því sem þú ert með í smíðum?
Ég er alls ekki að kvarta, þvert á móti er gaman að fá þessar athugasemdir með.
Hvern hefði t.d. grunað að saga á borð við Mánudagur hefði orðið til í brúðkaupsferð?
Gúm.

11:05 f.h., maí 13, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sælir. Ég hef ekki markað neina stefnu í þessu en veit bara að ég er ekki tilbúinn að birta neitt úr því sem ég er að skrifa núna, a.m.k. enn sem komið er.

12:49 e.h., maí 13, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:56 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home