miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Hádegisskýrsla: Frægir, hálffrægir, ríkir og fátækir

Borðaði niðurlægjandi hádegisverð á salatbarnum í 10-11 vegna þess að ég hef ekki lengur efni á Hressó. Mikil þrengsli innan um láglauna- og skólaungmenni. Til að fullkomna eymd máltíðarinnar gaus upp úr Topps-flöskunni minni og sullaðist út um allt. Eftir máltíðina stóðst ég ekki freistinguna og fór yfir á Hressó til að fá mér latte (og var þar með í raun búinn að eyða of miklu þrátt fyrir að hafa neitað mér um ærlegan hádegisverð). Á Hressó sá ég sjálfan Sullenberger sem sat þar einn og las Viðskiptablaðið. Virðulegur og greindarlegur á svip og minnti fremur á embættismann en bissnissmann.

Á Laufásveginum hitti ég Hildi Lilliendahl. Hún var ærleg og vingjarnleg og við spjölluðum örstutta stund. Skil ekki þessa tilhneigingu mína að skjóta á hana. Það eina sem hún hefur til sakar unnið er að tjá ekki takmarkalausa aðdáun á mér. En hún á eftir að gera það áður en yfir lýkur.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sullenberger hefur sem sagt ekki verið á Hótel Nordica.

3:55 e.h., ágúst 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að reikna með því að Erla lesi þessa færslu og sjái aumur á þér og láti þig fá pening svo þú getir borðað á Hressó framvegis?

Persónulega held ég að þú hafir bara gott af því - sem rithöfundur - að kynnast undirmálsfólki því sem borðar á 10-11 í Austurstræti: láglaunamönnum, skólaungmennum, túristum, rónum og geðveiku fólki. Þú kallar hádegismatinn 'rannsóknarvinnu og heimildaaöflun' sem er örugglega frádráttarbært frá skatti.

Annars get ég glatt þig með því að 10-11 í Austurstræti ætlar að setja upp skyr&ávaxtabar fljótlega og bjóða líka upp á heitan mat. Eins og þeir eru með í Lágmúlanum. En ekki samt samlokubar. Það er víst ekki nógu mikil ásókn í samlokubarinn í Lágmúlanum. Enda eflaust allir á Atkins á lögfræðistofunum þar í kring.

Þessar matarfréttir sagði mér verslunarstjórinn um daginn þegar ég kvartaði yfir því við hann hvað ég væri orðin leið á saladbarnum.

Næst þegar ég hitti téðan verslunarstjóra ætla ég að stinga upp á því að langborðið við gluggann verði þrifið öðru hvoru.

En ef þú vilt vita hvar soltnir og vinnandi íslendingar í miðbænum borða í hádeginu þá er það Krua Thai á Mýrargötunni. Þar er verði stillt í hóf (þannig séð) og skammtar vel úti látnir. Ég efast um að Jón Sullenberg sæki staðinn en Hrafn Gunnlaugsson er dyggur kúnni ef það er einhver sárabót.

- Sólbráð

3:59 e.h., ágúst 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Tælenskur matur þarna væntanlega?

4:14 e.h., ágúst 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei, þeir borða ítalskan mat þarna.

5:01 e.h., ágúst 17, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Yo! Gústi, af hverju borðarðu aldrei í vinnunni, með vinnufélögunum?

5:03 e.h., ágúst 17, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég geri það stundum en oft er maturinn óheppilegur. Oft nota ég hádegið til lesturs, skrifta eða hugleiðinga og þá er gott að vera búinn að loka sig inni í hugartjaldi á kaffihúsi.

5:05 e.h., ágúst 17, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:49 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:02 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger raybanoutlet001 said...

coach outlet
gucci sale
jacksonville jaguars jersey
cheap nhl jerseys
ed hardy
hermes belt
falcons jersey
chiefs jersey
mbt shoes online
skechers shoes

4:06 f.h., júní 16, 2017  

Skrifa ummæli

<< Home