þriðjudagur, maí 10, 2005

Máttur tískuorðsins

Væri ekki dálítið sniðugt trikk hjá einhverjum höfundi sem er með skáldsögu í haust að kalla hana Sprúðlandi. Gæti sá höfundur smeygt sér inn í undirvitund helstu gagnrýnenda og uppskorið einróma lof?

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú hefur þó ekki laumast til að narta í hraðvirku kolvetnin í dag??

11:42 e.h., maí 10, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Neinei. Það er bara svo mikill misskilningur að það sé ekki hægt að vera beittur og dálítið hæðinn án þess að vera með skítkast.

11:50 e.h., maí 10, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

nei þú hefur bara verið svo aktívur í dag: bloggað mikið og lesið Blaðið, skroppið í ríkið...

12:22 f.h., maí 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Já, þannig. En kjarni málsins er nú sá að kolvetnabindindið gerir mig hressari og aktívari. Útroðinn af sykri verður maður slappur og geðillur og fer að rífast við Ísfirðinga.

12:25 f.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Straffið hefur dregið fram í dagsljósið Ágúst sem er lúmskari en sá hraðvirki. Sem er meira í ætt við skáldskapinn sjálfan sem sagt. Ég mælist því til þess að fleira verði sett á bannlista: smávindlar, fótbolti...

12:25 f.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

...en þetta er sannkallað orðskrípi, satt er það. Ef ég hef skilið Þórberg rétt hefði hann kallað þessa klifun uppskafningu

12:27 f.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sá sem notar orðið "klifun" í röngu samhengi og orðskrípið "uppskafninga" í samhengi yfir höfuð getur ekki hafa skilið Þórberg rétt.

12:32 f.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður segir 'orðskrípið uppskafningu' - enda er það kvenkyns orð og beygist eins og kelling. Samkvæmt Þórbergi, sem notaði það svo sannarlega í samhengi.

EÖN

12:39 f.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvort orðskrípisins upphafning
eigi kyn sem sprundir?
með eiginlegan uppskafning
eitthvað títt býr undir.

12:20 e.h., maí 11, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er ansi sniðug vísa, finnst ykkur ekki?

12:40 e.h., maí 11, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Sorrí, hún átti að fara á Leirinn þessi.

1:06 e.h., maí 11, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

1:57 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home