miðvikudagur, júní 15, 2005

Nei, ekki alveg frí. Klukkan er 11:38. Ég hef fengið minn fyrsta bakverk á ævinni og er á leiðinni í nuddtíma (hér er boðið reglulega upp á nudd, þ.e.a.s á Íslensku auglýsingastofunni) kl. 13. Ég er í svörtum Kalvin Klein jakkafötum sem ég keypti í Outlet-búð í útjaðri San Diego í fyrra. Buxurnar voru alltaf hálfþröngar en passa núna. Fötin eru hins vegar algjört drasl, gsm-vasinn ónýtur og annar hliðarvasinn er rifinn en það sést ekki.

Ég er ákaflega kvenmannslaus. Erla er farin norður. Alltaf er ég skotnastur í henni þegar hún er ekki hjá mér. Freyja hefur sogast inn í vinkvennaveröld hverfisins og ég sé hana varla mikið meira í sumar. Hún gisti hjá vinkonu sinni í nótt. Það er bara ég og Kjartan.

Og þó. Ég hef mömmu. Hún keyrði okkur í morgun og ég var hálftíma að eltast við e-n brúðubíl áður en gat losað mig við drenginn. Hann vann mig í handboltaleik í gærkvöld, við leikum sérstakan innanhúshandbolta og hann hafði ekki unnið leik lengi. Hann var Spánn og ég var Þýskaland. - Mamma er að vinna mjög spennandi verkefni sem ég segi ykkur frá bráðlega, þegar ég fæ leyfi hjá henni.

En mér var að detta það í hug að þó að ég sé oft hræddur við konur og margar þeirra fari í taugarnar á mér þá myndi ég veslast upp ef ég hefði ekki konur í kringum mig. Kvenkyn. Hitti Erlu á föstudaginn. Í huganum dreg ég hana afsíðis í "make-out" en í raunveruleikanum mun það koðna niður í einhverju krakkabrasi eða praktísku viðfangsefni augnabliksins, að eilífu gleymdu í næsu andrá.

Erla er semsagt á Akureyri en við hittumst öll í Skagafirði fyrir helgi og verðum þar í góðum hópi smáborgara. Ég er lítill landsbyggðarmaður en mér finnst alltaf spennandi að koma til Skagafjarðar.

Bókin mín er skáldsaga í augnablikinu, við samruna tveggja nóvelluhugmynda sem voru í senn spegilmyndir og andstæður. Spennandi og erfitt dæmi.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er nokkuð spenntur fyrir þessari skáldsögu. Margar af mínum uppáhaldsskáldsögum byrjuðu greinilega sem tvær eða fleiri hugmyndir sem síðan voru spartlaðar saman.

11:16 e.h., júní 16, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mikið væri nú gaman ef þetta yrði ein af þínum uppáhaldsskáldsögum. Sé það ekki fyrir mér en lít á þetta sem ágæta hvatningu til að spýta nú ærlega í lófana.

12:45 f.h., júní 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Afhverju ekki, er einhver ástæða fyrir því að ég ætti ekki að fíla verkið?

3:20 f.h., júní 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Jújú, ég geri mér vonir um að þér líki bókin þegar þar að kemur, en "ein af mínum uppáhaldsskáldsögum" væri fullmikil bjartsýni fyrir flesta höfunda.

3:25 e.h., júní 17, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:42 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

2:59 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

uggs canada, louis vuitton canada, wedding dress, moncler outlet, vans, toms outlet, moncler, oakley, moncler, coach outlet, lancel, moncler, supra shoes, hollister clothing, pandora uk, montre femme, ray ban, ralph lauren, canada goose, canada goose, pandora charms, pandora jewelry, juicy couture outlet, parajumpers outlet, baseball bats, iphone 6 case, thomas sabo uk, canada goose pas cher, hollister, juicy couture outlet, converse, ugg, converse shoes, replica watches, moncler, canada goose, air max, nike air max, gucci, links of london uk, moncler outlet, louboutin, swarovski jewelry, swarovski uk, moncler, timberland shoes, hollister canada, karen millen

3:05 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home